Samvinnan - 01.10.1967, Blaðsíða 52

Samvinnan - 01.10.1967, Blaðsíða 52
„Goethe á Ítalíu", hið frœga mál■ vertc ejtir Johann Heinrich Tischbein „Grikkir myndu hafa hleg- ið að kenningum um vorkunn- semi og meðaumkun; kenn- ingin er einnig hættuleg. Menn skyldu þvinga manns- hugsjóninni á sjálfa sig eins og aðra. En til þess þarf að hafa hemil á vorkunnseminni og líta á alla þá, sem eru andsnúnir hugsjóninni, sem óvini (t. d. lýð eins og L. og R.). Þú sérð hvernig ég prédika yfir sjálfum mér, en þennan sannleika hafði ég nær goldið með lífi mínu.“ Þetta bréf er skrifað 1883, eftir að slitnað hafði upp úr sambandi hans og Lou Salomé, og það er hún sem hann skammstafar L. innan svig- anna. Nietzsehe segir ekki hversvegna vorkunnsemin er svo hættuleg honum og hvers- vegna hann kallar konuna, sem hann hafði nýlega beðið, lýð. Skömmu síðar viðurkenndi hann, að það hefði verið hans sök að samband þeirra rofn- aði. Nietzsche reyndi alltaf að vera heiðarlegur gagnvart sjálfum sér og rekja skoðanir sínar til persónulegrar reynslu sinnar og trúar. Gyðingahatur var áberandi í Naumburg. Móðir Nietzsches hafði andúð á Gyðingum, og því hafði Nietzsche andúð á gyðingahatri. Kristindómur Naumburg-búa hafði þau áhrif á Nietzsche, að hann lýsti sig Anti-Krist, og ættjarðarást og „tevtónskt brjálæði" íbúanna gerðu Nietzsche að hatramm- asta gagnrýnanda Þjóðverja og alls sem þýzkt var. Nietzsche ásakaði þó Gyðinga einkum fyrir það, að hann áleit trú Gyðinga og kristnina keimlík- ar, trúarbrögð vesalinga. í Naumburg hlýddu menn „þrælasiðferði“ kristninnar, þessvegna hlaut Nietzsche að boða „viljann til valda.“ Nietzsche talar um „ljóshærð germönsk dýr“ og „sakleysi rándýrsins"; hér er hann að tala um Forn-Germani, en ást- megir ættjarðarinnar voru ekki seinir á sér að flytja þessa um- sögn yfir á sína eigin tíma og töluðu digurbarkalega um germanska hetjulund og dáðu hin saklausu bjarthærðu rán- dýr, sem þeir sáu í samtíma- mönnum sínum. Nietzsche get- ur þess, að hann sé í þessum köflum að tala um Forn-Ger- mani og að Þjóðverjar samtím- ans séu þeim ekkert skyldir, hvorki í hugsun né blóði. Nietzsche lýsti oftlega yfir and- úð sinni á Þjóðverjum og öllu þýzku og vildi helzt telja sig af pólskum ættum. Hann óttað- ist mest að verða gerður að þýzkri þjóðernishetju, og í síð- asta riti sínu lýsti hann yfir andúð sinni á þýzkri þjóðern- •isstefnu og þýzkri heimspeki og hugsunarhætti: „Þjóðverjar lesa ekki bæk- ur mínar ótilneyddir; les- endur mínir eru Rússar, Norð- urlandabúar og Frakkar. [Meðal þeirra fyrstu sem mátu Nietzsche var Georg Brandes, og fyrir áhrif hans kynntist August Strindberg verkum hans og átti við hann bréfaskipti]. Þýzkir fræði- menn og heimspekingar hafa einlægt verið ómeðvitaðir falsarar, sjálfskönnun með- al þeirra hefur algjörlega farizt fyrir . . . La Roche- foucauld og Descartes eru hundrað sinnum heiðarlegri en andans menn Þjóðverja. . . . Þeir hafa aldrei átt sál- fræðinga, en sálfræðin er mælikvarði á andlegan þrifn- að og óþrifnað þjóðar. Ef skortir andlegan þrifnað, hvernig má þá hugsa djúpt? Það sem er nefnt „andleg dýpt“ með Þjóðverjum er ekk- ert annað en að þeir neita að viðurkenna óhreinleik sinn, þeir vilja ekki andleg- an þrifnað. Það virðist engin föst undirstaða eða grunnur í þýzkri sál, ekki fremur en í konum.“ Þessi pistill hæfir reyndar fleiri þjóðum en Þjóðverjum, og í honum birtist einnig lýs- ing á afstöðu Nietzsches til kvenna. Hann var ætíð þjáð- ur af vanmáttarkennd gagn- vart kvenfólki og reyndi að hefja sig yfir vangetu sína sem elskhugi með digurbarkalegu tali um karlmennið og masi um konuna sem lægri veru. Af- staða hans til kvenna mótaðist af sárri þörf fyrir félagsskap þeirra, sérlega þegar á bját- aði, og löngun til að geta stað- ið einn án þeirra. Hér birtist mjög greinilega þörf hans fyr- ir móðurina og löngunin að losna undan pilsfaldinum, og það sem gerði þessa baráttu brýnni og sárari var vangeta hans sjálfs. Þetta varð kveikj- an að kenningum hans um kvenfólk sem lægri verur. Hann taldi þýzkt kvenfólk ábyrgt fyrir grófleika þýzkrar menn- ingar og rökstuddi það með því, að þýzkt kvenfólk kynni ekki að búa til mat, og því fylgdi líkamleg uppþemba, sem orsakaði andlega upp- þembu. Þó segir hann að hin fullkomna kona sé á hærra stigi en karlmaðurinn. Mótsagnir eru eitt einkenni Nietzsches, og hann segir sjálf- ur að hann áskilji sér fullan rétt til mótsagna, og þær gera verk hans meðal annars svo skemmtileg og hættuleg. Nietzsche vissi að auðvelt væri að gera kenningar hans um „ljóshærða villidýrið," baráttuna, gleði orustunnar og fleira af því tæi að fagnaðar- erindi ruddaskaparins, eins og nazistar gerðu. Siðferðiskenn- ingar hans voru hliðstæða við kenningu Darwins um úrvalið og hina hæfustu. Þrátt fyrir þessar kenningar lýsti hann andúð sinni á ruddamennsku og lægri hvötum; hann sagð- ist berjast gegn sjúklegum hvötum, enda var það honum einkar nærtækt. Hann hefur sjálfur lýst því, hvað hann var og hvað hann vildi verða: „Enginn hefur ennþá func1- ið Don Juan vizkunnar, eng- inn heimspekingur né skáld. Hann getur ekki unað þeirri þekkingu, sem hann aflar sér, en gáfur hans fá fullnæg- ingu allt til hæstu sviða mannlegrar þekkingar, þar til hann að lokum leitar til helj- ar; eins og ofdrykkjumaður- inn lýkur skeiði sínu í absinth-krá, þannig leitar hann síðustu þekkingar, hún freistar hans. Ef til vill mun helvíti verða honum leitt, eins og allt það sem hann hefur kynnzt. Ef svo færi, yrði hann negldur á kross eigin ófullnægju, hreyfingarlaus, bíðandi síðustu kvöldmáltíð- ar vizkunnar, sem yrði eilíf bið.“ Also sprach Zarathustra er 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.