Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1931, Page 23

Náttúrufræðingurinn - 1931, Page 23
NÁTTÚRUFR. 165 foreldranna, en þó töluvert frábrugðinn fullorðnum fiski í ýmsu tilliti, eins og sést á meðfylgjandi mynd af honum, borið saman við myndina af fullorðnum fiski (Innra-Hólms-fiskinum). Hann var því sem næst óskaddaður, þó var brotið dálítið af bakugg- anum, stór rifa hægra megin á kviðnum og innýfli og augu úr honum. Munurinn er einkum sá, að roðið á seiðinu er þunnt, álíka Tnnglfisksseiði úr Grindavík. og á skötu, og slétt, þar sem roðið á fullorðnum fiski er mjög þykkt (líkt og hvelja á grásleppu) og alsett smáum beinkörtum, nema við allar uggaræturnar, þar sem það verður að láta und- an hreyfingum ugganna. Þetta þykkva roð er líka á stöku ugg- unum á fullorðnum fiskum, en á seiðum er það þunnt á öllum uggum, svo að vel markar fyrir öllum geislum þeirra og sporð- uggaröndin er ekki farin að fá þann laufaskurð á sig, sem hún hefir að lokum, af vikum þeim, sem inn í hana ganga. Ekki er heldur neitt bein í snjáldrinu, né í rönd neðra skoltsins, kippkorn fyrir neðan munninn, eins og á fullorðna fiskinum, en tannaskafl- inn er fullmyndaður. Tunglfiskurinn er suðrænn úthafs- og uppsjávar-fiskur, sem slangrar víða, og gýtur víst úti á reginhafi. Til nýgotinna seið- anna sést lítið; þau eru há og stutt og sett broddum eða körtum, sem þau svo fella, þegar }>au fara að fá á sig mynd foreldranna, en lítið vita menn um, hvenær það verður, og eins um vöxt þeirra og aldur. Þegar þau koma inn að löndum, eru þau orðin nokkuð

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.