Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.2008, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.2008, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2008 7 Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Grace Jones er kúl. Það er eitt-hvað ósnertanlegt við hana, eitthvað geimverulegt. Það nægir að draga fram umslag þeirra platna sem hún gerði er hún reis hvað hæst sem popp- díva í upphafi ní- unda áratugarins til að sannfærast um þetta; augn- tillitið er tómt, kalt og fjarrænt – nánast illúðlegt enda eru „karl- menn hræddir við mig“ eins og hún segir sjálf. Tónlistarfréttaritari Lesbókar fagnaði því gríðarlega er honum barst til eyrna að von væri á nýrri plötu frá gyðjunni. Platan, sem inni- heldur spánýtt efni, kemur út í október og mun kallast Hurricane. Verður þetta fyrsta hljóðversplata Jones síðan Bulletproof Heart kom út árið 1989. Ekki var stætt á öðru en að Jones, sem er annálaður frekjuhundur (að eigin sögn) myndi upptökustýra sjálf, en henni til halds og trausts er Ivor Guest, upp- tökustjóri sem gekk einhverju sinni veg ástarinnar ásamt Jones. Gestir eru m.a. Brian Eno og Sly og Rob- bie. Spennandi!    Hin merka sveit Giant Sand ásér langa sögu, en rætur hennar liggja í hinni upprunalegu „Americana“-senu sem í gangi var um miðbik níunda áratugarins en þá fóru viðlíka sveit- ir og American Music Club, Thin White Rope, Green on Red, Blue Rodeo og The Long Ryd- ers mikinn. Giant Sand er í raun réttri eins manns sveit Howe nokk- urs Gelb og hefur ferill hennar verið afar tilkomumik- ill. Sérstaklega hefur verið haldið vel á spöðum undanfarin ár og nefna má meistarastykki eins og Chore of Enchantment (2000) og Is All Over The Map (2004) því til stuðnings. Gelb er þá ekki maður einhamur og verður líka að nefna gospelplötuna ’Sno Angel Like You sem hann gerði árið 2006 undir eig- in nafni ásamt kanadíska kórnum Voices of Praise. Alltént. Næsta plata Giant Sand er í pípunum og kemur út í septem- ber. Kallast hún Provisions og skartar miklu stjörnustóði; en Neko Case, M. Ward og Isobel Campbell koma öll við sögu ásamt líka Henri- ette Sennenvaldt, sem syngur með gæðasveitini dönsku Under Byen.    Sebastian Bach, fyrrum söng-spíra Skid Row, segist ekki ætla að taka við hljóðnemanum í Velvet Revolver, en þessi súber- grúppa sem er leidd af hinni vel hærðu gítarhetju Slash leitar nú logandi ljósi að arftaka Scott Weiland sem hætti í fússi á dögunum og fór aftur í faðm gömlu félagana í Stone Temple Pi- lots. Bach, sem var nefndur snemma til sögunnar sem hugs- anlegur söngvari, segir að náin vin- átta hans við Axl Rose aftri honum m.a. frá því að taka við kyndlinum en auk þess vilji hann einbeita sér að eigin tónlist. Hann staðfestir þó að Slash hafi rætt við hann um ann- ars konar samstarf en honum sé uppálagt að vera þögull sem gröfin um það verkefni eins og er. Bach verður á túr með Poison og Dokken í sumar og hefur í nógu að snúast, m.a. er samstarf við Jamie Jasta úr harðkjarnasveitinni Hatebreed í farvatninu. Þeir fiska sem róa. TÓNLIST Grace Jones Howe Gelb Sebastian Bach Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is Norður-írski tónlistarmaðurinn VanMorrison hefur verið lengi að; á síð-asta ári fagnaði hann því að 40 árværu liðin frá því að fyrsta sólóskífa hans kom út. Frá þeim tíma eru skífurnar orðnar býsna margar og ærið misjafnar, en það má Morr- ison þó eiga að hann hefur sent frá sér fleiri fram- úrskarandi skífur en flestir tónlistarmenn, ekki síst ef litið er til fyrstu fjögurra ára ferilsins þegar hann sendi frá sér hvert meistaraverkið á fætur öðru: Astral Weeks, Moondance, His Band and the Street Choir, Tupelo Honey, Saint Dominic’s Preview og Veedon Fleece – sex snilldarskífur á fjórum árum og geri aðrir betur. Van Morrison byrjaði söngferil sinn sem rytm- ablússöngvari en á sama tíma var hann leitandi að rétta tjáningarforminu. Segja má að hann hafi ekki fundið fjölina sína fyrr en hann áttaði sig á að á engan væri að treysta nema hann sjálfan, að plötuútgefendur voru ekki með annað í huga en eigin hagnað og kærðu sig lítt um listsköpun og listrænan þroska. Svo horfði það í það minnsta fyrir Morrison þegar hann hélt til Bandaríkjanna í annað sinn, að þessu sinni sjálfs síns herra með hagstæðan út- gáfusamning í höndunum. Í New York fékk hann síðan til liðs við sig djasstónlistarmenn og hljóð- ritaði fyrsta meistaraverk sitt, Astral Weeks, á tveimur dögum í september og október 1968. Næstu skífur Morrisons voru ekki síðri, til að mynda Moondance, His Band and the Street Cho- ir og Tupelo Honey. Í þeim öllum var sungið um æsku og ást, engin væmni en lögin voru gegnsýrð rómantík. Á skífunni sem hér er gerð að umtals- efni, Saint Dominic’s Preview, er þó minna um ást en því meira af tregaskotnum vangaveltum um líf- ið og tilveruna. Sjá til að mynda depurðina í þessu erindi titillags skífunnar: All the restaurant tables are completely covered And the record company has paid out for the wine You got ev’rything in the world you ever wanted And right about now your face should wear a smile ... And meanwhile we’re over on a 52nd Street apartment Socializing’ with the winos too Just to be here and get wet with the jet set But they was flyin’ too high to see my point of view Skýringin á treganum er nærtæk því sitthvað bjátaði á í einkalífinu um líkt leyti og skífan varð til. Morrison hélt þó sínu striki, stofnaði hljóm- sveit, Caledonia Soul Orchestra, til að fylgja plöt- unni eftir, en hálfu ári eftir að platan kom út leysti hann sveitina upp, skildi við eiginkonu sína og fluttist einn til Belfast. Í millitíðinni hljóðritaði hann aðra skífu, Hard Nose The Highway, sem kom út í ágúst 1973, en eiginlegt uppgjör hans við þennan tíma, skiln- aðinn og óvissuna, er á hinni frábæru plötu Vee- don Fleece sem kom út í október 1974. Saint Dominic’s Preview er hljóðrituð að mestu með sama teymi og tók upp Tupelo Honey, enda voru nokkur laganna tekin upp í sömu vinnulotu en Morrison hafði það fyrir sið á þeim tíma að æfa lögin nokkrum sinnum og láta fyrstu töku af söngnum standa. Til stendur að gefa skífuna út eftir nýju frum- eintaki og með aukalögum síðar á árinu, en það stendur til að endurgera allar plötur Morrisons með þessu móti á næstu mánuðum og árum. Tregi og depurð POPPKLASSÍK Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is M egnið af vínylplötunum mínum er enn þá í geymslu í Kópa- voginum eftir búferlaflutn- inga. Á dögunum þurfti að sækja nokkra kassa af bókum og þá – algerlega óvart – slæddist einn kassi af svarta gullinu með, merktur „B“. Fremst var forlátasafnplata með hinni stór- kostlegu B-52’s og ég væri vel til í að færa rök fyr- ir því að þar fari ein skrítnasta hljómsveit rokk- sögunnar. Hún fór óðar á fóninn. Þarna voru líka allar Bahaus-plöturnar mínar og Beach Boys og Bítlaplötur einnig. Ekki slæmt að einmitt þessi kassi rataði í skottið. Þarna voru líka nokkrar plötur með The Band; samnefnda brúna platan frá 1969, Stage Fright, Moondog Matinee, Islands og The Last Waltz. Eftir að B-52’s höfðu rúllað einu sinni eða tvisvar fór samnefnda Band-platan á fóninn og festist hún þar í nokkra daga. Fyrr en varði var ég djúpt sokkin í tónlist The Band og samfara því, í miklar pælingar um þessa merku sveit. Og þá einkanlega hvað varðaði píanóleik- arann Richard Manuel; virtúós sveitarinnar og þann meðlim sem var óneitanlega mesta náttúru- barnið í tónlist. Öll hljóðfæri léku í höndum hans en annað var með lífið sjálft en Manuel hengdi sig árið 1986, fjörutíu og tveggja ára að aldri. Bræðralag Meðlimir The Band voru undirleikarar hjá Bob Dylan á árunum 1965 og 1966, þá sem The Hawks og tóku þátt í því að gera allt vitlaust með raf- mögnuðum settum Dylans en þessi vonarstjarna amerískrar alþýðutónlistar var þá úthrópaður sem Júdas fyrir það að stinga gítarnum sínum í samband. Hljómsveitin tók einnig þátt í að taka upp lögin sem áttu síðar eftir að prýða hina merku plötu The Basement Tapes, en hinn virti rokk- fræðingur Greil Marcus skrifaði heila bók um þær upptökur (Invisible Republic). Þetta tvennt hefði tryggt The Band stóran skerf í annálum rokk- fræðanna en sveitin átti eftir að stíga fram sjálf að endingu og gera plötur sem teljast með því merk- asta í sögu rokksins. Fyrsta afurðin, Music from Big Pink (1968) vísar í hús það sem meðlimir leigðu sér nálægt Woodstock í New York-fylki. Þar bjuggu þeir saman, æfðu sig og æfðu og mynduðu með sér telepatískt samband sem á sér ekki hliðstæðu í rokksögunni. Það er einmitt þessi eiginleiki, frekar en sjálfar lagasmíðarnar, sem gera The Band svona merkilega. Að heyra hvern- ig sveitin spilar saman sem einn maður, í full- komnum samhljóm og einhverju sem best væri lýst sem innilegu bræðralagi. Trans Nú var samnefnda platan búin að rúlla út í það óendanlega og ég teygði mig því í Stage Fright, hina erfiðu „þriðju“ plötu sveitarinnar. Önnur hlið plötunnar opnar með laginu „The Shape I’m In“ búggískotnum rokkara sem sungin er af Richard Manuel – og það frábærlega. Þetta eina lag fór nú að rúlla stanslaust – aftur og aftur og aftur. Ég gat bara ekki fengið leið á því (og enn hlusta ég á það á fullu). Ég fór líka að hugsa meira um Manu- el, stöðu hans í sveitinni og sorgleg örlög hans. Fáir trúðu því þegar þeir heyrðu „Tears of Rage“, opnunarlag Music from Big Pink, að mjós- leginn kornungur Kanadabúi væri að syngja. Lag- ið er eftir Manuel sjálfan og Bob Dylan og inn- blásinn, voldug og sálarrík rödd Manuel, sem minnir óneitanlega á Ray Charles, er gjörsamlega óviðjafnanleg. Manuel var á margan hátt sál The Band. Þó að Robbie Robertsson sæi að mestu um lagasmíðarnar og hlutverk hinna, þeirra Levon Helm, Rick Danko og Garth Hudson væri að sönnu mikilvægt flæddi tónlistin einhvern veginn óheft úr Manuel og á sviði var hann í eins konar trans, einn og óskiptur í taumlausri innlifun og ástríðu. Eins og nærri má geta fór hér viðkvæm sál og brothætt. Það er merkilegt að sjá innslög Manuel í kvikmynd Scorsese, The Last Waltz, sem fjallar um kveðjutónleika The Band árið 1976 (myndin kom þó ekki út fyrr en 1978). Manuel lætur eigin- lega eins og fífl, slær öllu upp í léttúð en virðist um leið feiminn og óöruggur. Manuel stríddi (eðli- lega) við áfengis- og eiturlyfjafíkn og eftir að The Band lagði upp laupanna kom berlega í ljós að hann gat ekki fótað sig einn. Hann samdi ekki lengur tónlist og hann hafði ekki ráð eða rænu á að koma sólóferli í gang. Enginn virtist heldur kveikja á því að Manuel væri efni í slíkt en hér fór klárlega maður sem þurfti styrka handleiðslu um öngstræti bransans, eins og svo oft vill verða um viðlíka efnismenn. The Band kom saman aftur árið 1983 án Robertson en þá var Manuel þurr. Í janúar 1986 dó umboðsmaður sveitarinnar, Albert Grossman, en hann hafði verið Manuel sérstaklega kær. Manuel tók upp gamla siði í kjölfarið og eftir tón- leika í Flórída fór hann upp á hótelherbergi og kláraði síðustu Grand Marnier-flöskuna áður en hann brá snöru um hálsinn. Eina sólóplata Manuel, ef slíkt skyldi kalla, er þá ekki beint glæsilegur minnisvarði. Whispering Pines: Live at the Getaway inniheldur tvenna tón- leika sem voru teknir upp árið 1985 í litlum klúbbi í smábænum Saugerties í New York. Rödd Manu- el er ekki upp á marga fiska en verst er þó fárán- legt rafmagnspíanóið, sem gefur lögunum einkar sjoppulegan og óviðeigandi brag. Auðheyranlega Saga Manuel er að sönnu ekki einsdæmi og nöfn eins og Harry Nilsson, Steve Marriott og Frankie Lymon koma upp í hugann. Þeir eru miklu fleiri sem runnu til en þeir sem nú standa uppréttir. Það er hægt að vera kaldur og skoða þetta ein- faldlega sem lífsins gang en um leið er það svo sterkt í mönnum að hugsa: „Hvað ef?“. Það er ekki laust við að maður verði sorgmæddur þegar maður heyrir Richard Manuel syngja, hugsandi á þessum nótum, þegar hans ríku hæfileikar blasa svo augljóslega – og svo auðheyranlega – við. Manuel, ó Manuel … af hverju varð þetta að fara svona? Manuel, ó Manuel … Á þessu ári hafa óvenjumargir tónlistarmenn sem telja má undir lifandi goðsagnir sótt landann heim. Í nærfellt öllum tilvikum skópu þeir sér fyrst nafn á sjöunda áratugnum en hafa keyrt sinn feril síðan með misjöfnum árangri. Þeir John Fogerty, Bob Dylan, Paul Simon og Eric Clapton, sem er væntanlegur hingað til lands í ágúst, eiga það þó sameiginlegt að þeir hafa haldið velli. Og allir hafa þeir reynt sig við ný- sköpun, í mismiklum mæli, samfara því að dæla út slögurum yfir aðdáendur sem virðast stöðugt vera til staðar. Ellibelgjatal á vissulega rétt á sér upp að vissu marki en þessir menn eru a.m.k virkir, burtséð frá gæðum þess sem þeir hafa fram að færa. En margir samtíðarmenn þeirra eiga það ekki eins gott, eru annaðhvort dauðir, öllum gleymdir eða í sumum tilfellum, lifandi dauðir. Þeir eru margir sem einfaldlega meikuðu það ekki, klúðruðu öllu sem þeir áttu, skoluðu hæfileikum og gullslegnum tækifærum niður með áfengisslarki; óöruggir, óvissir og með svart ský yfir höfði. En hvar skilur á milli? Er þetta hending ein eða var þetta bundið í örlagaþræði þessara vesalings manna frá fyrsta degi? Meistarinn og Manuel Richard Manuel fylgist óræðum augum með Dylan tækla blaðamennina.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.