Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.2008, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.2008, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2008 11 Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is Mál og menning sendir nú frá sérnýja og endurbætta útgáfu af Sögustöðum Íslands eftir Örn Sig- urðsson. Í bókinni er greint frá öll- um helstu sögustöðum landsins, frá landnámsöld til vorra daga. Bent er á staði þar sem atburðir úr Íslendingasögum eða þjóðsögum gerðust, sem og atvik úr Íslands- sögunni. Auk þess er staldrað við staði þar sem voveiflegir atburðir eða sögulegir hafa átt sér stað og þjóðkunnir menn vaxið úr grasi. Sögustaðirnir eru rúmlega 280 talsins og er vísað til þeirra á kortum. Texti bókarinnar er á íslensku, ensku og þýsku og hún er skreytt fjölda teikninga og ljós- mynda.    Á ferðum um Ísland eru áfanga-staðir misvel þekktir og vinsæl- ir. Marga þekkja allir landsmenn og sumir staðanna eru meira að segja heimsfrægir – og þar hafa viðkomu flestir þeir sem ferðast um land- ið, hvert sem þjóðerni þeirra er. En landið býr yfir mörgum leyndarmálum. Sumir staðir leynast bak við eina setningu í bókum; aðrir fela sig í munnlegri geymd heimamanna. 101 Ísland: Áfangastaðir í alfara- leið er vegahandbók. Hér er vísað til vegar á 101 stað í alfaraleið við þjóð- vegi landsins. Ýmist er lesandinn leiddur á staði sem fram að þessu hafa verið á fárra vitorði eða að sýndar eru nýjar hliðar á vinsælum áfangastöðum. Bókin er prýdd fjölda litmynda og kort vísa til vegar á alla áfangastað- ina. Páll Ásgeir Ásgeirsson er útivist- armaður og ferðabókahöfundur. Eftir hann eru m.a. bækurnar Há- lendishandbókin, Gönguleiðir, Úti- vistarbókin, Bíll og bakpoki og Hornstrandir.    Villibörn heitir ný skáldsaga eftirBjörn Þorláksson sem Tindur gefur út. Í kynningartexta er sagt að bókin takist á við stærstu spurningu íslensks samtíma. Bókin fjallar um fólk í sveit sem stendur óvænt frammi fyrir nýjum tækifærum. En þau gætu kostað sitt.    Bókaútgáfan Hólar hefur gefið útbókina Viðurnefni í Vest- mannaeyjum eftir Sigurgeir Jóns- son. Í bókinni eru hátt á sjöunda hundrað viðurnefna úr Vestmanna- eyjum. Saga og tilurð viðurnefnanna eru tilgreind í flestum tilvikum. Sum þessara viðurnefna eru aldagömul en önnur nýrri af nálinni. Hver var ástæða þess að menn fengu viður- nefni á borð við Guðjón flækingur, Ingimundur 111, Einar dínó, Arnar sprell, Sigga sprettur, Jón alýfát og Jói rúsína? Guðjón Ólafsson frá Gíslholti í Vestmannaeyjum hefur mynd- skreytt bókina.    Um hríð hefur bókin Þjóðsögurvið þjóðveginn eftir Jón R. Hjálmarsson verið uppseld í bóka- búðum landsins. Forlagið gefur hana út að nýju en nú í kilju. Enska útgáfa bókarinnar gengur undir heit- inu A Travelleŕs Guide to Icelandic Folk Tales. Hér hefur verið safnað saman á einn stað um 60 þjóðsögum sem raðað er eftir vegakerfi landsins en ekki eftir tegund eins og venja er. BÆKUR Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is Bókmenntagagnrýnandi New York Tim-es, Holly Brubach, heldur því fram aðþað þurfi alveg sérstaka manngerð tilþess að hafa gaman af því að leika golf. Það er sennilega rétt. Og það er hugsanlega líka rétt hjá Holly að Carl Hiaasen er ekki sú mann- gerð. Hann hefur skrifað skrýtnar skáldsögur og skemmtilegar, eins og Strip Tease, Skinny Dip og Nature Girl, en nýjasta bókin hans er senni- lega einna skrýtnust og alveg örugglega sú skemmtilegasta, hún heitir The Downhill Lie og fjallar um golf. Sagan sem hann segir í The Downhill Lie: A Hacker’s Return to a Ruinous Sport er hins veg- ar ekki jafn framandleg lesendum hans og sög- urnar sem hann segir í skáldsögum sínum um alls konar glæpona, svikara, potara og skriðdýr af öðru tagi. Að minnsta kosti þeir sem reynt hafa golf eiga eftir að sjá sjálfa sig í lýsingum Hi- aasens á fjölda misheppnaðra golfhögga sinna. Hann hóf golfiðkun ungur til þess að geta eytt einhverjum tíma með föður sínum. Hann var of ungur til þess að átta sig á því að þessi íþrótt hæfði alls ekki skapgerð hans. Golf krefst óhóf- legs skammts af þolinmæði og bjartsýni sem Hi- aasen bjó ekki yfir þá og gerir ekki enn. Hann gafst reyndar fljótlega upp. Eftir að hafa leikið sinn besta hring árið 1973, tvítugur að aldri, hætti hann. Hringinn hafði hann leikið á 88 högg- um. 32 árum síðar tekur hann kólfanna fram á ný, bjartsýnni en nokkru sinni. Slæmu höggin eru enn á sínum stað. En í þetta skipti heldur hann dagbók þar sem hann skráir framfarir sínar jafnt sem ófarir, punktar niður heiti á nýjum útbúnaði sem kominn er til sögunnar eins og blendingsins sem einnig gengur undir heitinu björgunarkylfa og ætti að koma honum vel. Hiaasen uppgötvar það smátt og smátt að hann er með fullkomnunaráráttu. Hann fer til golfkennara sem segir honum að dræverinn hans sé of stífur. „Ekki finnst eiginkonunni það“, galar þá kunningi hans, en Hiaasen er ekki skemmt. Nýi dræverinn lengir vissulega upphafshöggin en slæsið verður líka enn meira þegar sá gállinn er á honum. Allt reynir þetta meira á sálarlífið en Hiaasen kann að meta. Hann verður að við- urkenna að hann er ekki rétta manngerðin í þetta sport. Þolinmæði og bjartsýni eykst ekki á sex- tugsaldri. Fullkomnunaráráttan lýsir sér til dæmis í því að við hvert misheppnað högg fer Hiaasen að leita að orsökum og leitin beinist fyrr eða síðar inn á við, enda hvergi annars staðar hægt að leita í raun og veru, golf er einstaklingsíþrótt, það er ekki hægt að kenna neinum öðrum um. Hiaasen er líka einfari, eins og margir rithöfundar, og vill því helst leika golf aleinn. Þegar lélegu höggin hrannast upp virðist hvert og eitt þeirra í augum Hiaasens birtingarmynd karakterbrests. Í handbók um golf finnur Hiaasen ráðleggingu frá þekktum golfsálfræðingi (en sú stétt er vissu- lega til): „Á fyrsta teig á kylfingur eingöngu að hafa tvennt í huga: Að skemmta sér og að ein- beita sér að einu höggi í einu.“ Allir virðast sam- mála um þetta, nema Hiaasen. Vinur hans sam- þykkir að taka þátt í móti með honum með því skilyrði að hann reyni að hafa gaman af því. Eig- inkona hans og sonur hafa nýlega tekið upp golf- iðkun og hafa gaman af. Sjálfur veit hann enn ekki hvort honum þyki golf skemmtileg íþrótt. „Golf er að mörgu leyti eins og bókmenntaskrif, mjög gefandi þegar vel gengur en að öðru leyti hreinasta pína.“ Rétt er að benda kylfingum á tvær aðrar bæk- ur. The Mysterious Montague: A True Tale of Hollywood, Golf, and Armed Robbery heitir bók um þjófinn John Montague sem var fæddur árið 1903 og gerðist kylfingur þegar hann uppgötvaði að hann hafði sérstaka hæfileika til að galdra fram ótrúlegustu högg. Hann sló til dæmis að meðaltali 270 metra upphafshögg en það var gríðarlangt á sínum tíma. Hann vann líka Bing Crosby, sem var afbragðskylfingur, í keppni þar sem leikarinn lék með golfsettinu sínu en Mon- tague með skóflu, hrífu og lófunum. Skáldsagan The Franchise Babe eftir Dan Jenkins segir svo frá íþróttafréttaritara sem skrifar um atvinnumótaröðina í Bandaríkjunum. Hvernig er hægt að skrifa skáldsögu um það? spyr ég nú bara. Golf er eins og bókmenntaskrif ERINDI »Hiaasen er líka einfari, eins og margir rithöfundar, og vill því helst leika golf aleinn. Þegar lélegu höggin hrannast upp virð- ist hvert og eitt þeirra í augum Hiaasens birtingarmynd karakt- erbrests. Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is B andaríska ljóðskáldið Charles Bu- kowski (1920-1994) er sennilega eitt af áhrifamestu skáldum síð- ustu aldar. Sumir munu draga þessa fullyrðingu í efa, en þótt ekki væri fyrir annað en fjölmarg- ar þýðingar á ljóðum Bukowski þá mætti telja hann meðal útbreiddustu skálda. Hann hefur til dæmis verið þýddur á öll evrópsk tungumál, þar á meðal á íslensku. En það er ekki síst hinn sterki, einfaldi, hrái, grái tónn sem hafði áhrif. Og líferni skáldsins og lífsviðhorf. Bukowski var utangarðsmaður, barrotta, hélst illa í vinnu, rakst illa í hópi, lýttur í andliti eftir hrikalegar graftarbólur gelgjuskeiðsins. Hann orti um utangarðslífið, depurðina, fylliríið, ein- semdina, kvennafarið, dauðann. Ljósin voru ekki mörg. Bukowski var sonur þýskra foreldra sem fluttu með soninn til Ameríku á fyrri hluta síðustu aldar. Faðirinn barði hann og móður hans. Hann segir í einu ljóði að faðir sinn hafi alltaf viljað verða ríkur og fyrst slíkur maður vildi verða ríkur vildi Bu- kowski sjálfur verða fátækur róni. Kannski var Bukowski – og er enn – svo vinsæll og áhrifamikill vegna þess að hann var fulltrúi þess sem fór úrskeiðis í uppganginum eftir seinna stríð í Bandaríkjunum. Eða fulltrúi þeirra sem uppgangurinn fór algjörlega framhjá, fulltrúi þess sem ævinlega fer úrskeiðis og mun ævinlega fara á mis við þjóðfélagslegan og efnahagslegan upp- gang. En það er líka þessi hreini tónn innan um allan skítinn sem heillar, þessi einfalda, einlæga og beinskeytta tjáning á því hvernig fólki, sem hefur ekkert nema þörfina til þess að lifa og tala, líður. Beint á ská Fyrir skömmu kom út bókin Að kveikja sér í vindli og önnur ljóð sem inniheldur þýðingar Hall- bergs Hallmundssonar á nokkrum ljóðum eftir Charles Bukowski. Hallberg er ekki fyrstur til að þýða Bukowski á íslensku. Jón Kalman Stefáns- son hefur að minnsta kosti þýtt nokkur ljóða hans sem birtust í Tímariti Bjarts og frú Emilíu (1992 og 1996). Þýðingar Hallbergs eru ágætar á köflum en standast ekki samanburð við þýðingar Jóns Kalmans – tónninn verður annar en í frumtext- anum. Þegar Bukowski er blátt áfram verður Hall- berg stundum upphafinn og jafnvel óljós. Ljóðið Alone With Everybody endar með þessum línum: the city dumps fill the junkyards fill the madhouses fill the hospitals fill the graveyards fill nothing else fills. Í þýðingu Hallbergs verður þetta svona: sorphaugarnir fyllast upp skranportin fyllast upp vitfirringahælin fyllast upp spítalarnir fyllast upp grafreitirnir fyllast upp ekkert annað uppfyllist. Augljóst er að Hallberg hefur látið freistast af leik að orðinu „uppfyllast“ hér en það á sér enga samsvörun í frumtexta og orðalagið „að fyllast upp“ hljómar hátíðlega ef ekki ankannalega. Þegar Bukowski yrkir saknaðarljóð til Jane, konunnar sem hann elskaði líklega mest allra, þá notar hann orð sem eru ekki líkleg til þess að draga athyglina frá tilfinningunni sem hann er að orða. Það eru alls engar vífilengjur frekar en vanalega í ljóðum Bukowskis: „when you left/you took almost/everything,“ segir hann, hún tók næstum allt. En Hallberg þýðir: „þegar þú fórst/ hafðirðu hér um bil allt/á brott með þér.“ Og þegar Bukowski yrkir um föður sinn, mann- inn sem hann hataði líklega mest allra, þá notar hann líka orð sem eru ekki líkleg til þess að draga athyglina frá tilfinningunni sem hann er að orða. Hann segir til dæmis: „so caught between my fat- her and the bums/I had no place to go/and I went there fast and slow.“ Sem verður í þýðingu Hall- bergs: „svo með pabba á aðra hönd og rónana á hina/hafði ég í ekkert hús að venda/og venti þang- að sem hraðast.“ Orðmyndin „venti“ stingur í stúf í ljóði eftir Bukowski. Og rýmið er líka betra og áreynslulausara í frumtextanum. Þetta „svo“ í byrjun truflar mig líka. Nokkru fyrr í þessu ljóði má sjá enska smitun í íslensku Hallbergs eins og víðar í þýðingunum: „and the Russians will be in our backyard next!“ verður: „og næst verða Rússarnir komnir í bak- garðinn okkar!“ Beinar þýðingar af þessu tagi eru nokkrar í bókinni. Útvarp situr til dæmis á þaki vegna þess að í frumtexta er einmitt það sagt, og hljómar eðlilega: „and the radio would sit there on the roof“. Og í ljóðinu Metamorphosis segir Bu- kowski: „now I sit in all this perfection“ sem verð- ur í beinni þýðingu: „nú sit ég mitt í allri þessari fullkomnun.“ Leiðin að einfaldri íslenskri þýðingu er ekki endilega einföld. Það virðist liggja beinast við get- ur endað á ská. Klakklaust? Hallberg Hallmundsson hefur þýtt nokkur banda- rísk ljóðskáld á undanförnum áður og gefið út hjá útgáfu sinni Brú. Bukowski er áttunda skáldið en hin eru Stephen Crane, Emily Dickinson, Sylvia Plath, Mark Strand, Wallace Stevens, Charles Si- mic og Ted Kooser. Allt eru þetta frábær skáld en það þarf líka frábærar þýðingar til þess að koma þeim klakklaust til skila á íslensku. Bukowski í beinni Hallberg Hallmundsson hefur sent frá sér þýð- ingar á nokkrum ljóðum eftir bandaríska skáldið Charles Bukowski. Nokkuð skortir upp á að þýð- ingarnar standist ýtrustu kröfur. Þær eru vissu- lega beinar en enda kannski líka þess vegna nokkuð á ská. Bukowski Leiðin ekki alltaf einföld.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.