Samvinnan - 01.10.1967, Blaðsíða 39

Samvinnan - 01.10.1967, Blaðsíða 39
leiti liðsforinginn hélt fast við varnar- sjónarmið sitt, hóf Lenín að ræða við hermennina ekki síður en við hann. Len- ín hafði dálítinn málgalla, en eigi að síð- ur var hann afburðarökræðumaður. Pólitískur andstæðingur hans, sem þó dáði hann, lýsti honum sem „mjög áhrifa- miklum ræðumanni,“ sem forðaðist all- an íburð í málfari, en „rakti sundur hin flóknustu vandamál allt niður í einföld- ustu og aðgengilegustu einingar, . . . og hamraði þær síðan stöðugt inn í höfuð áheyrenda sinna og linnti ekki fyrr en hann hafði þá alla á valdi sínu . ..“ Það sem skipti þó meira máli var það, að hann sagði hinum óbreyttu bændum og verkamönnum það sem þeir vildu heyra. Styrjöldin hafði fært þeim og fjöl- skyldum þeirra óhemju kvalræði, en Lenín lofaði þeim friði. Pæstir þeirra höfðu nóg af matvælum fyrir sig og fjöl- skyldur sínar, en Lenín lofaði þeim brauði. Þeir mörgu hermenn, sem ætt- aðir voru úr sveitunum, þekktu af eigin raun hið sífellda hungur rússneskra bænda eftir landi, og fæstir þeirra báru hlýjar tilfinningar í brjósti til landeig- enda og herragarðsbænda, en núna lof- aði Lenín þeim landi. Og Lenín benti á þorparana, sem valdið höfðu öllum þján- ingum og öllu vonleysi rússnesku þjóðar- innar. Þegar um það var að ræða að finna og ákæra sökudólga átti Lenín engan sinn líka. Því meir sem hann bar sakir á heimsvaldaseggina og borgara- lýðinn, því ljósara varð þetta allt sam- an. Krúpskaja veitti því eftirtekt, að her- mennirnir fóru smám saman að veita meiri og meiri eftirtekt og andlit þeirra urðu ákveðnari. * * * Símskeyti frá Stokkhólmi höfðu veitt Sljapníkov og öðrum tryggum bolsévík- um í Petrógrad vitneskju um að Lenín væri á leiðinni. Meðan lestin rann gegn- um Finnland, voru nokkur hundruð flokksmanna önnum kafnir við það í miðju páskafríinu að skreyta Finnlands- stöðina í Petrógrad með rauðum og gyllt- um fánum og borðum með áletruðum slagorðum, og einnig settu þeir upp sig- urboga og gerðu aðrar ráðstafanir til þess að fagna leiðtoga sínum. Sljapníkov og aðstoðarmenn hans útveguðu einnig herhljómsveit og heiðursvörð hermanna, sem vera áttu á staðnum, þegar lestin rynni inn á stöðina. Þá var og komið fyr- ir ljóskösturum uppi á Péturs- og Páls- virkinu, sem áttu að lýsa upp leiðina frá stöðinni til Krzesinska-hallarinnar, en hún hafði heyrt keisarafjölskyldunni til, áður en hún var gerð að höfuðstöðvum bolsévíkaflokksins. Seint að kvöldi hins 16. apríl hafði lest- in skamma viðdvöl í Beloostrov á landa- mærum Finnlands og Rússlands. Héðan voru aðeins um 30 kílómetrar til Petró- grad. Á brautarstöðinni í Beloostrov varð Lenín forviða, er hann rak augun í hóp verkamanna, en fyrir honum fór mót- tökunefnd bolsévíka, sem í voru þau Sljapníkov, Kamenév, María systir Len- íns og hin þrautreynda byltingarkona Alexandra Kollontaí. Fyrstu viðbrögð Leníns við að sjá Kamenév, sem þá var ritstjóri Pravda, voru að átelja hann fyrir alltof friðsamlegar ritstjórnargrein- ar. Verkamennirnir kröfðust þess, að Lenín kæmi inn í biðsal stöðvarinnar og héldi þar ræðu. Hann hlýddi og flutti þar friðarboðskap, jafnframt því sem hann fordæmdi hina „imperíalísku slátrun" sem styrjöldin væri, og lauk máli sínu með því að hvetja alla Rússa til þess að standa saman gegn bráðabirgða- stjórninni. Þá var kominn tími til þess að haida áfram með lestinni, og móttöku- nefndin steig einnig upp í hana. Lenín var enn hálfórólegur, en þegar hann spurði, hvers konar móttökur þeir fengju í Petrógrad, þá brostu nefndarmennirn- ir aðeins. Lestin var væntanleg til Petrógrad klukkan 11 um kvöldið, en sjónarvottar skýra svo frá, að hún hafi verið á eft- ir áætlun. Þúsundir verkamanna, her- manna og sjóliða höfðu safnazt saman á brautarstöðinni til þess að fagna leið- toga sínum. Því lengur sem þeir biðu, því meiri varð eftirvænting þeirra. Þegar lestin kom loksins í Ijós, stanzaði og Lenín steig út, hóf hljómsveitin samstundis að leika Marseillasinn, og þúsundir fagn- andi radda tóku undir í svo háværum kór, að alla ætlaði að æra. Lenín deplaði augunum og áttaði sig á því, að kvíði hans út af móttökunum hafði verið ástæðulaus. Um leið og hann heilsaði nærstöddum flokksleiðtogum og skoðanabræðrum úr hópi embættis- manna, gekk hann af stað eftir braut- arpallinum. (Þess má geta, að engar heimildir eru um það, að Stalín hafi verið þarna viðstaddur, en málverk frá Stalínstímabilinu sýna hann yfirleitt með Lenín á þessari sigurstundu hans.) Lenín og félagar hans gengu framhjá röðum hermanna og verkamanna. Alexandra Kollontaí hafði þrýst stórum blómvendi í hendur hans, og hann hafði veitt honum viðtöku, þótt hann væri að jafnaði ekki mikið fyrir slíka tilfinninga- semi. Lítill hópur frá sovétinu í Petró- grad beið Leníns inni í fyrrverandi bið- sal keisarans. Þar á meðal var Tsjkheidze, formaður sovétsins og einn af þeim sem ábyrgir voru fyrir því, að Lenín var leyft að hverfa heim aftur, og var hann þarna mættur til þess að bjóða Lenín velkom- inn með ræðu. Að því er Súkhanov segir frá, en hann var þarna viðstaddur, gekk Lenín hröð- um skrefum inn á mitt gólf í biðsalnum, sá Tsjkheidze standa frammi fyrir sér og stanzaði „eins og fullkomlega óvænt hindrun hefði orðið á vegi hans.“ Tsjkheidze var veikur og þar að auki ný- búinn að missa son sinn, svo að hann hefði að öllum líkindum ekki litið út fyrir að vera mjög fagnandi ásýndum hvort sem var, en hann vantreysti Lenín einnig, og hin viðhafnarmikla og vel skipulagða móttaka bolsévíkanna hafði enn aukið á tortryggni hans. Móttöku- ræða hans minnti því ekki fremur á neitt annað en prédikun. Hann hvatti Lenín til að vinna að því að mynda sameinaða og lýðræðislega víglínu og að því að fella alla lýðræðissinna undir eina stjórn. Það mátti skilja, að hann var að hvetja Lenín til þess að ganga til samstarfs við aðra sósíalistaflokka í Rússlandi. Núna var ekki tími til ágreinings eða óeiningar á milli byltingaraflanna í Rússlandi inn- byrðis. Meðan hann talaði, fékk Tsjkheidze smám saman staðfestingu á grunsemdum sínum. Lenín lét sem hann sæi hann ekki. Bolsévíkaleiðtoginn horfði á fólk- ið umhverfis sig, leit upp í loftið, lag- færði blómvöndinn sinn, en síðan sneri hann skyndilega baki við sendinefnd sovétsins og hóf ræðu, sem stíluð var til „félaga, hermanna, sjóliða og verka- manna,“ og hældi þeim á hvert reipi sem „brautryðjendum hinnar alþjóðlegu ör- eigabyltingar.“ Fyrir utan brautarstöðina var geysilegur mannfjöldi, sem krafðist þess að hann kæmi þar fram. Þar höfðu menn aftur tekið að syngja Marseillas- inn. Lenín fór út til þess að ávarpa fólk- ið, stikaði fram hjá rauðum og logagyllt- um fánum og út í upplýsta nóttina. Lenín lézt 21. janúar 1924. Smurður líkami hans er enn til sýnis í grafhýsi hans á Rauða- torgi í Moskvu. 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.