Samvinnan - 01.10.1967, Blaðsíða 37

Samvinnan - 01.10.1967, Blaðsíða 37
Hermenn á veröi í Petrógrad vorið 1917. Á ökrunum, lestarstöðvunum og götum bæjanna gat einungis að líta konur, drengi og stúlkur á táningaaldri, og börn. Hún minntist þess oft, þegar þau voru komin heim til Petrógrad, þar sem „spor- vagnarnir voru troðfullir af rússneskum hermönnum." Lestin hafði viðkomu í Karlsruhe, Frankfurt og Berlín. Meðan hún beið á hliðarbraut í Berlín, komu nokkrir þýzk- ir sósíaldemókratar inn i lestina, en Lenín hafði engan áhuga á að eiga tal við þá. Aðeins Róbert litli hljóp inn í klefann til þeirra og hóf að spyrja þá á frönsku: „Hvað gerir lestarstjórinn?“ En þrátt fyrir einstaka tafir, var auð- sjáanlegt að lest þeirra naut beztu fyrir- greiðslu, sem samgöngukerfi landsins gat veitt. í Halle til dæmis varð lest sjálfs þýzka krónprinsins að bíða nokkrar klukkustundir, þar til lest Leníns var komin fram hjá. Rússnesku útlagarnir eyddu síðustu nótt sinni í Þýzkalandi inni í læstu herbergi í Sassnitz. Hinn „innsiglaði" hluti leiðarinnar var að baki daginn eftir (13. apríl, að því er flestir telja), þegar hópurinn steig um borð í ferju, sem flutti hann til Svíþjóð- ar. Þau komu til Trælleborg skömmu fyr- ir myrkur. Nokkrir Rússanna höfðu kennt sjóveiki, en þeir náðu sér á hinni stuttu járnbrautarferð til Málmeyjar og nutu með prýði smurbrauðskvöldverðarins, sem nokkrir sænskir sósíaldemókratar höfðu búið þeim þar. Eftir stutta við- dvöl í Málmey stigu þau aftur upp í lest, og nú var ferðinni heitið til Stokkhólms. Hópurinn kom til Stokkhólms að morgni hins 14. apríl, og þar beið þeirra hjartanleg móttaka. Sænskir vinstrisinn- ar, auk friðarsinnans Carls Lindhagens, biðu þeirra í biðstofu stöðvarinnar, sem haföi verið skreytt rauðum fánum. Á eftir fylgdi sameiginlegur fundur og kvöldverður á hóteli bæjarins. Núna fyrst bárust Lenín fregnir af því, að bráða- birgðastjórnin í Rússlandi — studd af framkvæmdanefnd sovétsins í Petrógrad — hefði fallizt á að leyfa hópnum að koma til landsins, en leyfið var hins veg- ar bundið við þá úr hópnum, sem voru rússneskir þegnar. Svisslendingurinn Platten og Austurríkismaðurinn Radek ákváðu samt sem áður að halda áfram ferðinni með Lenín. í Stokkhólmi setti rússneski aðalræð- ismaðurinn stimpil sinn á vegabréf hinna rússnesku ferðafélaga Leníns — og á vegabréf Leníns að auki — en samt sá hann enn fyrir örðugleika. Þess vegna bað hann hina sænsku gestgjafa sína að bæta undirskriftum sínum á vegabréfin, sem áður höfðu hlotið áritun alþjóða- nefndar sósíalista í Zurich, og veita þann- ig samþykki sitt fyrir því, að hópurinn ferðaðist um í nafni og erindagjörðum byltingarinnar. Bandamenn vissu um komu Leníns til Svíþjóðar, og af þeirra hálfu var það íhugað, hvort ástæða væri til að reyna að neyða sænsku stjórnina til að stöðva rússnesku útlagana. En þeim hugmynd- um var fljótlega hafnað. Eins og Howard lávarður komst að orði, þá „virtist skyn- samlegra að láta hlutina hafa sinn gang en að fara að skipta sér af málum, sem virtust ekki geta breytt neinu úr því sem komið var.“ Jafnvel í maí árið 1917 kallaði David R. Francis, sendiherra Bandaríkjanna í Petrógrad, Lenín „öfga- fullan sósíalista", sem hefði „látið frá sér fara heil býsn af heimskulegu masi.“ Það var ekki fyrr en seinna, þegar hlut- verk Leníns í hernaðarlegri niðurlæg- ingu Rússlands í styrjöldinni hafði kom- ið fullkomlega í ljós, að Winston Churc- hill gat ásakað Þjóðverja fyrir að hafa snúið „einu sínu versta vopni“ gegn Rúss- um. Churchill sagði, að Þjóðverjar hefðu notað eiturgas og eldvörpur á vesturvíg- stöðvunum, en á austurvígstöðvunum hefðu þeir flutt Lenín í lokuðum vagni eins og farsóttarbakteríu frá Sviss til Rússlands. Meðan Lenín dvaldist í Stokkhólmi, las hann nokkur eintök af Pravda, og varð óánægður með ritstjórnargreinarnar, sem hann taldi alltof sáttfúsar gagnvart bráðabirgðastjórninni. Hann ræddi einn- ig við nokkra bolsévíka, sem unnu að því að setja á laggirnar flokksmiðstöð í Stokkhólmi. Allan tímann hélt hann og stöðugu sambandi við Jaakov Ganetsky, sem fæddur var í Póllandi og hafði þar boriö nafnið Jakob Furstenberg, en lézt nú vera kaupsýslumaður í Stokkhólmi og hafði komið til móts við ferjuna í Trælle- borg. Ganetsky var ófríður og heldur ógeðugur maður. Fyrr á árinu hafði hann lent í kröggum gagnvart dönskum yfir- völdum vegna smygls á eiturlyfjum til Þýzkalands og Rússlands, en hann hafði innt af hendi dygga þjónustu sem milli- göngumaður Leníns, er hann tók við orð- sendingum frá honum í Zúrich og kom þeim áleiðis til Petrógrad. Hann hafði einnig unnið vel að söfnun og útvegun fjármagns og innt af hendi önnur störf. Lenín og ferðafélagar hans stigu upp í kvöldlestina frá Stokkhólmi og lögðu af stað í ferðina til Finnlands, sem þá 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.