Fálkinn


Fálkinn - 14.11.1936, Blaðsíða 4

Fálkinn - 14.11.1936, Blaðsíða 4
4 FÁLK4NN HVAÐ ER GERT TIL AÐ VERJAST SJÓSLYSUM. Á ÁRUNUM 1880 TIL 1926 FÓRUST AÐ MEÐAL- TALI 70 ÍSLENSKIR MENN ÁRLEGA í SJÓ OG VÖTNUM. Á FYRSTU SEX ÁRUM SLYSAVARNA- FJELAGS ÍSLANDS VAR TALA DRUKNADRA ÍS- LENDINGA R1?MLEGA 40 Á ÁRI, AÐ MEÐAL- TALI. EN ÞÓ VANTAR ENN MIKIÐ Á, AÐ SLYSAVARNIRNAR SJEU KOMNAR I VIÐUN- ANDI HORF. MARGRA ÁRATUGA VERK ER FRAMUNDAN — HJER SKAL DREPIÐ Á STARF- SEMI SLYSAVARNAFJELAGS ÍSLANDS OG JAFNFRAMT LÝST EINNI BJÖRGUN FRÁ SlD- ASTLIÐNU SUMRI. ÞAR SEM FULLYRÐA MÁ, AD MANNTJÓN HEFÐI ORÐIÐ, EF FLUGLÍNU- TÆKI HEFÐU EKKI VERIÐ TIL I LANDI.- Myndirnar sem hjer tjjlgja eru allar frá björgun þeirri, sem sagt var frá i skýrslunhi. Myndin sýnir skipið strandað í brimgarðinum. Engum báti er fært frá þvi nje i það. Það eru í ár liðnir þrír tugir ára síðan því var fyrst hreyft lijer op- inberlega, að komið yrði upp slysa- vörnum við Faxaflóa. Tilefnið var hið ægilega slys, er þrjú skip ís- lensk fórust lijer á flóanum sama sólarhringinn, eitt við Viðey og i\ó vestur á Mýrum og um 70 manns druknuðu. Þá var efnt til samskota í björgunartæki, en svo fór, að þau samskot voru látin renna til munað- arlausra ættingja hinna druknuðu. Slysið gleymdist um sinn og lijörg- unaráhuginn líka. Sex árum síðar hreyfði Guðm. Björnson landlæknir slysavarna- málinu í opinberum fyrirlestri er hann hjelt í Reykjavík. Hann gaf skýrslu um manntjón íslendinga af druknun síðustu þrjátíu árin og gerði tilraun til þess að meta það til peninga. Það voru stórar tölur, scm landlæknirinn færði rök að, að Ægir kostaði þjóðina í krónutali á ári, og varð sá árangur að erindinu, að skoðun skipa var gerð strangari en áður. En ekki kom slysavarnafjelag- ið þrátt fyrir það, að erindið væri prýðilega rökstutt. Svo var enn sofið í tólf ár. En á vetrarvertiðinni 1925 varð enn nýtt stórslys, Halaslysið, þar sem þrír botnvörpungar fórust með allri áhöfn. Þá gengst Fiskifje- lag íslands fyrir þvi að hefja rann- sókn á möguleikum fyrir stofnun ís- lensks slysavarnafjelags og veitir styrk nokkurn til rannsóknanna. Var Jóni Bergsveinssyni falin rannsókn þessi og starfaði hann að henni næstu árin, bæði með þvi að kynna sjer björgunarstarf nágrannaþjóðanna og þá sjerstöku staðhætti, sem gera ís- landsstrendur svo hættulegar. Hefir Jón Bergsveinsson síðan verið aðai- starfsmaður fjelagsins og gegnt rit- arastörfum þess og annast flestan er- indrekstur. í desember 1927 var haldinn al- mennur fundur í Reykjavik til þess að ræða um fjelagsstofnunina. Jón Bergsveinsson flutti þar ítarlegt er- indi og þeim sem fundinn sóttu er enn minnisstæður íslandsuppdrátt- ur sá sem hann sýndi á fundinum. Á þennan uppdrátt voru markaðir strandstaðir 377 skipa, sem strand að höfðu við ísland á fyrstu 25 ár- um þessarar aldar, en Í754 íslenskir menn og 200 erlendir höfðu farist við strönd þessi. Ilinn 29. janúar 1928 var Slysavarnarfjelag íslands svo endanlega stofnað. Það er þannig tæplega níu ára gamalt. En það er gleðilegt til þess að vita, að enginn starfandi fjelagsskapur í landinu hef- ir hlotið jafnmikla útbreiðslu og vinsældir. Bera eftirfarandi tölur þessu órækt vitni. í árslok 1928 voru 8 deildir í fjelaginu með 1350 íje- lagsmönnum. í árslok 1932 eða fimm árum síðar eru þær orðnar 35 með 3895 meðlimum og í lok síðasta árs voru deildirnar orðnar 61 og með- limirnir 8637! Þessi mikli meðlimafjöldi á vitan- lega meðfram rót sína að rekja til þess, að árgjald fjelagsmanna er mjög lágt. Unglingar innan við tvít- ugt greiða aðeins eina krónu í ár- gjald en þeir tvær sem eldri eru. Fjelagsgjöldin mundu þvi sjá skamt, ef fjelaginu áskotnuðust ekki gjafir og styrkir. En það hefir sýnt sig, að fólk hefir haft Slysavarnafjelagið í liuga fremur en nokkra stofnun aðra, er það hefir viljað minnast ættmenna sinna eða gefa fje til þarf- legra fyrirtækja. Svo er þessum gjöf- um fyrir að þakka, að sjóðir Slysa- varnafjelagsins hafa aukist enn hrað- ar að tiltölu en meðlimafjöldinn. Fyrsta stórgjöfin sem fjelagið fjekk var frá þeim hjónum Guðrúnu Brynj- ólfsdóttur og Þorsteini Þorsteinssyni í Þórshamri, forseta fjelagsins. Þau gáfu fjelaginu andvirði fyrsta björg- unarbátsins sem fjelagið eignaðist, „Þorsteins‘“, sem síðan hefir verið í Sandgerði. Kostaði hann um 12.000 krónur. Átján þúsund króna gjöf fjekk fjelagið úr öðrum stað, en stærsta gjöfin var sú, er Landsbanki íslands gaf á 50 ára afmæli sínu i fyrra, 50.000 kr. er myndi sjerstakan sjóð til eflingar slysavarna. Um síð- ustu áramót voru eignir fjelagsins orðnar 234.850 kr. Þar af eru um 150.000 i peningum, hitt eru björgun- artæki víðsvegar um land og ber þar fyrst að nefna björgunarstöðina í Sandgerði, sem hefir kostað fjelagið rúm 30 þús. krónur. Þess má sjerstaklega minnast hve kvenfólkið víðsvegar um land liefir tekið öflugan þátt í starfsemi fje- lagsins. Fyrslu kvendeildirnar voru stofnaðar 1930 en 1934 var stofnuð fyrsta barnadeildin. Þessar deildir hafa verið ótrauðar í því að safna fje til Slýsavarnafjelagsins, með sam- skotum, skemtanahöldum og þvíum- líku og leggja árlega fram góðan skerf til starfseminnar. Gjafirnar til fjelagsins renna ýmist beint i fje- lagssjóð eða eru gefnar til ákveðins fyrirtækis innan starfseminnar, svo sem björgunarskútu við Faxaflóa eða við Vestfirði. Björgunarskúta við Faxaflóa, sem geti farið lengri ferðir til aðstoðar skipum í sjávarháska er nú eitt aðal framkvæmdamál fjelags- ins og hefir verið leitað tilboða í hana erlendis og innanlands. Nú er verið að gera endanlega teikningu að þessari skútu og væntanlega líður ekki langt um, þangað til hún er orðin að veruleika. Árið sem nú er að líða hefir verið óvenjulegt slysaár. Bæði hafa slysin orðið mörg, 105 manns hafa druknað alls, en það sem merkilegra er má þó hitt heita, að þau hafa nær öll gerst að 'sumrinu. Á hinni eiginlegu vetrarvertíð l^essa árs urðu aðeins 1 eða 5 druknanir. En um hundrað druknanir hafa orðið á þeim tíma ársins, sem kallaður er bliðastur. Er þetta órækt vitni þess, hve hætt- urnar eru miklar og hve stórkost- lega mikið verkefni Slysavarnafje- lagið hefir að berjast við. Hið stærsta af þessum slysum var vitanlega „Pourquoi Pas“-slysið, en hið stærsta sem íslenskir menn urðu fyrir var hvarf síldveiðaskipsins „Örninn“ fyr- ir' norðan land i sumar, þar sem fór- ust 19 manns. Milli 2o og 30 manns fórust alls í óveðrunum um miðjan september. af ýmsum smærri bátum. Slysasumarið mikla mætti liið ný- liðna sumar því nteð rjettu heita. Hvað gerir nú Slysavarnafelagið til þess, að afstýra slysum og reyna að draga úr þeim? munu einhverjir spyrja. Eitt af þvi fyrsta, sem fjelagið gerði var að fá landstjórnina til þess að sinna 'slysavörnum og björg- un meira en verið hefir áður og fá hana til að liafa ýmiskonar björg- unartæki í varðskipunum. Vest- manneyingar höfðu gefið göfugl fordæmi í þessu efni, er þeir rjeð- nst í það mörgum árum áður en fjelagið var stofnað, að kaupa skip til þess að liðsinna fiskiflota sínum á vetrarvertíðinni, skipið „Þór“, er þeir gerðu út um liríð og ríkið tók við að endingu. Sú framsýni mun lengi verða í minnum höfð, Vest- manneyjingum til verðugs heiðurs og þeim einstaklingum, sem best börð- ust fyrir þvi máli. En fjelagið hafði úr litlu að spila framan af og enn skortir það fje. Þessvegna varð fyrsta verkið að safna meðlimum og safna fje, en gjöf sú er fjelagið fjekk þegar á fyrsta ári, björgunarbáturinn „Þorsteinn" liefir tvímælalaust ýtt mjög undir byrjunarstarfsemi fjelagsins og hrund ið hag þess á leið með öflugu taki. „Þorsteinn“ er enn eini fullkomni björgunarbáturinn lijer við land; að visu liefir fjelagið eignast annan, sem gefinn var af danska sjómála- ráðuneytinu; var hann sendur t.il Frh. á bls. 11. Myndin sýnir víðbúnað björgunarsveitarinnar i landi. Það er búið að setja upp trönurnar og nú skipa björgunarmennirnir sjer í röð — eins og l reiptogi — til þess að strengja Hfllnuna.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.