Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.2008, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 05.07.2008, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 5. JÚLÍ 2008 MORGUNBLAÐIÐ lesbók Eftir Ásgeir H Ingólfsson asgeirhi@mbl.is Í Hotel Rwanda útskýrði Oliver of-ursti (Nick Nolte) skeytingar- leysi Vesturlandabúa gagnvart voðaverkum í Afríku á afdráttar- lausan hátt: „Þú ert svartur, þú ert ekki einu sinni niggari, þú ert Afríkubúi.“ Þessi stigskipting kyn- þáttafordóma er eitt aðalþema The Visitor, nýrr- ar myndar Todd McCarthy, sem vakti þónokkra athygli fyrir The Station Agent. Myndin fjallar um Walter, miðaldra mann sem kemur heim í lítt notaða aukaíbúð sína í New York og finnur þar par sem bæði eru ólöglegir inn- flytjendur, hann frá Sýrlandi og hún frá Senegal. En í stað þess að henda þeim út þá tekst með þremenning- unum ólíkleg vinátta, sem reynir sannarlega á þegar útlendingaeftir- litið kemst á snoðir um parið, en sér- staklega lendir hinn Sýrlenski Tarek í hremmingum verandi dökkleitur arabi. Í kjölfarið kemur móðir Ta- reks í heimsókn og í á meðan þau reyna að fá soninn lausan úr prís- undinni blómstrar giska ólíkleg ást. Með hlutverk Walters fer karakter- leikarann Richard Jenkins, sem margir þekkja eflaust best sem látna föðurinn í Six Feet Under, en hann var um síðustu helgi valinn besti leikarinn á kvikmyndahátíðinni í Moskvu fyrir hlutverk sitt í mynd- inni. Þau Haaz Sleiman, Danai Ja- kesai Gurira og Hiam Abbass fara með önnur helstu hlutverk.    Nú þegar Bond er á leiðinni afturí bíó (fyrsta stiklan fyrir Quantum of Solace fór í umferð á netinu í vikunni) þá keppast menn beggja vegna Atlantsála við að gera grín af alþjóð- legum ofurnjósn- urum. Steve Car- rell og Anne Hathaway eru í helstu hlut- verkum í Get Smart, endur- gerð samnefndra sjónvarpsþátta, en í Frakklandi hefur hins vegar OSS 117 verið einhver stærsta mynd ársins, en númer 117 er kynntur sem hinn franski Bond og aðalleikarinn Jean Dujardin sver sig meira í ætt við útgáfu Sean Connery af njósn- aranum frækna en nokkur arftaki hans hefur gert í hinni eiginlegu Bond-seríu. Hins vegar þykir ádeil- an í þessari gamanmynd ansi beitt, en nýlendustefna Frakka og afskipti Vesturlanda í Mið-Austurlöndum fá rækilega á baukinn.    Nú þegar EM er búið geta knatt-spyrnuáhugamenn glaðst yfir því að það styttist í HM heimilis- lausra, en ólíkt hinni heimsmeistara- keppninni er þessi árlega. Hins veg- ar breytast liðin oftast mikið á milli keppna þar sem þátttak- endum hefur oft gengið nokkuð vel að komast af götunni í kjölfar mótsins og eru því ekki lengur löglegir í næstu keppni. Mótið er hugarfóstur Skotans Mel Smith og Austurríkismannsins Harald Schmied. Það var fyrst haldið árið 2003 og verður haldið í Melbourne í Ástralíu í vetur þar sem Skotar munu reyna að verja titil sinn. Nú er væntanleg heimildarmynd um mótið 2006 þar sem fylgt er eftir sjö heimilislausum leikmönnum frá jafnmörgum löndum. Í úrslitum mættust Rússland og Kasakstan, en eftir leikinn hófst svo baráttan fyrir nýju lífi. Írski götustrákurinn Colin Farrell er sögumaður myndarinnar. KVIKMYNDIR Richard Jenkins Colin Farrell Jean Dujardin Eftir Björn Þór Vilhjálmsson vilhjalmsson@wisc.edu Áöld aðgengisins og nálægðarinnar, átíma mettunardreifingar og hnatt-ræns markaðar, niðurhals og spila-stokka, eru menningarafurðir allt að því organískur hluti af daglegu lífi. Við erum með kvikmyndir í símanum okkar, útvarpsþætti í iPoddinum, og sjónvarpsþætti í ferðaspil- aranum. Breytt tækni– og viðtökuumhverfi mótar hvernig maður nálgast kvikmyndir og hvar þær eru fáanlegar. Það kann jafnvel að móta framleiðslu og gerð kvikmyndanna sjálfra. En tæknistuðullinn mótar líka hvaða hluti kvik- myndalandslagsins er sýnilegur og hvaða minn- isvarðar um fortíðina eru hafðir í hávegum. Þannig eru valkostirnir stundum færri en mað- ur skyldi í fyrstu ætla. Lítum fyrst á augljósustu merkin um breyt- inguna á kvikmyndaneyslu heimilanna. Færsl- una frá vídeói til DVD. Flestar betri „vídeóleigur“ hafa skipt út lager sínum af myndböndum og tekið DVD-myndir inn í staðinn. Þær myndbandaleigur sem enn hafa vídeómyndir á boðstólnum leigja þær ekki heldur selja á hundraðkall. Þetta er að sumu leyti ágætt enda yfirburðir mynddiska augljósir og áhuginn á myndbandsspólum hefur farið mjög minnkandi. Sá galli er þó á fyrirkomulag- inu að mikið efni var á árum áður gefið út á myndbandi sem aldrei hefur skilað sér á DVD, og með úreldingu spólunnar er hætt við að hluti þessa efnis hverfi okkur sjónum, að minnsta kosti tímabundið. Nú þegar betrumbætta Blue- ray tæknin vísar veginn að næstu kynslóð mynddiska má gera ráð fyrir að bæði hægist á DVD útgáfu og kvikmyndafyrirtæki, í stað þess að standa að útgáfu á sjaldséðari verkum, verji orku sinni að mestu leyti í að fleyta meg- instraumnum áfram inn á hærra tæknistig. Þetta þýðir að í stað þess að unnið sé að því að fylla í eyður verður enn róttækari munur á milli þess sem er til (eða var einu sinni til) á mynd- bandi og þess sem verður til á Blue-ray. Nú bý ég í London og fáir myndu kvarta yfir kvikmyndamenningunni þar á bæ. Þegar kemur að heimilisneyslu er þó stundum sem maður eigi í fá skjól að venda. Í stórum bæjarhlutum er ekkert að finna nema ömurlegar Blockbuster vídeóleigur þar sem skammtímaminnið ræður ríkjum, sem og blinda fyrir kvikmyndafram- leiðslu annarra landa en Bandaríkjanna. Nú hafa vissulega sprottið upp fyrirtæki í Englandi sem líkja eftir viðskiptamódeli hinnar amerísku myndveitu Netflix, þ.e.a.s. hafa bækistöðvar á netinu og dreifa sér með pósti, og hefur þar að mörgu leyti átt sér stað gagnger bylting. Gall- inn á þessu fyrirkomulagi er hins vegar sá að úrvalið hjá myndveitum af þessu tagi er enn takmarkað þegar komið er út fyrir strendur Bandaríkjanna. Þá er stundum sem um aðeins of mikla skuldbindingu sé að ræða af hálfu neytenda þegar gengið er í viðskiptasamband við þessi fyrirtæki. Ef maður vill nálgast eina tiltekna mynd á tilteknu kvöldi án þess að borga áskrift fyrir mánuðinn eru manni allar bjargir bannaðar. Rafræn miðlun í gegnum sjónvarp og tölvur er hins vegar spennandi möguleiki, einkum þegar boðið er upp á gagna- banka af vissri stærðargráðu. Þarna, og í int- ernet-streymi á borð við það sem hið banda- ríska Netflix býður áskrifendum þegar upp á, liggur e.t.v. framtíðin. Þá er hægt að binda von- ir við að veffyrirtæki á borð við Reframe (re- framecollection.org), sem haldið er úti af Tri- beca kvikmyndastofnuninni og hefur að markmiði að koma áleiðis jaðar– og neðanjarð- arefni, myndum sem jafnvel hafa aðeins verið til á filmum í söfnum, og myndum sem hafa orð- ið eftir í tæknibyltingunni og eru aðeins til á myndbandi, muni vinna gegn þeirri hneigð að fylgifiskur tækniframfara sé einsleitni og miðjumoð. Öld aðgengisins? SJÓNARHORN » Veffyrirtækið Reframe hefur að markmiði að koma áleiðis jaðar– og neðanjarðarefni, myndum sem jafnvel hafa aðeins verið til á filmum í söfnum Eftir Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@heimsnet.is O liver Stone verður seint sakaður um að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Eftir að hinn liðlega sextugi leikstjóri var bú- inn að vinna sig upp úr hvers- dagslegum B-myndum við upp- haf ferilsins, fór hann að láta að sér kveða og beitti sér óspart í umdeildum málaflokkum í þjóðfélagsumræðunni. Hann barðist í Víetnam- stríðinu og gerði athyglisverðan myndbálk um reynslu sína í þeim umdeildu átökum. Stone hafði reyndar fyrst vakið athygli fyrir Salvador (’86), sem er í hópi minnisstæðustu stríðs- ádeilna. Hann er kjarkmikill en mistækur og viðfangsefnin eru úr öllum áttum, ein besta myndin hans fjallar t.d. um goðsögnina Jim Morrison og hljómsveitina The Doors (’91). Óþarft er að kynna Stone fyrir lesendum, það er jafnan mikið umtal, spenna og ólík skoðanaskipti kringum öll hans verk. Nokkrar af áhrifaríkustu myndum hans hafa fjallað um æðstu ráðamenn í heimalandinu: John F. Ken- nedy í JFK (’91) og Richard M. Nixon í Nixon (’95), og nú er röðin komin að sitjandi forseta, og einum þeim umdeildasta, George W. Bush. Kjörið verkefni fyrir leikstjórann, sem kallar verkið einfaldlega W. Um þessar mundir er Stone að leggja síð- ustu hönd á kvikmyndatökurnar, sem hafa far- ið að miklu leyti fram í suðurríkinu Louisiana. W spannar nokkra áratugi og hefst fyrir for- setatíð föður hans, George Bush. Myndin er sögð margslungið drama um persónulega, stjórnmálalega og sálfræðilega þróunarsögu forsetans frá því hann var ungur námsmaður fram til nútímans. Kvisast hefur út innihald at- riðis þar sem feðgarnir eru að rabba saman rétt fyrir Flóastríðið svokallaða og er það talið gefa hugmynd um innihaldið. James Cromwell leikur Bush eldri, en Josh Brolin mannar hlut- verk sonarins George W. Atriðið sem um ræðir á sér stað um 1990 og þeir Stone og handritshöfundurinn Stanley Wi- ser (Wall Stret) leggja þeim orð í munn en um- ræðuefnið er Saddam Hussein (sem Bush eldri var að fara að berja á í Kúveit). „Þú verður að standa við bakið á honum eða koma honum á kné, eins og þú afgreiddir No- riega“, segir sá yngri. Gamli Bush er ekki jafn ákveðinn; „Þú veist að ég hef alltaf viljað halda aðskildum persónulegum tilfinningum og stjórnmálum. En hvað Saddam varðar er ekki hægt að þola árásarhneigð hans. Við getum ekki leyft þessum dverg-einræðisherra að stjórna fjórðungi af olíuframleiðslunni í heim- inum.“ Hér er faðir að útskýra á einfaldan hátt gang mála fyrir syni sínum, en margbrotið og náið samband feðganna telur Stone undir- stöðuatriði í pólitískri stefnumörkun þess yngri. Eftir opinská, dramatísk verk á borð við Salvador, Born on the 4th of July. Platoon o.fl. hefur Stone verið áberandi sem einn pólitísk- asti kvikmyndagerðarmaður samtímans. Sem langvarandi stuðningsmaður Demókrata (hann studdi Barack Obama gegn Hillary Clinton í forkosningunum sem var að ljúka) hefur Stone ýmist verið leikstjóra kyndugastur eða sá inn- blásnasti við að skrásetja lífshlaup fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Hver sem útkoman verður hefur róður Sto- nes fyrir myndinni verið þungur og iðnaðurinn ýmist með henni eða á móti. Sem fyrr er Stone umdeildastur manna, aukinheldur hafa ævi- sögulegar kvikmyndir ekki átt upp á pallborðið að undanförnu. Viðkvæmt efnið fældi frá eina þrjá dreifingaraðila og nokkra leikara frá aðal- hlutverkum feðganna. Samt sem áður er inni- haldið flokkað sem skáldverk um raunveruleg- ar persónur frekar en sögulegar staðreyndir. „Við erum að leika með eigin skoðanir og fyrirfram mótuðu hugmyndir okkar um mann- inn“, hefur Stone látið hafa eftir sér . W er ekki myndin sem Stone hugðist vinna að í ár heldur Pinkville, enn eitt afturhvarf leikstjórans til Víetnam. Þar ætlar hann sér að svipta dulunni af einu ljótasta hneykslismáli stríðsins, fjöldamorðunum sem kennd eru við bæinn My Lai, og áttu sér stað árið 1968. Ör- fáum dögum áður en tökurnar áttu að hefjast og hluti leiktjaldanna var tilbúinn dró aðalleik- arinn, Bruce Willis, sig í hlé. Hann var ósáttur við mörg atriði í handritinu og þar sem verk- fall handritshöfunda var yfirvofandi á þeim tímapunkti, varð ekkert úr framkvæmdum að sinni. Stone velti talsvert fyrir sér að fá Nicol- as Cage til að fara með aðalhlutverkið, en áhugi dreifingaraðilans, United Artists, var þrotinn. Kvikmyndaverið var nýbúið að tapa stórfé á annarri stríðsmynd, Lions for Lambs, og hélt að sér höndum, ekki síst vegna hrika- legs ofbeldis í Pinkville. Stone situr aldrei auðum höndum og eftir miklar bollaleggingar ákváðu þeir Stone, Wei- ser og framleiðandinn, Moritz Borman (World Trade Center), að nú væri rétti tíminn til að gera mynd um forsetann, en myndin verður frumsýnd um það leyti sem forsetakosning- arnar ríða yfir þjóðina. Þá kom babb í bátinn, komið var fram á árið 2008, og enginn fannst framleiðandinn. Ef þessi tvö nöfn, Stone og Bush, eru tengd saman er ekki hjá því komist að menn geri sér fyrirfram ákveðnar hugmyndir um innihaldið og sitt sýnist hverjum. En mönnum var einnig hugsað til World Trade Center, næstu myndar leikstjórans á undan. Þegar Stone tilkynnti að árásin á Tvíburaturnana yrði hans næsta verk- efni fór hávær mótmælaalda um Bandaríkin. Stone og 11. september! Kom ekki til greina. Í stuttu máli varð raunin allt önnur, gagnrýnis- raddirnar þögnuðu á frumsýningardegi og myndin varð stærsta kassastykki leikstjórans í áraraðir Menn bíða því spenntir eftir W; verður hún góð eða vond, það kemur í ljós í októberlok. Eitt er víst, hún verður umdeild. Stone glímir við George W. Kvikmyndaleikstjórinn Oliver Stone er þekktur fyrir beinskeyttar ádeilur, George W. Bush er næsta skotmark. Reuters Oliver Stone gerir mynd um Bush Ef þessi tvö nöfn, Stone og Bush, eru tengd saman, er ekki hjá því komist að menn geri sér fyrirfram ákveðnar hugmyndir um innihaldið og sitt sýnist hverjum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.