Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1931, Side 5

Náttúrufræðingurinn - 1931, Side 5
NÁTTÚRUFR. 147 merki Ökumannsins; er hun að stærð talin jafningi 4 þúsund sólna. — Yið fætur Orions rennur Hérinn. Orion er í vígahug og hefir kylfuna á lofti; þó gefur hann héranum engar gætur. Hann er búinn við árás úr norðvesturátt, og beinir allri sinni athygli þangað. Þar glóir augað á Nautinu (Aldebaran). Naut- ið hefir sett undir sig höfuðið, og otar hornunum yfir höfði hans. Hefir Orion brugðið upp Ijónsfeldinum, til að bera af sér lögin, og er viðbúinn að löðrunga nautið með kylfunni“. Um miðnæturskeið jólanæturinnar, er þessi fríða stjörnu- fylking í hásuðri. En hún nær fyr og fyr á kvöldin hásuðri á himninum, eftir því, sem lengra líður á vetur. Munar það hér um bil 2 klst. á hverjum mánuði, sem líður frá jólum. Órion er heldur lágt á lofti, og sézt því líka af suðurhveli jarðar. En þar snýr hann höfði niður. Stjörnur þær, sem hæst eru settar í himninum, ganga aldrei undir. Þær væru sýnilegar allan sólarhringinn, ef ekki hamlaði dagsbirtan. Svo er eigi um Orion. Hann kemur upp í austri, færist yfir himininn, og gengur undir í vestri, eins og bæði sólin og tunglið. Hér læt eg staðar numið að sinni. Vænti eg, að nóg sé sagt, til þess að unglingarnir, sem þessi grein er ætluð, geti fundið Órion, og orðið kunningjar hans. Þá hafa þeir þó aflað sér nokk- urrar þekkingar á himni. En fari svo, sem eg vona, að þeir vilji forvitnast þar um meira og heimsækja fleiri himinbúa, hafa þeir eignast góðan leiðsögumann, þar sem Orion er. Hann er kunnugur þar efra, og getur vísað þeim rétta leið til margra annara stjarna og stjörnumerkja. Og ungum manni er mikið traust að fylgd svo frækins veiðimanns, sem er vel búinn að vopnum. Ekki sízt, þegar hann má búast við, að bæði Ijón og birnir verði á vegi hans þar efra. G. G. B. Málmur í skeíjum. Sumarið 1930, dvaldi eg 3. vikna tíma á Eyrarbakka. Og af því eg hafði ekkert fyrir stafni, datt mér í hug, að athuga, hvort ekki finndust hreinir (metaliskir) málmar í sandinum við sjóinn. í lið með mér fekk eg hr. Odd Oddsson gullsmið og síma- stjóra,, sem er mjög hneigður fyrir rannsóknir á því sviði og 10:,:

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.