Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1931, Page 4

Náttúrufræðingurinn - 1931, Page 4
146 nAttúrufr. og varð það hans bani. Díana varð mjög sorgbitin yfir dauða unnusta síns, og með bænum sínum fékk hún því til vegar komið hjá guðunum, að Orion var fenginn staður á himnin- um, og á hann þar heimkynni síðan, búinn skreyttum veiði- klæðum og vopnum, og fylgja honum þar veiðihundar hans tveir. — Til eru fleiri útgáfur af sögunni um Orion, eftir rithöf- unda fornaldarinnar, og segja sumar öðruvísi frá. En eigi verður sá sögumunur rakinn hér. Nú vík eg máli mínu til barna og unglinga, sem gaman hafa af slíkum æfintýrum, og spyr þau, hvort þau treysti sér til að finna Orion á himninum. Orion er af mörgum talinn fegursta stjörnumerkið á himninum, enda er hann skreyttur stórum og björtum stjörn- um. Má eigi minna vera, en að hver unglingur, sem kominn er til vits, þekki þetta stjörnumerki, og viti, hvar þess er að leita meðal stjarnanna. Myndin af Orion hér á undan, ætti að létta leitina. En til frekari leiðbeiningar og uppörfunar, ætla eg að taka hér upp nánari lýsingu af honum, eftir erlendan mann, stjörnu- fróðan: ,,Það er mið jólanótt. Á himninum í suðurátt sjáum vér Orion veiðimann í allri sinni dýrð. í hægri hendi hefir hann kylfu að vopni. Á vinstri handlegg ber hann Ijónsfeld sem skjöld. Hann er girtur sverðfetli eða belti með þremur glitr- andi stjömum*, liggur stefnulína þeirra annarsvegar upp á við í áttina til Aldebarans (augans í Nautinu), en hinsvegar niður á við til Síríus, konungs stjarnanna, sem kalla mætti sól sóln- anna. Yið beltið er fest sverð hans, sem einnig er skreytt stjörn- um. Yfir öxlum hans liggur bjart stjörnutraf yfir himininn; það er Vetrarbrautin. Betelgeuze, rauðblikandi stjarna, ljómar á hægri öxl hans, en á hinni vinstri blikar Bellatrix. Á vinstri fæti hefir hann bjarta stjörnu, Rigel, að ristarskrauti. Hátt á himni, í norðaustri frá höfði Orions, eru Himin- Tvíburarnir. Niður frá þeim Prókyon í Litla-Hundinum, sem er annar förunautur Orions á veiðiför, en heimkynni hins er þar á himninum, sem Sirius er. Nálega beint upp af höfði Orions, hátt á lofti, blikar Kapella (Capella) eða Kauyamannastjaman í Beltisstjörnur Orions eru neí’ndar „Fjósakonur* ‘ á ís'landi.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.