Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2007, Side 56

Náttúrufræðingurinn - 2007, Side 56
Náttúrufræðingurinn í Mjóafirði (2. mynd), alls í 33 skipti. Sýnin voru tekin með 5 lítra sjótaka og notuð til efnagreininga á ammóníaki, fosfati, nítrati og kísli í upplausn og til greininga á heildar- styrk fosfór- og nitursambanda í upplausn, ásamt sýnum til blað- grænumælinga, talninga og grein- inga á svifþörungum. Auk þessa voru tekin háfsýni niður á um það bil 5 m dýpi með 20 pm svifþör- ungaháfi til nákvæmari tegunda- greininga á svifþörungum. Niðurstöður Næringarefni Vegna efnaveðrunar landsins er styrkur kísils í ferskvatni hærri en í sjó hér við land.32 Styrkur kísils í ám sem falla til sjávar á Austurlandi er allt að 20 sinnum hærri en í strand- sjónum, en meðalkísilstyrkur í ám sem falla til sjávar á Austurlandi er 110-162 pmól/lítra en styrkur kísils í strandsjó úti fyrir Austurlandi er breytilegur eftir árstíma, um 7 pmól/lítra um hávetur og 0,5-2 pmól/lítra um sumar.33'34 Við blönd- un ferskvatns og sjávar hækkar því kísilstyrkurinn mjög í sjónum en seltan lækkar við blöndunina. Línu- legt samband fæst því milli seltu sjávarins og kísilstyrks (9. mynd b & d) ef einungis blöndun hefur áhrif á kísilstyrkinn og seltuna. Á athugunartímabilinu voru flest sýn- anna með háa seltu en ferskvatns- áhrif voru greinanleg snemma vors og fram á sumar með háum kísil- styrk og lágri seltu. Fram til 15. maí er kísilstyrkur frekar stöðugur, rúmlega 10 pmól/lítra að meðaltali. Stöðugar viðbætur eru af kísli í fjörðinn með árvatni en þrátt fyrir landrænar uppsprettur varð lækk- un í styrk hans vegna kísilþörunga- vaxtar yfir sumartímann og varð styrkurinn minni en 1 pmól/lítra í eitt skipti, þann 14. ágúst. Síðari hluta vetrar (febrúar-apríl) var nítratstyrkur hár og stöðugur, 8,5±0,3 pmól/lítra, þar til 15. maí er hann lækkaði mjög snögglega og eftir það var nítrat vart mælanlegt 56 (<0,5 pmól/lítra) allt sumarið fyrir utan eitt gildi 31. júlí (9. mynd a). Um haustið fór nítratstyrkur svo hægt vaxandi og um miðjan nóv- ember, þegar gagnasöfnun var hætt, mældist hann 4,3 pmól/Iítra. Fosfat hegðaði sér líkt og nítrat, meðalstyrkur þess á tímabilinu frá 15. febrúar til 15. maí var 0,83±0,13 pmól/lítra. Fosfat var hins vegar nær alltaf mælanlegt á athugunar- tímabilinu og var meðalstyrkur þess um sumarið 0,18±0,10 pmól/lítra. Fosfatstyrkur fór svo hægt vaxandi um haustið og mældist 0,74 pmól/lítra þegar gagnasöfnun lauk (9. mynd f). Allmiklar sveiflur voru á styrk ammóníaks en sjá mátti sveiflur allt að 2 pmól/lítra milli vikulegra athugana þrisvar sinnum á athug- unartímabilinu (9. mynd e). Hæsta gildi mældist þann 31. júlí (3,8 pmól/lítra). Almennt var styrkur- inn þó lítill og voru langflest gildi lægri en 1,5 pmól/lítra, sem er fremur lágt miðað við aðra firði hér við land. Heildarmagn uppleysts niturs og fosfórs var einnig mælt. Árstíðabreytingar í heildarstyrk uppleystra nitursambanda og nítrats voru mjög sterkt tengdar sem og árstíðabreytingar í heildar- styrk uppleystra fosfórsambanda og fosfats. Styrkur lífrænna nitur- sambanda (þ.e. allt uppleyst nitur að frádregnu ólífrænu) var lítið breytilegur á athugunartímabilinu og var 4,7±1,5 pmól/lítra að meðal- tali (9. mynd g). Lífrænt bundinn fosfór (þ.e. allur uppleystur fosfór að frádregnu fosfati) var hins vegar í mjög lágum styrk þar til 15. maí (9. mynd h) þegar styrkur hans óx snögglega og hélst um 0,35 pmól/lítra þar til um haustið. SVIFÞÖRUNGAR Styrkur blaðgrænu var lítill fram eftir vori en jókst mjög eftir miðjan maí og mældist hæsti styrkur blað- grænu að vorinu þann 29. maí 3,5 pg/lítra (9. mynd c). Styrkurinn var svo á bilinu 1-3 pg/lítra fram í október og bendir það til nokkuð jafns vaxtar svifþörungagróðurs á tímabilinu.35 Gróðurtímabil svifþör- unga hófst með vexti kísilþörunga, sem voru í hámarki (blóma) í lok maí en auk þess mynduðu þeir nokkra gróðurtoppa yfir sumarið (10. mynd a). Lítið fór fyrir kísil- þörungavexti að haustinu. I Mjóa- firði hófst kísilþörungavöxtur seint vorið 2000 miðað við önnur svæði sem rannsökuð hafa verið við land- ið. Kísilþörungar voru viðloðandi svifið allt gróðurtímabilið vegna nægilegs framboðs kísils. Alls voru greindar 44 tegundir kísilþörunga. Helstu tegundir að vorinu voru Thalassiosira nor- denskjoldii, T. gravida, Chateoceros furcellatus, C. debilis, C. convolutus og C. diadema. Tegundin Pseudo- nitzschia pseudodelicatissima er staf- laga kísilþörungur og var ráðandi tegund í júní en í júlí voru helstu tegundirnar Leptocylindrus danicus og L. minimus. í júní fór að bera á skoruþörung- um í sýnunum, en vöxtur þeirra hefst allajafna seinna en vöxtur kísilþörunga (10. mynd b). Skoru- þörungar mynduðu tvo stóra gróð- urtoppa í lok júní og um mánaða- mótin júlí-ágúst, og smærri toppar fylgdu í kjölfarið um miðjan ágúst og september. í Mjóafirði voru greindar 24 tegundir skoruþörunga og helstu tegundir í gróðurtoppn- um í lok júní voru Scrippsiella tro- choidea ásamt ógreindum tegundum Gymnodiniales spp. I gróðurtoppn- um júlí-ágúst og um miðjan ágúst voru helstu tegundir þær sömu og í júní, en auk þeirra var töluvert mikið af tegundinni Heterocapsa tri- quetra. Af tegundinni Ceratium lineatum var mest í september; þetta er stór skoruþörungur og algengur í svifinu að haustlagi víða við landið. Gullþörungur (Chrysophyceae) Dinobryon sp. og Apedinella spinifera af flokki Dictyochophyceae urðu áberandi yfir hásumarið ásamt ógreindum smávöxnum svipuþör- ungum (6. mynd a & b). í lok sumars og fram á haust var kalksvif- i

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.