Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.2008, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.2008, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2008 13 Eftir Sigurð Þór Guðjónsson sigtor@internet.is ÍLesbókinni 7. júní skrifarGuðni Elísson um niðurstöðuralþjóðlegar skoðanakönnunar.Beðið var um álit á fullyrðing- unni: „Hækkun á hitastigi jarðar hef- ur nú þegar alvarleg áhrif á því svæði þar sem ég bý.“ Íslendingar voru eina þjóðin af 57 þar sem meirihluti lands- manna mótmælti fullyrðingunni, 59% voru henni ósammála, en 29% sam- mála. Guðni furðar sig á því hvað íslensk- ir fjölmiðlar sýndu niðurstöðunum lít- inn áhuga og kallar það sinnuleysi. „Er það ekki fréttnæmt að við erum heimsmethafar í loftslagsrósemi?“ Orðið „loftslagsrósemi“ er greinilega ekki hrósyrði hjá Guðna. Enda sakar hann Íslendinga um andvararleysi í loftslagsmálunum. Einnig veltir hann því fyrir sér hvernig Íslendingar hafi skilið full- yrðinguna en hún er í sjálfu sér auð- skilin. Lykilatriðið er það sem Guðni bendir á sjálfur að orðið „alvarlegar“ er mjög gildishlaðið, svo mjög að eng- inn Íslendingur mun skilja fullyrð- inguna öðruvísi en svo að hún merki alvarleg neikvæð áhrif loftslags- breytinga, sem þegar séu komin fram. Það samræmist einfaldlega ekki íslenskri málkennd að nota orða- lagið „alvarlegar“ um jákvæðar hita- breytingar. Aðeins var spurt um núverandi ástand, ekki hvað menn halda að kunni að verða í framtíðinni. Þegar Íslendingar brugðust við fullyrðing- unni voru þeir því bara að meta hvort hlýnun væri nú þegar farin að hafa al- varleg (skaðleg) áhrif á náttúrufar landsins, ekki t.d. félagsleg áhrif frá umheiminum. Þeir svöruðu því vita- skuld neitandi. Nokkur hlýnun í þessu kalda landi hefur auðvitað yfir- gnæfandi jákvæð áhrif. Svar Íslend- inga sýnir því einmitt hvað þeir eru í góðum tengslum við veðurfar lands- ins. Guðni segist hafa lagt niðurstöður könnunarinnar fyrir Halldór Björns- son, veðurfræðing. Hann á að hafa sagt „að skýringarnar á svörum ís- lensku þátttakendanna séu hugs- anlega þær að þótt það hafi hlýnað mikið hér á landi á síðustu tveimur áratugum“, hafi hlýnunin „gert lítið meira en jafna þá hlýnun sem varð á miðri tuttugustu öldinni“. Þetta sýni hversu stórar áratugasveiflurnar í veðri eru hér á landi og að enn sem komið „feli þær hnattrænu hlýnunina nokkuð vel“. Halldór leggur þó áherslu á að merkið um hnattrænu hlýnunina megi finna í íslenskum hitaröðum ef vel sé að gáð. Þetta breytir því ekki að sú hlýnun sem orðið hefur á undanförnum tveimur áratugum hafi „haft mikil áhrif á vist- kerfi og gróður hér á landi. Svo ekki sé minnst á hop jökla“. Halldór telur því að hægt sé að svara fullyrðingu Gallup bæði játandi og neitandi út frá vistrænum sjónarmiðum, „eftir því hvernig á hana er litið“. Ekki sést það samhengi sem hin tilvitnuðu orð Halldórs eru tekin úr. Eitt er að hlýnun hafi „haft mikil áhrif á vistkerfi og gróður hér á landi. Svo ekki sé minnst á hop jökla“, ann- að að áhrifin nú þegar séu fremur al- varlega skaðleg en jákvæð í heild. Ég trúi því ekki að það sé í rauninni meining Halldórs. Ekki er til dæmis hægt að telja hop jökla skaðlegt í sjálfu sér. Það eru reyndar nokkur ár síðan veðurfræðingar lásu það af íslenskum hitaröðum að hlýnun hér frá miðri 19. öld er svipuð og á heimsvísu, 0,6 stig. En það er ýmislegt fleira merkilegt sem sést í hitaröðunum. Eftir mikið hlýindaskeið sem stóð frá því upp úr 1920 og fram á árið 1965 fór að kólna og náði kólnunin há- marki kringum 1980. Ársmeðalhitinn í Reykjavík árið 1979 er sá lægsti frá 1892. Hitafar áranna fyrir og um 1980 var því miklu kaldara en var á hlý- indaskeiðinu. Ársmeðalhitinn 1961- 1990 var 0,6 stigum kaldari í Reykja- vík en áranna 1931-1960. Það var frá þessu mikla kuldaástandi sem fór að hlýna. Það er vissulega rétt að síðustu tíu árin saman í Reykjavík eru hlýjustu tíu ár sem hægt er að finna að árs- meðalhita, 5,18 stig. Einnig á Akur- eyri en munurinn þar og á árunum 1932/1941 er eiginlega enginn. Í Reykjavík hafa hins vegar aðeins tíu árin 1996/2005, 1997/2006 og 1998/ 2007 meðalhita yfir fimm stigum (5,11, 5,15, 5,18) en aftur á móti höfðu tíu árin 1932/1941 og áfram alveg til áranna 1939/1948, að undateknum ár- unum 1935/1944 (4,95) meira en fimm stiga meðalhita og aftur 1955/1964 og 1956/1965. Ef við tökum svo meðal- hita tuttugu ára saman í Reykjavík sést að tímabilin alveg samfellt frá 1922/1941 og áfram til 1946/1965 eru hlýrri en síðustu tuttugu ár. Eftir 1965 fór hitafarið svo að hrynja. Ef við skoðum svo loks þrjátíu ára rað- meðaltöl sjáum við að hitastigið er hæst árin 1932/1961, 4,96 stig. Það heldur svo áfram að falla jafnt og þétt þar til botninum er náð 1967/1996, 4,20 stig. Síðan fór að hlýna og árs- meðalhiti síðustu 30 ára í Reykjavík er 4,53 stig. Það er enn langt frá með- allaginu 1931-1960. Hitaritið sýnir að það fór ekki að hlýna almennilega fyrr en eftir 1996. Áhrif þessara miklu hitasveifla, jákvæð í hlýindum, neikvæð í kuldum, fóru auðvitað ekki framhjá Íslendingum. Vitneskjan um þær og tilfinningin Viðbrögðin sýna aðeins meðvitund um þetta: Sú hlýnun sem orðið hefur síðustu tuttugu ár í mesta lagi, en þó fremur tólf síðustu árin, er hvorki meiri né langvinnari en svo að við höfum haft reynslu af öðru eins á 20. öld án þess að nokkur gögn hafi á þeim tíma bent til að hún hafi valdið „alvarlegum“ (skaðlegum) áhrifum. Þvert á móti sáu menn að hún hafði góð áhrif á líf- ríkið. Það sama hlýtur að gilda um hlýnun síðustu ára á þessum tiltekna tímapunkti. Í grein sinni skýtur Guðni yfir markið. Rökfærsla hans sýnir einfaldlega ekki það sem hann ætlar henni að sýna: „efahyggju“ Ís- lendinga í neikvæðum skilningi og „andvararleysi“ þeirra með tilheyr- andi „sinnuleysi“ fjölmiðla um hugs- anlega skaðlegar loftslagsbreytingar sem komi fram í viðbrögðum þjóð- arinnar við fullyrðingunni. Við- brögðin sýna þvert á móti skynsam- legt og raunsætt mat á íslensku veðurfari. Raunsæ 59% Greinarhöfundur telur að Guðni Elísson hafi skotið yfir markið í fjöl- miðlapistli Lesbókar þar sem hann leggur út af niðurstöðu könnunar á viðbrögðum Íslendinga við þeirri fullyrðingu að hækkun á hitastigi jarðar hafi nú þegar alvarleg áhrif á því svæði þar sem ég bý. Rök- færsla sýnir ekki „efahyggju“ Ís- lendinga í neikvæðum skilningi og „andvararleysi“ þeirra með tilheyr- andi „sinnuleysi“ fjölmiðla um hugs- anlega skaðlegar loftslagsbreyt- ingar sem komi fram í viðbrögðum þjóðarinnar við fullyrðingunni. » Það hefði verið skilj- anlegt ef áhyggjur Guðna væru bundnar við það hve lítið fjöl- miðlar ræddu um könn- unina en hann er ekki síður hneykslaður á niðurstöðunni sjálfri, að 59% landsmanna telja að hækkun hitastigs hafi ekki valdið hér alvarlegum áhrifum. Höfundur er áhugamaður um veðurfar. fyrir þeim kemur auðvitað fram í við- brögðum Íslendinga við fullyrðing- unni og ber að gleðjast yfir því ágæta náttúruskyni sem þar birtist. Og nú kemur aðalatriðið og til þess hef ég nefnt þessar tölur: Hefði ein- hver spurt Íslendinga árin 1948 eða 1965 hvort hlýindi undanfarin ár og áratugi hefðu haft alvarleg (skaðleg) áhrif hefðu menn ekki skilið hvað hann var að fara. Hin jákvæðu áhrif hlýnunar umfram hin neikvæðu voru öllum of augljós. Það var þess vegna rétt mat hjá fjölmiðlum að gera ekki óþarfaveður út af niðurstöðum könn- unarinnar. Hún er svo sjálfsögð. Það hefði verið skiljanlegt ef áhyggjur Guðna væru bundnar við það hve lítið fjölmiðlar ræddu um könnunina en hann er ekki síður hneykslaður á niðurstöðunni sjálfri, að 59% landsmanna telja að hækkun hitastigs hafi ekki valdið hér alvar- legum áhrifum. Það gengur hins veg- ar ekki upp að nota 59% viðbrögðin út af fyrir sig sem sönnun á andvara- leysi Íslendinga eða efahyggju um áhrif loftslagshlýnunar í framtíðinni.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.