Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2007, Blaðsíða 31

Náttúrufræðingurinn - 2007, Blaðsíða 31
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 10. mynd. Einfölduð þverskurðarmynd afþáttum sem stjórna dreifingu setefna og þeitn setgerðum sem myndast í kjölfarið. (Byggt á G.H. Readittg.15) - Cross-section illustrat- ing the distributional mechanisms and resulting sediment types. Fínkornótt setefnin bárust því út í djúpvatnsumhverfi og mynduðu þykkan stafla af fínlega lagskiptum siltsteinslögum. Gráleitur siltsteinn er ráðandi setgerð á vatnsbotnin- um, en þegar aðflutningur land- rænna rofefna var í lágmarki náðu lífræn ferli yfirhöndinni og lífverur í sviflausn tóku að setja mark sitt á setmyndunina. Þegar þetta átti sér stað voru kísilþörungar ráðandi líf- verur og við dauða þeirra myndað- ist þykk kísileðja á stöðuvatnsbotn- inum (ásýndarhópur B). Veðrun jarðlaga í kring leysti kísil úr hraun- lögum og vatnsflaumur flutti efnin út í stöðuvatnið. Kísilþörungar sem lifðu í vatninu notfærðu sér þennan kísil til að byggja upp skeljar sínar. Þegar kísilþörungarnir dóu sukku skeljar þeirra til botns og mynduðu hvíta, létta setgerð, svonefndan kísilgúr. Eftir langt goshlé urðu set- efnin fínkornótt og kísilgúr varð ráðandi setgerð. Inn á milli silt- steinslaga og kísilgúrlaga eru lóð- greind sandsteinslög með skörp neðri lagmót. Grunnur einstakra laga er oft markaður af rofmörkum. Þessi roflög eru hugsanlega afleið- ing iðustrauma, þar sem eðlis- þyngdarstraumar (iðustraumar) bera setefni frá strandlægum svæðum til djúpvatnssvæða. Iðu- straumasetið getur hafa myndast vegna þess að vatnsborðið lækkaði tímabundið og árósar sóttu irm yfir fínni setefni, eða vegna flóða og/eða jarðskjálfta. Sum grófkorn- óttu lögin eru ösku- eða gjóskulög er endurspegla eldvirkni á svæðinu. Loks hætti kísileðja að safnast fyrir og aðflutt landræn rofefni urðu ráðandi á ný. Straumvötn fluttu silt út í stöðuvatnið og þykk brúnleit siltsteinslög (ásýndarhópur C) mynduðust. Siltið settist til í dýpri hluta lægðarinnar þar sem árósar höfðu lítil sem engin áhrif á setmyndunina (11. mynd B). Brúnu siltsteinslögin eru stundum lagskipt og lagþyrmótt. Lagskipt- ingin myndast samfara auknu magni kísilþörunga, en oftast er silt- steinninn frekar einsleitur. Breyt- ingin á lagskiptum og ólagskiptum seteiningum gæti bent til breyti- legra súrefnissnauðra og súrefnis- ríkra botnaðstæðna. í stöðuvötnum þar sem nóg er af súrefni á botnin- um er mikið um smáar lífverur sem lifa í setinu og færa til setkorn og veldur lífstarfsemi þeirra því að öll lagskipting hverfur. Þykku og eins- leitu siltsteinslögin eru líklega kom- in til vegna hraðrar setsöfnunar þar sem setið inniheldur mikið af niður- rifnum plöntuleifum (smágerving- ar). Tiltölulega þykk sandsteinslög skera brúna siltsteininn. Þessi sand- steinslög eru gosræn að uppruna (túff) og endurspegla vaxandi eld- virkni á svæðinu. Þykk fínkornótt lög (túfflögin í ásýndarhópi D) sem liggja ofan á brúna siltsteininum endurspegla enn meiri eldvirkni. Seinni stig í þróun stöðuvatnsins einkennast af því að setefni verða grófari. Sandsteinslög verða ráð- andi og set flutt af iðustraumum frá árósum verður áberandi. Lægðin hefur tekið við miklu gosrænu set- efni á stuttum tíma og vatnsborðið hefur lækkað töluvert. Straumvötn sem renna í vatnið eru smám saman að fylla upp í stöðuvatnið og mýra- og fenjasvæði að ná meiri út- breiðslu meðfram ströndum þess. Straumvötnin sækja inn yfir stöðu- vatnssetlögin og rjúfa sér leið niður í áðurmynduð setlög, sem eru fín- korna og einkennandi fyrir dýpra umhverfi. Setefni verða sífellt gróf- kornóttari upp á við og setumhverf- ið mótað af straumvatnaferlum (11. mynd C). Stöðuvatnið varð fyrir enn meiri áhrifum frá eldvirkni þegar gríðar- legt gjóskugos (eldgos í stöðuvatni) átti sér stað og mikið af grófkorna gjósku (bergbrots-túff) safnaðist fyrir í vatninu og myndaði víðáttu- mikið, þykkt lag (ásýndarhópur L). Gosrænu setlögin sem mynduðust voru þykk og fylltu nánast upp í lægðina sem geymdi stöðuvatnið (11. mynd D). Eldgosið dreifði miklu setefni yfir allt svæðið og má sjá þessa gjósku ofan á hraunlögum við strendur stöðuvatnsins. Eftir gosið héldu straumvötn áfram að bera set út í stöðuvatnið og aflöng árósasvæði urðu áberandi. Víðáttu- miklar mýrar náðu yfirhöndinni á milli árósa og mór tók að myndast. Stöðuvatnið fylltist af grófu straum- vatnaseti og mýrar sóttu inn að 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.