Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2007, Blaðsíða 5

Náttúrufræðingurinn - 2007, Blaðsíða 5
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags yngri systur hefðu látist. Faðir hans lést nokkrum árum síðar og stóð þá Bergþór uppi munaðarlaus. I minnisstæðu viðtali í Lesbók Morgunblaðsins árið 2000 rifjaði Bergþór þessa atburði upp og lýsti því hvernig honum voru færðar fréttirnar um að hann hefði misst móður sína og systur og að heimili hans væri horfið og hvernig hann var síðan skilinn eftir einn til að átta sig á þessu. „Haukur bróðir minn fékk í jólagjöf bókina „Gróður", I. bindi í ritsafninu Vestfirðir. Okkur þykir báðum gaman að athuga grös og lesa grasafræði. Söfnuðum við því dálitlu af plöntum síðastliðið sum- ar. í „Gróður" sé ég, að höfundur telur, að þekking fræðimanna á hágróðri Stranda sé af skornum skammti. Ég vil því gerast svo djarfur að biðja Nátt- úrufræðinginn fyrir stuttan Flórulista héðan úr ná- grenninu." Svona byrjar fyrsta fræðigrein Bergþórs á sviði grasafræði en hún birtist í Náttúrufræðingnum (16. árgangi) árið 1946. Þá var Bergþór 13 ára. Þrátt fyrir að öll ytri skilyrði væru honum andsnúin braust hann til mennta, bláfátækur og munaðarlaus sveita- pilturinn, og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1954 og prófi í forspjallsvísindum frá Háskóla íslands árið 1955. Eftir það hélt hann utan til frekara náms í grasafræði. Fyrst lagði hann leið sína í Göttingenháskóla í Þýskalandi. Þar mun hafa verið fremur ódýrt að læra á þessum árum og þangað fóru fleiri íslenskir stúdentar til náms í grasafræði, Helgi Hallgrímsson um svipað leyti og Bergþór og seinna Hörður Kristinsson. Bergþór lauk fyrrihlutaprófi í Göttingen árið 1957. Hann hafði þá ákveðið að ein- beita sér að mosum og flutti sig því um set til Noregs og hélt áfram námi og rannsóknum undir leiðsögn mosafræðingsins Per Stormer við Oslóarháskóla. Þaðan lauk hann cand.rer.nat.-prófi árið 1964. Áður en Bergþór hélt utan hafði hann fest ráð sitt og kvænst Dóru Jakobsdóttur (f. 29. maí 1938), dóttur Jakobs Guðjohnsens, síðar rafmagnsstjóra í Reykja- vík, og Ellý Hedwig Guðjohnsens (f. Nowottnick). Þau eignuðust fjórar dætur: Kolbrúnu bókmennta- fræðing (f. 1957), Brynhildi rekstrarhagfræðing (f. 1958), Ásdísi kerfisfræðing (f. 1967) og Önnu tölvu- og kerfisfræðing (f. 1977). Bergþór vann allan sinn starfsaldur á Náttúru- fræðistofnun íslands, fyrst og fremst að rannsóknum á íslenskum mosum en lagði þó gjörva hönd á ýmis- legt fleira í islenskum grasarannsóknum. Hann vann til dæmis mikilsvert starf við kerfisfræði íslenskra undafífla. Greining og flokkun undafífla er erfið þar sem þeir fjölga sér ekki með kynæxlun heldur svo- kallaðri geldæxlun. Slíkir plöntuhópar einkeimast jafnan af miklum innbyrðis breytileika en ávallt er álitamál hversu langt á að ganga við að telja undir- hópa til sérstakra tegunda. Áður höfðu verið unnin tvö flokkunarkerfi fyrir íslenska undafífla þar sem næstum 200 tegundir höfðu verið greindar. Bergþór einfaldaði flokkunarkerfið mjög og fækkaði tegund- um. Er nú ávallt stuðst við kerfi hans. Áður en Bergþór hóf rannsóknir sínar um miðjan sjöunda áratuginn höfðu erlendir grasafræðingar safnað og greint nokkuð af mosum frá Islandi. Þá munu hafa verið um 1300 eintök af mosum í vísinda- safni Náttúrufræðistofnunar en voru orðin um 44.000 þegar hann féll frá. Bergþór Jóhannsson er fyrsti og eini íslendingurinn sem hefur helgað sig rannsóknum á mosum. Mosar eru smávaxnar og einfaldar plöntur sem almenningur veitir oft litla athygli en mikilvægi þeirra og hlutdeild í gróðri eykst þegar komið er á norðlægar slóðir. Mosar eru reyndar sérstaklega áberandi á íslandi, enda þrífast þeir vel í svölu og röku loftslagi. Hér vaxa fleiri tegundir mosa (ríflega 600) en blómplantna (ríflega 440) og hinar víðáttu- miklu mosavöxnu hraunbreiður á Suður- og Suð- vesturlandi eru afar óvenjuleg vistkerfi sem óvíða eru til annars staðar. Tegundagreining mosa er miklu erfiðari en greining háplantna og ekki nema á færi sérfræðinga. Þar sem Bergþór var alla tíð eini mosasérfræðingur landsins hvíldi á honum ómæld þjónustuvinna við að greina eintök sem safnað var af öðrum við hinar margvíslegustu rannsóknir. Þær innti hann af hendi með þeirri ljúfmennsku og vand- virkni sem einkenndi öll hans störf. Það verk sem halda mun nafni Bergþórs á lofti um ókomin ár er íslenska mosaflóran sem kom út í 21 bindi, hið síðasta árið 2003. Hún er hið mikla ævi- starf Bergþórs. Svo að segja öll vinna við hana, frá söfnun og greiningu, til prentaðrar útgáfu (þar með taldar smásjárteikningar og útlitslýsingar) hvíldi á herðum Bergþórs. Hann bjó til íslensk nöfn á allar íslenskar mosategundir, sem fæstar báru alþýðuheiti fyrir. Bergþór vandaði mjög til nafngiftanna og fyrsta hefti mosaflórunnar fylgdi rökstuðningur og útskýring á ættkvíslaheitum. í framlagi hans liggur líka miklu meiri sjálfstæð greiningarvinna en hjá flestum öðrum sem lagt hafa skerf til lýsingar á flóru og fánu íslands. Mosaflóra Bergþórs er þrekvirki og þess fá dæmi, að minnsta kosti innan nútíma líffræði, að slíkt verk sé borið uppi af einum manni. Með mosaflórunni skipar Bergþór sér framarlega í fámennan hóp frumkvöðla í rannsóknum og lýsingu á íslenskri náttúru, þar sem nafn eins manns er órjúf- anlega tengt upphafi og grunnvinnu á heilu fræðasviði. Á mörgum sviðum var þessi grunnur lagður snemma á 20. öld. Má t.d. nefna jarðfræðiupp- drátt Þorvalds Thoroddsens (1901), rit Bjarna 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.