Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.2008, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.2008, Page 1
Laugardagur 20. 9. 2008 81. árg. lesbók HINIR HUGLAUSU GUNNAR STEFÁNSSON SEGIR HÖFUNDA SEM GAGNRÝNA KLASSÍSKAR BÆKUR Í SKJÓLI NAFNLEYSIS HUGLAUSA » 16 Atli Heimir Sveinsson lætur þúsund blóm blómstra » 4 Morgunblaðið/KristinnÁ jarðsprengjusvæði Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur segist vera á jarðsprengjusvæði þegar hún skrifar fyrir börn og unglinga. » 12 Eftir Þröst Helgason throstur@mbl.is Fá íslensk ljóðskáld eru um-fram allt ljóðskáld. Flest ís-lensk ljóðskáld hafa snúiðsér að einhverju öðru og síðan haft ljóðið svona meðfram. Ein af mikilvægum undantekningum frá þessari reglu – en vonandi er þetta þó ekki regla – er Sigurður Pálsson. Hann er umfram allt ljóðskáld og virðist gangast glaður við því hlut- verki. Útgefandi Sigurðar hefur einnig tekið því hlutskipti sínu að gefa út skáld sem er fyrst og fremst ljóðskáld með glöðu geði. Útgefandinn hefur til dæmis sýnt það í verki með því að endurútgefa ljóða- bækur Sigurðar. Fyrstu þrjár bæk- ur Sigurðar komu þannig út í einu safni undir heitinu Ljóð vega safn árið 1996 og nú er næsti þríleikur Sigurðar kominn út á einni bók sem heitir Ljóðnámusafn. Hún inniheldur bækurnar Ljóð námu land (1985), Ljóð námu menn (1988) og Ljóð námu völd (1990). Eins og ljóðaáhugafólk veit hefur Sigurður gefið út fjóra ljóðaþríleiki og raunar hafið þann fimmta. Von- andi er það ætlunin hjá útgefand- anum að gefa út alla þríleikina í safnbókum af þessu tagi. Einn galli er á útgáfu þessara fyrstu tveggja safnbóka, þær eru ákaf- lega ólíkar. Brotið er annað og fyrri bókin var innbundin harð- spjaldabók en sú síðari er kilja sem líkist reyndar engri ljóðabók Sigurðar. Fyrir þá sem safna bókum Sigurðar er þetta galli. En innihaldið svíkur auðvitað eng- an. Hvernig væri til dæmis að reyna Nokkrar verklegar æfingar í at- burðaskáldskap eftir Sigurð: „Fara inn í Reykjavíkur Apótek og biðja um venjulega herraklippingu. Leggja áherslu á að hún eigi bara að vera venjuleg ef bið verður á þjónustu.“ Umfram allt ljóðskáld Sigurður Pálsson Ljóðskáld. Morgunblaðið/Kristinn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.