Samvinnan - 01.10.1967, Side 45

Samvinnan - 01.10.1967, Side 45
Rödd landsins heiga O börn mín, dauð'inn hefur fetað gegnum hjörtu yðar eins og gegnum vínekru — malaði ÍSRAEL rautt á alla jarðarinnar veggi. Hvað á að verða um helgidóminn litla sem enn dvelst i sandi mínum? Gegnum sefpípur einmanaleikans tala dauðra manna raddir: Leggið vopn hefndarinnar á akurinn svo að þau verði hljóð — því járn og sáð eru líka systkini í skauti jarðarinnar — Hvað á þá að verða um helgidóminn litla sem enn dvelst í sandi mínum? Barnið myrt í svefni stígur upp; sveigir niður hlyn árþúsundanna og festir hvítu, andheitu stjörnuna sem einu sinni hét ísrael í krónu hans. Snúið fljótt við, segir það, þangað sem tárin merkja eilífð. NELLY SACHS ÞRJÚ LJÓÐ í ÞÝÐINGU JÓHANNESAR ÚR KÖTLUM Hver veit Ó þeir strompar Hver veit hvar stjörnunum er skipað í dýrðarkerfi skaparans og hvar friðurinn byrjar og hvort blóðtrosnuð tálkn fisksins eru til þess œtluð í harmleik jarðarinnar að útfylla stjörnumerkið PÍSLARVÆTTI með eðalroða sínum, að skrifa fyrsta bókstaf hins orðlausa máls — Vissulega felst í kœrleika það blik er þýtur sem elding gegnum merg og bein og fylgir deyjendunum eftir gegnum síðasta andvarpið ■— en hvar hinir endurleystu koma rikdómi sínum fyrir veit enginn. Hindber koma upp um sig í myrkviði með ilmi sínum, en afsíðis lögð sálarbyrði framliðinna gefur enga visbendingu þó leitað sé — og getur þó tifað vœngjum milli múra eða frumeinda eða allténd þar sem völ er á rúmi fyrir hjarta sem slœr. Og eftir að þessi húð min er sundurtœtt og allt hold er af mér, mun ég líta Guð. JOB Ó þeir strompar á kcenlega skipulögðum bústöðum dauðans, þegar líkami ísraels sogaðist upp í loftið ummyndaður í reyk — Stjarna ein sem varö svört tók á móti honum eins og sótara eða var það sólargeisli? Ó þeir strompar! Undankomuleiðir fyrir duft Jeremíasar og Jobs — Hver fann ykkur upp og hlóð stein fyrir stein slíkan veg handa flóttamönnum úr reyk? Ó þeir bústaðir dauðans, lumandi á notalegum þœgindum fyrir húsráðandann, sem raunar var þar gestur — Ó þið fingur, sem lögðuð dyraþröskuldinn eins og hnífsegg milli lifs og dauða — Ó þið strompar, ó þið fingur, og líkami ísraels reykjarsúla upp í loftið! 45

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.