Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1931, Page 8

Náttúrufræðingurinn - 1931, Page 8
150 NÁTTÚRUFR. lausnina með saltpéturssýru kom fram, að greinilegur gullvott- ur var í korninu. Á þennan hátt var eg búinn að finna alla þrjá málmana í hraungrjótinu sem eg fann upphaflega í svarta sandinum aust- an við Þvottaklett á Eyrarbakka. Á Eyrarbakka, sem liggur fyrir opnu hafi, er mjög brimasamt og skergarðurinn víðáttu- mikill, er því sýnilegt, að sjávaraldan smá sverfir utan af skerj- unum, og flytur svo sandinn inn í lónin og í land. Málmkornin sem losna úr skerjunum fylgja þá með að nokkru leyti, en sumt af kornunum virðist skelin draga til sín. Hvernig skeljarnar, bæði ungar og gamlar, fara að því, að leysa kornin upp og fella þau aftur sem samfeldan hreinan málm utan á sig, mun verða ráðgáta fyrir flestum. Framhalds athuganir. Nú þótti mér fróðlegt að vita, hvort það væru einsdæmi hér á landi, að málmar fyndust í skeljum á Eyrarbakka. Eg útvegaði mér því skeljar frá þessum stöðum: 1. Frá Brekku á Hvalfjarðarströnd: Kræklingaskeljar.. 2. Frá Effersey við Reykjavík: Öðuskeljar. 3. Frá Skutulsey á Mýrum: Öðuskeljar. 4. Frá Vestmannaeyjum: a) Smáar kræklingaskeljar. b) Sársmáar kúskeljar, hvítar og brúnar um 2 cm. á hvern veg. c) Stóra kufunga. 5. Frá Hafnarfirði: a) Kræklingaskeljar, sem vaxið hafa inni í höfninni. b) Kúskeljar, sem grafnar voru upp úr höfninni. c) Öðuskeljar, teknar utan hafnarinnar, fyrir utan svo- nefndan Fiskaklett. 6. Frá Akranesi: Öðuskeljar. 7. Frá Grjótnesi á Sléttu: Kúskeljar. 8. Frá Kálfatjörn: Öðuskeljar. Niðurstaðan varð sú, að í skeljunum nr. 1, frá Brekku,. reyndist enginn málmur. I skeljunum nr. 2, úr Effersey var heldur enginn málmur. í skeljunum nr. 3, frá Skutulsey var eng- inn málmur. I skeljunum nr. 4, frá Vestmannaeyjum reyndist. málmurinn þannig: í a) talsvert vismút bæði hvít og gullgul korn. í b) smáu kúskeljunum bæði hvítum og brúnum var dálít— ið af hvítum smáum vismútkornum, en í stóru kufungunum:

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.