Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2007, Síða 55

Náttúrufræðingurinn - 2007, Síða 55
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags mælst eitur í skelfiski af völdum skoruþörunga sem vaxa aðallega að sumrinu og fram á haust.19,31 Um er að ræða PSP-eitrun (paralytic shell- fish poisoning) af völdum Alexandri- íí/íz-tegunda og DSP-eitrun (diarr- hetic shellfish poisoning) af völdum Dinophysis-tegunda. Kísilþörungar af ættkvíslinni Pseudo-nitzschia geta valdið ASP-eitrun (amnesic shellfish poisoning).30 Eitrun af völdum kísil- þörunga hefur ekki mælst í skelfiski hér við land en tegundir sem geta valdið ASP-eitrun finnast í sjónum við ísland. Efniviður og aðferðir Yfirborðssýnum til talninga á svif- þörungum og til mælinga á næring- arefnum var safnað um það bil vikulega frá miðjum febrúar 2000 og fram í miðjan nóvember sama ár á einni stöð úti fyrir bænum Brekku 9. mynd. Niðurstöður mælinga á næringarefnum, seltu og blaðgrænu íyfirborðslögum íMjóafirðifrá 15.febrúar til 13. nóvember 2000, a) nítrat, b) kísill, c) blaðgræna, d) selta, e) ammóníak, f) fosfat, g) uppleyst lífrænt nitur og h) uppleystur lífrænn fosfór. - Nutrients and chlorophyll concentrations and salinity at the surface of Mjóifjörður from February 15th to November 13th 2000; a) nitrate, b) sil- icate, c) chlorophyll, d) salinity, e) ammonia,f) phosphate, g) dissolved organic nitrogen and h) dissolved organic phosphorous. 55

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.