Samvinnan - 01.10.1967, Side 16

Samvinnan - 01.10.1967, Side 16
KRISTJÁN ELDJÁRN SIGURÐUR MAGNÚSSON SIGURÐUR ÞÓRARINSSON BJARNVEIG BJARNADÓTTIR RAGNAR JÓNSSON HJÖRLEIFUR SIGURÐSSON JAKOBÍNA SIGURÐARDÓTTIR S-A-M Þingvellir eru söguríkasti staður íslenzku þjóðarinnar, en þó er friðun Þingvalla ekki fyrst og fremst minjafriðun heldur náttúrufriðun. Forn- minjar á Þingvöllum eru ein- kennilega fáar. Nokkrar fá- tseklegar búðatóftir mega heita allt og sumt, og þær eru vafa- lítið nær allar frá 17. og 18. öld. Á Þingvöllum eru nálega engin mannaverk, sem minna á alþingishald á þjóðveldisöld, þegar þar var þó meira um að vera en á seinni tímum. Þetta er ekki sízt athyglisvert fyrir þá sök, að miklar minjar um þinghald á þjóðveldisöld eru til á sumum öðrum þingstöðum, og nefni ég öðrum fremur Hegranesþingstað í Skaga- firði. Þingbúðatóftirnar þar eru ólíkt fleiri og tilkomumeiri og á víðáttumeira svæði en á Þingvöllum. Hér skal ekki reynt að skýra minjaleysið á Þingvöllum, enda dregur það ekkert úr sögulegu gildi staðarins. Þetta er helg- ur staður eins og Tara á ír- landi. Þar eru ekki heldur minjar frá tíð konunganna, heldur aðeins vitundin um að þeir voru þar. En allar minjar um líf fyrri manna, sem þrátt fyrir allt eru á Þingvöllum, þótt lágreistar séu og ekki ýkja gamlar, ber að sjálfsögðu að varðveita, enda hafa þær fyr- ir löngu verið friðlýstar eftir fornleifalögunum, og mér vit- anlega hefur þeim ekkert tjón verið unnið. Hitt er annað mál, hvort eitthvað væri hægt að gera til þess að hressa upp á svip þessara minja. Það er að vísu alveg ljóst, að grasi grónar rústir einfaldra og frumstæðra bygginga eins og búðirnar voru, munu aldrei verða sér- lega mikið fyrir augað, þótt þær tali sínu áhrifamikla hljóða máli til þeirra, sem heyra kunna. Ef til vill mætti gera það mál ögn skýrara fyr- ir þorra manna. Það mætti ef til vill gera eitthvað fyrir búða- rústirnar á Þingvöllum, til dæmis reyna að snyrta þær eitthvað, ef til vill merkja þær öðru vísi og skemmtilegar en nú er, jafnvel mætti grafa frá veggjum svo sem einnar tóft- ar, til þess að hún nyti sín betur fyrir áhorfanda. Einnig mætti reyna að gera fornleifa- rannsókn á búðasvæðinu und- ir Hallinum, þótt mér finnist það ekki aðkallandi, og raunar efast ég mjög um, að slík rann- sókn mundi hafa erindi sem erfiði. Nefna má einnig það, sem imprað hefur verið á af sumum, að reisa á Þingvöllum búð í fornum stil, almenningi til fróðleiks og til þess að bæta lítið eitt úr minjaleysinu eða til þess að lífga upp þær minj- ar, sem þó eru til. Þetta má vitaskuld ræða, þótt á því séu augljósir annmarkar, og eins hitt, hvort ekki ætti að vera á Þingvöllum stórt likan af staðnum, þar sem sýnt væri 16

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.