Morgunblaðið - 08.11.2007, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 08.11.2007, Qupperneq 29
stýra myndarlegum bát í örugga höfn. Vistir fyrir ferðalagið voru keyptar í Tesco og báturinn gerður klár. Rétt er að geta þess að bát- arnir eru vel útbúnir hvort sem það eru svefnplássin eða eldunar- aðstaðan. Varla verður þó komist hjá því að nýta sér fyrirmyndar hreinlætisaðstöðu British Water- ways sem eru alls staðar meðfram skipaskurðinum og í höfnum, því vatnsklósett og sturtur um borð duga ekki daglega. Uppúr hádegi á laugardegi að loknum kynningarfundi, lögðum við af stað ásamt fimm öðrum bátum út skurðinn suður frá Inverness, út á Loch Ness-vatnið. Ferðinni var heitið alla leið niður að Fort Willi- am, um 100 kílómetra leið sem m.a. liggur um Loch Ness. Öldugangur frekar en bægslin í Nessie Loch Ness er um 40 kílómetra langt vatn (það stærsta á Bret- landseyjum) sem heimsfrægt er fyrir skrímslið Nessie sem ku búa í vatninu. Af og til heyrast sögur af fólki sem sér eða myndar skrímslið og víst er að vatnið hentar ákaflega vel fyrir skrímsli, enda dimmt og djúpt. Bátverjar mega þó frekar búast við öldugangi af völdum vindsins sem leggur gjarnan eftir vatninu en bægslagangi frá Nessie. Fyrstu nóttina var áð í Drummnadrochid, litlu þorpi þar sem notalegir veitingastaðir freist- uðu ferðalanga meir en vistirnar úr Tesco. Frá þorpinu er stutt til kastalans, Urquhart, sem allir ferðalangar verða að skoða, en þar er skemmtilegt safn. Í höfnunum hittir maður aðra bátsverja en sumir hafa farið mörgum sinnum í ferðalag á bátum. Eitt það skemmtilegasta að upp- lifa í svona bátaferðalagi er að fara í gegnum skipaskurðina, eða lok- urnar. Ein sú mesta sem er á vegi manns niður eftir er í Fort August- us en þar eru 5 lokur og ferðalagið í gegnum þær tekur um klukku- stund. Á meðan á því stendur verða bátsverjar að vera samtaka og draga bátinn í gegn þar sem ekki er hægt að láta vélarnar ganga í gegnum skurðinn. Fort Augustus er annars vina- legur bær með skemmtilegum krám og veitingastöðum að hætti Skota, þar sem viðmótið og léttleiki gestgjafanna ber matargerðina auðveldlega ofurliði. Miðað við þægilegan ferðahraða þá er líklegt að fólk stoppi á niðurleið og heim- leið í þessum bæ. Endastaðurinn í ferðalaginu er Fort William. Lengra verður ekki farið á þessum bátum en skútur og vélbátar geta farið þaðan niður að sjó í skipastiga. Í Fort William er tilvalið að birgja sig upp af vistum og skoða sig um, jafnvel heimsækja viskíverksmiðjuna Ben Nevis, sem er einn af mörgum framleiðendum af þessum eðaldrykk sem er lítt þekktur utan heimalandsins enda duglegastur að framleiða undir- stöðuvökvann í blandaðan skota fyrir aðra s.s. Chivas Regal. Það sem verksmiðjuna skortir í gest- risni bætir hún upp í framleiðslunni sem stenst kröfur hörðustu sér- fræðinga. Gott svæði fyrir gönguferðir Við Fort William eru rætur stærsta fjalls á Bretlandseyjum, Ben Nevis. Allt í kringum það eru ákjósanleg svæði til gönguferða og léttrar fjallgöngu. Það tekur u.þ.b. 3 daga á þægi- legri ferð að ná til Fort William, og þannig má ferðast fram og aftur Caledonian-skurðinn til Inverness á einni viku. Leigusalinn er nákvæm- ur og óskar þess að leigjendur skili bátunum að morgni laugardags og borgar sig að virða þau tilmæli í einu og öllu. Allir bátsverjar voru sammála um að ferðin hefði liðið ótrúlega hratt og hugsuðu til ann- arra samferðamanna sem voru að fara í sína þriðju ferð, já nú skilj- um við í hverju leyndardómurinn er falinn. Þegar er hafinn undir- búningur í huganum að annarri ferð, kannski Frakkland næst? http://www.caleycruisers.com/ Fort Augustus er annars vinalegur bær með skemmtilegum krám og veitingastöðum að hætti Skota, þar sem viðmótið og léttleiki gestgjafanna ber matargerðina auð- veldlega ofurliði. Ferðasögur Farfugla Í nóvember munu Farfuglar standa fyrir þremur ferðakynn- ingum þar sem fjallað verður um ferðalög til fjarlægra landa. Ferða- langarnir eiga það sameiginlegt að hafa allir verið á ferðalagi í lengri tíma á þessu ári. Dagskrá ferðakvöldanna verður þannig uppbyggð að fyrst verður fjallað um undirbúning ferðanna og síðan verður ferðasagan sögð í máli og myndum. Dagskrá kynninganna verður sem hér segir. 8. nóvember fjalla þau Renata Sigurbergsdóttir og Óskar Ingi Magnússon um sex mánaða ferð sem að þau fóru í um Suður- Ameríku, Eyjaálfu og Asíu. Meg- ináherslan verður lögð á Suður- Ameríku. 15. nóvember segir Lena Snorra- dóttir frá fimm vikna Evrópuferð sem hún fór í sl. sumar. 22. nóvember fjallar Einar Valur Gunnarsson um níu mánaða ferða- lag sem hann fór í fyrr á þessu ári. Í lok hverrar kynningar mun Alfred Möller síðan sýna mynd- bönd frá ferðalögum sínum um heiminn. Allir kynningarfundirnir verða haldnir á Farfuglaheimilinu í Laug- ardal, Sundlaugarvegi 34, og hefj- ast kl. 20. Morgunblaðið/Þorkell vítt og breitt MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. NÓVEMBER 2007 29 Frábært tilboð Smeg gaseldavél *Tilboðið gildir meðan birgðir endast. AFSLÁTTUR 30% GLÆSILEG GASVÉL -hágæðaheimilistæki Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Baldursnes 6, Akureyri | Sími 588 0200 www.eirvik.is Kr. 138.950*stgr B70MSX5 70 sm Smeg gaseldavél Fjórar gashellur með pottjárnsgrindum 65 ltr ofn með 8 kerfum. Kæling í hurð, heitur blástur, grillteinn. Verð áður kr. 198.500 stgr. vi lb or ga @ ce nt ru m .is Ba rn af öt Laugavegi 7 • 101 Reykjavík • Sími 561 6262 • www.kisan.is Opið MÁN - FIM 10:30 - 18:00 FÖS 10:30 - 19:30 LAU 10:30 - 18:00 C O N C E P T S T O R E Bonpoint, Petit Bateau, Quincy, Finger in the nose, Simple Kids, Zorra, Maan, Zef, Bellerose …

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.