Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2007, Side 29

Náttúrufræðingurinn - 2007, Side 29
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 7. mynd. A) Nærmynd af brotabergi með ásýnd 11 í vestari opnunni við Brekkuá. Greina má stærð og lögun kantaðra hnullunga. Brota- bergið tilheyrir ásýndarhópi F og er talið hafa sest til í strandumhverfi. B) Hluti afaustari Giljatunguopnunni; nærmynd sem sýnir kol- efnisríkan siltstein með ásýnd 10 er tilheyrir ásýndarhóp E. Neðan siltsteinsins er lóðgreindur sandsteinn með ásýnd 4 og ofan hans er þunnt sandsteinslag af sömu gerð og svo harða bergbrotstúffið með ásýnd 12. C) Nærmynd aftúffi með brotabergi með ásýnd 12 frá Gilja- tungu (austuropna); greina má vikur- og gjallmola sem dreifast óreglulega um setið og við nákvæma skoðun má greina Ijósleita díla. D) Hluti af vestari opnunni við Brekkuá, hér má sjá grófkorna túff með mislægum laufblöðum sem stendur út þar sem það er harðgerðara og veðrast hægar en ofaná- og undirliggjandi siltsteinn. Þetta túfflag er að finna bæði í strandseti og djiipvatnsseti lægðarinnar og er vel rekjanlegt á milli opna. E) Ösku-/gjóskulag með ásýnd 15, lagið er mjög þunnt, nokkrir millímetrar og mest um 1,5 cm á þykkt. Kornin sem mynda ösku-/gjóskulagið eru grófari en siltstemninn í kring og áberandi er hvað þau eru ummynduð. F) Glerkennt túff með ásýnd 14 frá Gitjatungu (vesturopna). Túffið er mjög glansandi, hefur glerjaða áferð og brotnar með hvössum hornum og glerhljóði. í túffiþessu eru víða kolaðir og kísilrunnir trjádrumbar. - A-F close-ups of sediments from diffcrent profiles showing many ofthefacies identified. 29

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.