Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2007, Blaðsíða 56

Náttúrufræðingurinn - 2007, Blaðsíða 56
Náttúrufræðingurinn í Mjóafirði (2. mynd), alls í 33 skipti. Sýnin voru tekin með 5 lítra sjótaka og notuð til efnagreininga á ammóníaki, fosfati, nítrati og kísli í upplausn og til greininga á heildar- styrk fosfór- og nitursambanda í upplausn, ásamt sýnum til blað- grænumælinga, talninga og grein- inga á svifþörungum. Auk þessa voru tekin háfsýni niður á um það bil 5 m dýpi með 20 pm svifþör- ungaháfi til nákvæmari tegunda- greininga á svifþörungum. Niðurstöður Næringarefni Vegna efnaveðrunar landsins er styrkur kísils í ferskvatni hærri en í sjó hér við land.32 Styrkur kísils í ám sem falla til sjávar á Austurlandi er allt að 20 sinnum hærri en í strand- sjónum, en meðalkísilstyrkur í ám sem falla til sjávar á Austurlandi er 110-162 pmól/lítra en styrkur kísils í strandsjó úti fyrir Austurlandi er breytilegur eftir árstíma, um 7 pmól/lítra um hávetur og 0,5-2 pmól/lítra um sumar.33'34 Við blönd- un ferskvatns og sjávar hækkar því kísilstyrkurinn mjög í sjónum en seltan lækkar við blöndunina. Línu- legt samband fæst því milli seltu sjávarins og kísilstyrks (9. mynd b & d) ef einungis blöndun hefur áhrif á kísilstyrkinn og seltuna. Á athugunartímabilinu voru flest sýn- anna með háa seltu en ferskvatns- áhrif voru greinanleg snemma vors og fram á sumar með háum kísil- styrk og lágri seltu. Fram til 15. maí er kísilstyrkur frekar stöðugur, rúmlega 10 pmól/lítra að meðaltali. Stöðugar viðbætur eru af kísli í fjörðinn með árvatni en þrátt fyrir landrænar uppsprettur varð lækk- un í styrk hans vegna kísilþörunga- vaxtar yfir sumartímann og varð styrkurinn minni en 1 pmól/lítra í eitt skipti, þann 14. ágúst. Síðari hluta vetrar (febrúar-apríl) var nítratstyrkur hár og stöðugur, 8,5±0,3 pmól/lítra, þar til 15. maí er hann lækkaði mjög snögglega og eftir það var nítrat vart mælanlegt 56 (<0,5 pmól/lítra) allt sumarið fyrir utan eitt gildi 31. júlí (9. mynd a). Um haustið fór nítratstyrkur svo hægt vaxandi og um miðjan nóv- ember, þegar gagnasöfnun var hætt, mældist hann 4,3 pmól/Iítra. Fosfat hegðaði sér líkt og nítrat, meðalstyrkur þess á tímabilinu frá 15. febrúar til 15. maí var 0,83±0,13 pmól/lítra. Fosfat var hins vegar nær alltaf mælanlegt á athugunar- tímabilinu og var meðalstyrkur þess um sumarið 0,18±0,10 pmól/lítra. Fosfatstyrkur fór svo hægt vaxandi um haustið og mældist 0,74 pmól/lítra þegar gagnasöfnun lauk (9. mynd f). Allmiklar sveiflur voru á styrk ammóníaks en sjá mátti sveiflur allt að 2 pmól/lítra milli vikulegra athugana þrisvar sinnum á athug- unartímabilinu (9. mynd e). Hæsta gildi mældist þann 31. júlí (3,8 pmól/lítra). Almennt var styrkur- inn þó lítill og voru langflest gildi lægri en 1,5 pmól/lítra, sem er fremur lágt miðað við aðra firði hér við land. Heildarmagn uppleysts niturs og fosfórs var einnig mælt. Árstíðabreytingar í heildarstyrk uppleystra nitursambanda og nítrats voru mjög sterkt tengdar sem og árstíðabreytingar í heildar- styrk uppleystra fosfórsambanda og fosfats. Styrkur lífrænna nitur- sambanda (þ.e. allt uppleyst nitur að frádregnu ólífrænu) var lítið breytilegur á athugunartímabilinu og var 4,7±1,5 pmól/lítra að meðal- tali (9. mynd g). Lífrænt bundinn fosfór (þ.e. allur uppleystur fosfór að frádregnu fosfati) var hins vegar í mjög lágum styrk þar til 15. maí (9. mynd h) þegar styrkur hans óx snögglega og hélst um 0,35 pmól/lítra þar til um haustið. SVIFÞÖRUNGAR Styrkur blaðgrænu var lítill fram eftir vori en jókst mjög eftir miðjan maí og mældist hæsti styrkur blað- grænu að vorinu þann 29. maí 3,5 pg/lítra (9. mynd c). Styrkurinn var svo á bilinu 1-3 pg/lítra fram í október og bendir það til nokkuð jafns vaxtar svifþörungagróðurs á tímabilinu.35 Gróðurtímabil svifþör- unga hófst með vexti kísilþörunga, sem voru í hámarki (blóma) í lok maí en auk þess mynduðu þeir nokkra gróðurtoppa yfir sumarið (10. mynd a). Lítið fór fyrir kísil- þörungavexti að haustinu. I Mjóa- firði hófst kísilþörungavöxtur seint vorið 2000 miðað við önnur svæði sem rannsökuð hafa verið við land- ið. Kísilþörungar voru viðloðandi svifið allt gróðurtímabilið vegna nægilegs framboðs kísils. Alls voru greindar 44 tegundir kísilþörunga. Helstu tegundir að vorinu voru Thalassiosira nor- denskjoldii, T. gravida, Chateoceros furcellatus, C. debilis, C. convolutus og C. diadema. Tegundin Pseudo- nitzschia pseudodelicatissima er staf- laga kísilþörungur og var ráðandi tegund í júní en í júlí voru helstu tegundirnar Leptocylindrus danicus og L. minimus. í júní fór að bera á skoruþörung- um í sýnunum, en vöxtur þeirra hefst allajafna seinna en vöxtur kísilþörunga (10. mynd b). Skoru- þörungar mynduðu tvo stóra gróð- urtoppa í lok júní og um mánaða- mótin júlí-ágúst, og smærri toppar fylgdu í kjölfarið um miðjan ágúst og september. í Mjóafirði voru greindar 24 tegundir skoruþörunga og helstu tegundir í gróðurtoppn- um í lok júní voru Scrippsiella tro- choidea ásamt ógreindum tegundum Gymnodiniales spp. I gróðurtoppn- um júlí-ágúst og um miðjan ágúst voru helstu tegundir þær sömu og í júní, en auk þeirra var töluvert mikið af tegundinni Heterocapsa tri- quetra. Af tegundinni Ceratium lineatum var mest í september; þetta er stór skoruþörungur og algengur í svifinu að haustlagi víða við landið. Gullþörungur (Chrysophyceae) Dinobryon sp. og Apedinella spinifera af flokki Dictyochophyceae urðu áberandi yfir hásumarið ásamt ógreindum smávöxnum svipuþör- ungum (6. mynd a & b). í lok sumars og fram á haust var kalksvif- i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.