Samvinnan - 01.10.1967, Blaðsíða 45

Samvinnan - 01.10.1967, Blaðsíða 45
Rödd landsins heiga O börn mín, dauð'inn hefur fetað gegnum hjörtu yðar eins og gegnum vínekru — malaði ÍSRAEL rautt á alla jarðarinnar veggi. Hvað á að verða um helgidóminn litla sem enn dvelst i sandi mínum? Gegnum sefpípur einmanaleikans tala dauðra manna raddir: Leggið vopn hefndarinnar á akurinn svo að þau verði hljóð — því járn og sáð eru líka systkini í skauti jarðarinnar — Hvað á þá að verða um helgidóminn litla sem enn dvelst í sandi mínum? Barnið myrt í svefni stígur upp; sveigir niður hlyn árþúsundanna og festir hvítu, andheitu stjörnuna sem einu sinni hét ísrael í krónu hans. Snúið fljótt við, segir það, þangað sem tárin merkja eilífð. NELLY SACHS ÞRJÚ LJÓÐ í ÞÝÐINGU JÓHANNESAR ÚR KÖTLUM Hver veit Ó þeir strompar Hver veit hvar stjörnunum er skipað í dýrðarkerfi skaparans og hvar friðurinn byrjar og hvort blóðtrosnuð tálkn fisksins eru til þess œtluð í harmleik jarðarinnar að útfylla stjörnumerkið PÍSLARVÆTTI með eðalroða sínum, að skrifa fyrsta bókstaf hins orðlausa máls — Vissulega felst í kœrleika það blik er þýtur sem elding gegnum merg og bein og fylgir deyjendunum eftir gegnum síðasta andvarpið ■— en hvar hinir endurleystu koma rikdómi sínum fyrir veit enginn. Hindber koma upp um sig í myrkviði með ilmi sínum, en afsíðis lögð sálarbyrði framliðinna gefur enga visbendingu þó leitað sé — og getur þó tifað vœngjum milli múra eða frumeinda eða allténd þar sem völ er á rúmi fyrir hjarta sem slœr. Og eftir að þessi húð min er sundurtœtt og allt hold er af mér, mun ég líta Guð. JOB Ó þeir strompar á kcenlega skipulögðum bústöðum dauðans, þegar líkami ísraels sogaðist upp í loftið ummyndaður í reyk — Stjarna ein sem varö svört tók á móti honum eins og sótara eða var það sólargeisli? Ó þeir strompar! Undankomuleiðir fyrir duft Jeremíasar og Jobs — Hver fann ykkur upp og hlóð stein fyrir stein slíkan veg handa flóttamönnum úr reyk? Ó þeir bústaðir dauðans, lumandi á notalegum þœgindum fyrir húsráðandann, sem raunar var þar gestur — Ó þið fingur, sem lögðuð dyraþröskuldinn eins og hnífsegg milli lifs og dauða — Ó þið strompar, ó þið fingur, og líkami ísraels reykjarsúla upp í loftið! 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.