Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.2008, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.2008, Blaðsíða 5
það var sérstaklega það að þetta gaf ungum höfundum tækifæri til að fara sína leið. Vegna þess að ég reyndi ekki að taka við einhverjum völdum. Ég reyndi ekki að grípa tækifærið og reyna að ná völdum. Það er bara ekki í mínu eðli. En ég held að þetta hafi verið mjög gagn- legt fyrir íslenskar bókmenntir. Og líka þessi ljóð-hljóð og allt þetta.“ Þú ert hópsæknari á þessum árum en þú hefur verið vanur. Þú ert í SÚM hópnum og lest svo með Listaskáldunum vondu. Er hægt að segja að þú hafir sótt í hópvinnu til að efla eigin sköpunargáfu? „Ég starfaði í raun og veru mjög lítið í þess- um hópum. Ég var með þeim og svo sá ég að miklu leyti um Súm-salinn með Magnúsi Tómassyni vegna þess að við vorum einu mennirnir úr hópnum sem voru á Íslandi og skiptumst því á að setja upp sýningar. En ég get ekki sagt að ég hafi starfað mjög mikið í SÚM hópnum. Það var líka það að ég drakk ekkert að ráði og þeir drukku mjög mikið. Og svo hef ég aldrei verið fyrir það að sitja á kaffi- húsum eða að vera að slæpast. Ég hef hvorki löngun né getu til þess.“ Fannst þér hópurinn ekki vera eins hug- myndafræðilegur og hann lagði upp með? „Nei, þeir voru eins og Íslendingar; þeir vildu ekki vera með neinar kenningar. Þetta var á margan hátt vinnuhópur eins og svo oft er hjá okkur Íslendingum. Það sem vantar í ís- lenska list er hið huglæga eða hugsun. Það er ekki nóg bara að starfa, og búa eitthvað til. Þetta er allt öðruvísi vinna en að vera að pæla kálgarð eða eitthvað þvíumlíkt. Íslendingar eru sífellt leitandi að einhverju sem þeir vita ekki hvað er. Og einna helst því að fá einhverja viðurkenningu. Það er það versta sem getur komið fyrir höfund á Íslandi, eða listamann – að fá viðurkenningu. Slæm er andúðin, en verri er viðurkenningin og hrósið. Vegna þess að þá ert þú alveg dauðadæmdur.“ Hef stundum áhyggjur af því hvað ég er lítið geðveikur En andúðin og gagnrýnin sem þú hefur orðið fyrir. Hefur hún haft áhrif eða latt þig á ein- hvern hátt? „Nei, það hafði nú ekki mjög mikil áhrif á mig. En ég varð auðvitað fyrir þessu. Ég hef stundum þurft að fara úr húsum vegna ágangs og í mörg ár var maður sem ætlaði að drepa mig. Ég hélt að það væri bara vitleysa – hann væri geðveikur – en það endaði með því að ég fór úr íbúð sem ég átti. Síðan kom hann þang- að og sagðist ætla að drepa mig og ég sagði honum að ég mætti ekki vera að því að tala við hann. Og þá fór hann út í garð og skaut sjálfan sig í staðinn fyrir að skjóta mig, því hann var með byssuleyfi. Og hann skaut sig úti í garði.“ Veistu af hverju? „Nei, það var engin leið að fá að vita það. Ég hringdi oft á lögregluna vegna ágangsins, ekki bara frá hans hendi heldur líka bræðrum hans og fjölskyldu. Annað hvort skáru þau á símann minn eða voru hringjandi allar nætur, hótandi að drepa mig og annað þvíumlíkt. Og ég fékk stundum lögregluna til mín, en hún gat ekki gert neitt eða vildi ekkert gera. Og þeir hjá símanum gerðu heldur ekki neitt. Þetta stóð yfir í þrjú ár. Og það er svo skrít- ið að þegar maður verður fyrir svona ágangi, árum saman – ég hafði orðið fyrir þessu áður – er eins og sjónin ruglist. Ég sé þennan mann allsstaðar. Alveg sama hvar ég var, hann var kominn. Þetta var eins og hið súrrealíska; eins og hann kæmi út úr engu. Og þá að ógna, og nú veit ég að hann er dáinn og kemur aldrei aftur á þessa jörð en engu að síður þá sé ég hann í öðrum.“ Þetta hlýtur að hafa farið alveg með sálar- lífið? „Ég get ekki sagt að þetta hafi farið alveg með sálarlífið vegna þess að ég hef það sterkt sálarlíf. Og ég hef stundum áhyggjur af því hvað ég er lítið geðveikur. Mér finnst það vera geðveiki að ég skuli ekki vera geðveikur. En ég ætlaði ekki að gefast upp. En þó var spilað allar nætur og enginn í húsinu þorði að gera neitt, eins og oft er. Og ég fór til lögregl- unnar og hún gerði ekki neitt. Ég fór í Húseig- endafélagið og það gerði ekki neitt. Ég fann eiturlyf og fór til lögreglunnar en hún gerði ekki neitt. Svo var ágangurinn orðinn svo mik- ill að ég fór. En réttur mannsins á Íslandi er enginn í raun og veru. Það er verið að tala um ágang og annað þvíumlíkt, en hinn raunverulegi réttur mannsins er enginn. Og einstaklingsins; ef þú ert kona þá getur þú farið í kvennaathvarfið. Ef að ég sagði fólki frá þessu þá hló það, vegna þess að því fannst þetta vera svo sniðugt. Einu sinni var lögreglan hjá mér og ég fékk hring- ingu, og ég bað lögregluþjóninn að taka sím- ann og hlusta á hvað maðurinn væri að segja. Þá var hann að hóta að drepa mig, en lögregl- an sagði: þetta er allt í lagi, hann er persónu- laus og það er verið að mana hann að gera þetta. En þetta kemur ekki frá honum sjálfum. Sagði þessi sálfræðingur hjá lögreglunni. Og síðan gerðist ekkert meira. Og það einkennilegasta er að svona menn skuli hafa byssuleyfi. Svo var skrifuð minning- argrein um hann, og þá var honum hrósað af einhverjum úr fjölskyldunni fyrir það hvað hann hefði verið góð skytta. Maður á erfitt með að skilja hvernig einhverjum dettur í hug að skrifa svona! Það hefði verið svo gaman að koma til hans, vegna þess að hann hefði alltaf spilað músík á fullu. Hann var að gera ein- hverja eiturkrossa á vegginn hjá mér, var með einhverjar dúkkur og alls konar galdravit- leysu. Klippa í sundur og reka hnífa í þær, segjandi að svona ætlaði hann að gera við mig og annað þvíumlíkt.“ Íslenskar frekjur Varðstu ekki varari um sjálfan þig í kjölfarið? Mildari í efnistökum eða samfélagsgagnrýni? „Nei, ég hef aldrei gert neitt í þá átt. Ég hef aldrei haft neina löngun til að koma til móts við samfélagið, verða vinsæll eða annað þvíumlíkt. Ég hef aldrei verið í stjórnmálaflokki eða studdur af neinum. Ég hef aldrei hrósað stjórnmálamanni eða flokki til að tryggja sölu eða markað.“ Og finnst þér það almennt eiga við um ís- lenska rithöfunda? „Já, þeir gera það allir! Og ég skil það mjög vel. Ég skil mjög vel að þeir skrifi fyrir flokk- inn, eða félaga sína, eða fyrir konuna vegna þess að hún er í einhverjum flokki. Ég skil það mjög vel, en það er bara ekki fyrir mig. Mín aðferð er í raun og veru hin evrópska aðferð. Þú ert bara þú og þín hugsun – þitt við- horf. Og ef þú þarft að standa einn, þá stend- urðu einn. Það er engin elíta á Íslandi. Í út- löndum er það oftast nær einhver elíta sem stendur á bakvið þig en það er ekki á Íslandi. Vegna þess að ef einhver er minni máttar þá ráðast allir á hann. En ef hann er fjöldi þá hjálpa þeir minnimáttar fjöldanum. En þeir skilja ekki einstaklinginn.“ Það hefur nú átt sér stað einhver elítumynd- un á Íslandi. Við eigum allavega peningamenn. Hvað um menningarviðleitni þeirra? „Hún er ekki til. Það kemur gífurlega mikið fé inn í landið, og í lok seinna stríðs kemur voðalega mikið af erlendri list á markað. Sér- staklega í myndlist. En enginn Íslendingur kaupir málverk. Þó að engin þjóð hafi átt jafn mikið reiðufé á þessum tíma og Íslendingar. Þeir keyptu bara bíla. Og margir af þessum mönnum voru menntamenn en þeir keyptu enga list. Ameríkanar keyptu þetta að mestu leyti. Það var þá til þess að gefa heimabæ sín- um. Og þess vegna eru til mörg góð bæjarsöfn í Bandaríkjunum. Þessir menn voru kannski af þýskum ættum og höfðu skyldum að gegna við heimabæinn. En hvar er skylda ríku mann- anna við heimabæinn á Íslandi, núna eða í stríðinu? Hún er engin. Bara í neyslunni. Og að vissu leyti í lágmenningunni, en þeir búa ekki til neitt stórkostlegt úr henni. Þú sérð til dæmis Max Ernst. Hann tekur lágmenning- arbókmenntir og býr til þessar súrrealísku myndir úr franskri lágmenningu. Og hefur þá lágmenninguna upp á miklu hærra svið. En þetta er allt í lagi hjá stórum þjóðum vegna þess að þetta kemur einhvern tímann upp. En samruni lágmenningar og hámenningar á Ís- landi mun aldrei verða uppgötvaður vegna þess að lágmenningin er ekki göfguð. En Max Ernst hann göfgar lágmenninguna. Það er nefnilega líka frjósemi í lágkúru og eyðileggingu. Guðinn Shiva er bæði sá sem eyðileggur og líka sá sem skapar. Og að miklu leyti færi ég þessa hugmynd yfir á Frey. Þó Freyr sé það að mörgu leyti ekki í eðli sínu. Og það er ekki að ástæðulausu að ég kalla Loka minn guð í Flateyjar-Frey, vegna þess að Loki þekkti undirheima og yfirheima. Þannig að hann getur farið úr lágmenningu og upp í há- menningu. En sá sem er fæddur í hámenningu, hann getur ekki farið yfir í lágmenningu. Það er mjög erfitt. Vegna þess að hann þarf að brjóta odd af oflæti sínu og alla þessa miklu byggingu sem er í hámenningunni.“ Eru þetta þá bara eintómar eftirmyndir á Íslandi? „Að miklu leyti er það þannig, og beinlínis bara taugaveiklun. Það er bara verið að búa til eitthvað og vera með læti. Eins og lítið barn sem er með læti og svo er látið undan. Bara til að fá frið fyrir krakkanum.“ Og finnst þér þá þeir sem láta hæst í menn- ingunni á Íslandi vera eins konar frekjur? „Já, þetta eru íslenskar frekjur. Eru með frekjulæti. Og það gengur mjög vel, vegna þess að það þorir enginn að segja hingað og ekki lengra. Það var hægt á meðan þetta var til hægri og vinstri. Þess vegna var kommúnism- inn mjög nauðsynlegur, þó að hann væri svona eins og hann var. Þeir þorðu að minnsta kosti. En nú er það ekki. Í dag sérðu þetta eins og skot hjá íslensku barni fyrir framan nammið. Það getur aldrei tekið ákvörðun um hvað það vill af namminu. Og ef það er búið að fá eitt namm, þá skiptir það um skoðun og vill ekki fá það namm. Og síðan er það á sveimi og í lokin tekur það ein- hverja ákvörðun vegna þess að það gefst upp á sjálfu sér. Þetta er bara þannig. Við erum bara svo þreytt að við gefumst upp á sjálfum okkur. Eins og barn sem er að fá nammi. Og mamman segir aldrei; taktu ákvörðun, hvað viltu?“ Finn mig ekki fyrir utan sjálfan mig Og hvernig lýsir þetta ístöðu- eða ákvörðunar- leysi sér hjá rithöfundum? „Það er til í listum sem ég kalla siðferði. Frá þínu fagurfræðilega eða siðferðilega sjónar- horni getur þú ekki skrifað á einhvern annan hátt en þú gerir. Þetta er siðfræði þinnar fag- urfræði. Þú skrifar ekki til þess að sanna að stíllinn hjá Hamsun sé lélegur. Þú skrifar þín eigin siðsyrði innan fagurfræðinnar og ert ekkert að hugsa um Hamsun – til þess annað hvort að bíta í hælinn á honum eða ekki. Og þetta á að vera þannig í listum. Þú bókstaflega getur ekki annað en notað þetta orð því að það er fagurfræðilega séð fallegt á þeim stað þar sem það er. Þó að það sé ljótt. Það er rétt á þessu andartaki, og síðan getur þú breytt um skoðun. Og höfundar gera það stundum, en stundum ekki. Til að mynda er alltaf verið að spyrja mig hvað ég hafi lært af suðuramerískum rithöf- undum, vegna þess að ég hef þýtt þá. Þeir hljóti að hafa gífurleg áhrif á mig og annað því- umlíkt. En mín fagurfræðilega ákvörðun er að skrifa ekki eins og þeir. Mig langar ekki til að skrifa eins og þeir. Ég hef þýtt verk eftir þá, en ég þrái ekkert að verða eins og þeir.“ Er þá ekki alltaf meira af Guðbergi Bergs- syni í þýðingum þínum, frekar en orðrétt af hinu upprunalega? „Nei, það er ekki hægt. En ég reyndi að komast inn í þeirra innsta kjarna. Og það gat tekið voðalega langan tíma. Það fyrsta sem ég þýddi, Lazarus frá Tormes, tók mig sex eða sjö ár. Þessa stuttu bók. Þá fannst mér ég vera kominn inní einhvern kjarna sem ég hafði bara í sambandi við þýðingar. En þetta var ekki minn kjarni. Minn kjarni veit ég í raun og veru ekki ennþá hver er. Og ég hef einhvern veginn á tilfinningunni að ég sé ekki enn byrjaður að vera rithöfundur. En ég verð það kannski þeg- ar ég verð áttræður. Það tekur mann voðalega langan tíma að finna sjálfan sig, ef maður gerir það og ef það er yfir höfuð æskilegt í listum.“ Hvers vegna hefur þú ekki skrifað eða gefið út meira af ljóðum? „Það er einhvern veginn þannig, sem er vandamál, að ég finn mig ekki fyrir utan sjálf- an mig. Ég gerði svo mikið af tilraunum á þessum tíma þegar ég skrifaði Flateyjar-Frey, en síðan varð það höfuðvandamálið að ég finn ekki sjálfan mig fyrir utan sjálfan mig. Mér finnst einhvern veginn að í ljóðlist þurfi að vera mjög skipulagður heimspekilegur bak- grunnur. Sem var í Flateyjar-Frey en ég finn ekkert áframhald á. Og þó veit ég ekki hvers vegna það ætti að vera svona mikil bygging, því yfirleitt eru ljóð óreiða. Sérstaklega nú- tímaljóð; frá Baudelaire kemur óreiðan inní ljóðið. En einhvern veginn er það hjá mér að mér finnst að það eigi að vera meiri heim- spekileg bygging í ljóðagerð en í skáldskap. Þetta er nú bara mitt persónulega vandamál. En það er ekki þar með sagt að ég yrki ekki. Ef ég gæti breytt mér í anda úr öðrum heimi þá myndi ég kannski birta ljóð, en ég hef ekki komist yfir á hærra svið ennþá.“ rri er viðurkenningin »Ég hef aldrei haft neina löngun til að koma til móts við samfélagið, verða vinsæll eða annað þvíumlíkt. Ég hef aldrei verið í stjórnmálaflokki eða studdur af neinum. Ég hef aldrei hrósað stjórnmála- manni eða flokki til að tryggja sölu eða markað. Flatey-Frey Útgefandi Martin Schmitz Ver- lag. Í þýskri þýðingu Hans Brückner með eft- irmála eftir Jón Bjarna Atlason. Bókin kostar 14,80 evrur og hægt er að panta hana hjá www.martin-schmitz-verlag.de. Höfundur er bókmenntafræðingur. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2008 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.