Morgunblaðið - 08.11.2007, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 08.11.2007, Qupperneq 24
Morgunblaðið/Ómar Epladreifing Þeir Björn Rafn Gunnarsson, Steinar Atli Skarphéðinsson og Guðfinnur Sveinsson útdeildu eplum og eplafróðleik. Epli voru í aðalhlutverkinuí Kvennaskólanum í gærþegar kvennskælingargerðu sér glaðan dag og skemmtu sér fram á rauða nótt – undir formerkjum hins árlega Epladags. Epladagurinn svokallaði er einn helsti hápunkturinn í skemmtanalífi skólans, en sú alda- gamla hefð að útdeila fagurrauðum eplum meðal nemenda nær langt aftur eða um heil hundrað ár. „Allar gömlu góðu hefðirnar eru ómissandi í félagslífi kvennskælinga og bíða nemendur gjarnan óþreyju- fullir eftir þeim á meðan þeir gera heiðarlega tilraun til að einbeita sér að náminu. Vinsælasta hefðin er án efa Eplavikan. Skólinn er þá skreyttur hátt og lágt. Spennandi dagskrá bíður okkar alla daga vik- unnar og við klæðum okkur upp fyrir stórglæsilegt Eplaball,“ segir Lilja Dögg Jónsdóttir, formaður nemendafélagsins Keðjunnar, en kvennskælingar og aðrir gestir tjúttuðu fram á rauða nótt á Epla- ballinu svonefnda í gærkvöldi. Verðlaunaðar með eplum „Epladagurinn er aldagamall og hefur fylgt Kvennó allt frá því að hér voru ungar stúlkur á heimavist sem menntaðar voru til munns og handa. Kvennaskólinn var nefnilega eingöngu fyrir kvenkynið og það var ekki fyrr en árið 1977 að karl- kyninu var fyrst hleypt í skólann sem mun hafa verið sama ár og fyrsta Star Wars-myndin var frum- sýnd. Ekki sáu allar heimavist- arstúlkurnar í þá daga sér fært um að komast heim yfir jólin. Þær héldu þá til í skólanum um hátíð- irnar og tóku upp á því að halda jólaskemmtun fyrir kennarana sína sem verðlaunuðu þær síðan með því að gefa þeim epli. Í gegnum árin hefur þessi gamla hefð þróast og er í dag orðin að veglegri Eplaviku með alls konar uppákomum,“ segir Lilja Dögg. Kvenskælingar hafa m.a. notið heimsókna tónlistarmannsins KK, Lalla töframanns og trúbadorsins Svavars Knúts auk þess sem tekin hafa verið upp spil og nemendur hafa gætt sér á kakói og vöfflum. Kvennaskólinn iðaði hinsvegar af lífi og fjöri í gær á aðaldegi Epla- vikunnar. Hátíðin hófst í gærmorg- un með því að skemmtinefnd skól- ans klæddi sig upp í 18. aldar hefðarbúninga og heimsótti alla bekki skólans. Nemendur fengu bæði epli og fróðleik um gömlu eplahefðina. Tilkynnt voru úrslit í svokallaðri eplalagakeppni og keppt var um titilinn „rauðastur“ í fata- vali. Sýnd var eplamynd þessa árs sem unnin var af videónefnd Kvennó og loks borðaði hver bekk- ur kvöldmat ásamt umsjónarkenn- urum áður en haldið var í partí og hitað upp fyrir ballið, að sögn Lilju Daggar. join@mbl.is Rauðastur Bjartur Guðlaugsson er vel kominn að þessum litsterka titli. Eplasafi Epli má líka innbyrða í formi epla-ciders. Ekki komust stúlkurn- ar allar heim um jólin Á sjöunda hundrað eplum var útdeilt til nemenda, kennara og starfsmanna Kvennaskólans í gær. Jóhanna Ingvarsdóttir komst að því að hinn árvissi Epla- dagur á sér merkingu í góðum og gildum hefðum. |fimmtudagur|8. 11. 2007| mbl.is daglegtlíf Það er gaman að brydda upp á nýjungum í sumarfríinu, t.d. með því að sigla eftir Cale- donian-skurðinum. »28 ferðalög Hvaða dekk önnur en nagladekk er gott að setja undir bílinn þegar þarf að gera hann kláran fyrir átök vetrarins? »26 neytendur Rúnari Kristjánssyni áSkagaströnd varð hugsað til nýju „Biblíu-þynningarinnar“ og þeirra aðila sem stóðu að henni: Hugarfarsins hýðingu hentar ekki að beita, svo að þynnri þýðingu þarf í öllu að veita. Biblíunni breyta þeir, blinda leiðsögn veita þeir. Náðar forsjá neita þeir, núvitringar heita þeir. Útþynningu að sér tók andi af dauðu kyni, lagði hönd á helga bók í hagræðingarskyni. Og hann yrkir í sambandi við útrásarmálin: Orðstírinn sem aldrei deyr enga stöðu á væna, þar sem iðka útrás þeir sem aðra vilja ræna. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Af útrás og Biblíu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.