Samvinnan - 01.10.1967, Blaðsíða 16

Samvinnan - 01.10.1967, Blaðsíða 16
KRISTJÁN ELDJÁRN SIGURÐUR MAGNÚSSON SIGURÐUR ÞÓRARINSSON BJARNVEIG BJARNADÓTTIR RAGNAR JÓNSSON HJÖRLEIFUR SIGURÐSSON JAKOBÍNA SIGURÐARDÓTTIR S-A-M Þingvellir eru söguríkasti staður íslenzku þjóðarinnar, en þó er friðun Þingvalla ekki fyrst og fremst minjafriðun heldur náttúrufriðun. Forn- minjar á Þingvöllum eru ein- kennilega fáar. Nokkrar fá- tseklegar búðatóftir mega heita allt og sumt, og þær eru vafa- lítið nær allar frá 17. og 18. öld. Á Þingvöllum eru nálega engin mannaverk, sem minna á alþingishald á þjóðveldisöld, þegar þar var þó meira um að vera en á seinni tímum. Þetta er ekki sízt athyglisvert fyrir þá sök, að miklar minjar um þinghald á þjóðveldisöld eru til á sumum öðrum þingstöðum, og nefni ég öðrum fremur Hegranesþingstað í Skaga- firði. Þingbúðatóftirnar þar eru ólíkt fleiri og tilkomumeiri og á víðáttumeira svæði en á Þingvöllum. Hér skal ekki reynt að skýra minjaleysið á Þingvöllum, enda dregur það ekkert úr sögulegu gildi staðarins. Þetta er helg- ur staður eins og Tara á ír- landi. Þar eru ekki heldur minjar frá tíð konunganna, heldur aðeins vitundin um að þeir voru þar. En allar minjar um líf fyrri manna, sem þrátt fyrir allt eru á Þingvöllum, þótt lágreistar séu og ekki ýkja gamlar, ber að sjálfsögðu að varðveita, enda hafa þær fyr- ir löngu verið friðlýstar eftir fornleifalögunum, og mér vit- anlega hefur þeim ekkert tjón verið unnið. Hitt er annað mál, hvort eitthvað væri hægt að gera til þess að hressa upp á svip þessara minja. Það er að vísu alveg ljóst, að grasi grónar rústir einfaldra og frumstæðra bygginga eins og búðirnar voru, munu aldrei verða sér- lega mikið fyrir augað, þótt þær tali sínu áhrifamikla hljóða máli til þeirra, sem heyra kunna. Ef til vill mætti gera það mál ögn skýrara fyr- ir þorra manna. Það mætti ef til vill gera eitthvað fyrir búða- rústirnar á Þingvöllum, til dæmis reyna að snyrta þær eitthvað, ef til vill merkja þær öðru vísi og skemmtilegar en nú er, jafnvel mætti grafa frá veggjum svo sem einnar tóft- ar, til þess að hún nyti sín betur fyrir áhorfanda. Einnig mætti reyna að gera fornleifa- rannsókn á búðasvæðinu und- ir Hallinum, þótt mér finnist það ekki aðkallandi, og raunar efast ég mjög um, að slík rann- sókn mundi hafa erindi sem erfiði. Nefna má einnig það, sem imprað hefur verið á af sumum, að reisa á Þingvöllum búð í fornum stil, almenningi til fróðleiks og til þess að bæta lítið eitt úr minjaleysinu eða til þess að lífga upp þær minj- ar, sem þó eru til. Þetta má vitaskuld ræða, þótt á því séu augljósir annmarkar, og eins hitt, hvort ekki ætti að vera á Þingvöllum stórt likan af staðnum, þar sem sýnt væri 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.