Fálkinn


Fálkinn - 14.11.1936, Blaðsíða 10

Fálkinn - 14.11.1936, Blaðsíða 10
10 F Á L K I N N í)ASHIELL HAMMET: Granni maðurinn. Leynilögreglusaga. skammbyssuna áður en barsmíðinni lauk. Augu hans voru eins og þau litu í allar áttir í einu. Röddin var eins og urgaði i málmi niðri í bringu: „Og hvað er nú þetta?“ „Það hef jeg ekki hugmynd um“. Jeg settist betur upp í rúminu og benti á skammbyssuna. „Þjer eruð húsbóndmn, þegar þjer hafið þennan í liendinni“. Hlaup- ið vissi beint á mig. Jeg gat heyrt blóðð renna við eyrun á mjer og mjer fanst eins og varir mínar bólgnuðu. Jeg sagði: „Iij ,-r er enginn brunastigi“. Rjetti vinstri heud- ina til Noru, sem sat hinumegin við rúmið. Hnúarnir buldu aftur á dyrunum, og nú var sagt með djúpri raust: „Ljúkið upp - þetta er lögreglan“. Neðiivörin á Morelli myndaði geiflu og það skein i hvituna í augunum á honum undir augasteinunum. „Þefarinn þinn‘, sagöi hann hægt, nærri þvi eins og hann vor- kendi mjer. Hann hreyfði fæturna ofur- hægt, dró þær með gólfinu. Það skrölti í lykli í skráargatinu. Jeg hitti Noru með hnefa vinstri handar, svo að hún þaut eins og eldibrandur yfir þvert herbejrgið. Koddinn sem jetg þeytti með hægri hendi í skammbyssu Morellis, virtist ekki vega neit. Hann sveif í loftinu eins og pappírssnudda. Engum hávaða í heimi, livorki fyr eða síðar var hægl að líkja við hvellinn, er skotið reið af skammbyssu Morellis. Eeitthvað snerti vinstri huppinn á mjer, um leið og jeg fleygði mjer endilöng- um á gólfið. Jeg greip um annan öklaim á Morelli og kútveltist með liann á milli liand- anna, svo kom Morelli ofan á mig og hann lamdi skammbyssunni í bakið á mjer, þang- að til mjer varð laus önnur hendin og jeg fór að berja i magann á honum, eins neðar- lega og jeg gat. Einhverjir menn komu inn og skildu okk- ur. Við vorum fimm minútur að ná Noru úr öngvitinu. Hún setlist upp og starði kringum sig þangað til hún kom auga á Morelli, sem stóð handjárnaður milli tveggja lögreglumanna. Andlit lians var eins og kaka, enda höfðu lögregluþjónarnir löðrungað liann í ofaná- lag við mín framlög, svona rjett að gamni sínu, Nora starði á mig. „Aulabárðurinn þinn“, sagði hún, „það var óþarft að slá mig í rol. Jeg vissi að þú mundir ráða við hann, en mig hefði langað til að sjá það“. Einn lögregluþjónninn hló. „Það er þá svona“, sagði hann með aðdáun, „Það er víst mergur í þessum kvenmanni“. Hún brosti til hans og stóð upp. Þegar hún leit á mig hvarf brosið. „ Nick, þú ert __(( Jeg sagðist halda, að ekki væri vist orð á því gerandi og flelti frá mjer því, sem eftir af náttjakkanum mínum . Kúla Morellis hafði plægt dálitla rák, um 4 þumlunga langa, í vinstri síðuna á mjer. Það vall heil- mikið blóð úr sárinu, en þó var það ekki sjerlega djúpt. Morelli sagði: „Mikil bölvuð óliepni. Ef það hefði lent dálítið ofar liefði það gert gagn, því að rjettu megin var það“. Lögreglumaðurinn, sem hafði dáðst að Noru — liann var stór, liörundsgrár maður, 48—50 ára og í gráum jakkafötum, sem ekki voru eins og sniðin á liann — rak Morelli vænan löðrung. Keyser, forstjóri Hotel Normandie, sagð- ist ætla að ná í lækni og fór í símann. Nora ldjóp inn í haðklefann eftir handklæðum. Jeg lagði handklæði um sárið og hallaði mjer upp í rúm. „Það er ekkert að mjer, við skulum ekki hugsa um þetta meira, þangað til læknirinn kemur. Hvernig rák- ust þið hingað?“ Lög'reglumaðurinn, sem hafði lumbrað á Morelli, sagði: „Við frjettum af tilviljun, að þetta væri orðið einskonar fundarherbergi Wynandsfólksins og málaflutningsmanns Wjuiands og ýnisra annara, svo að við afrjeð- um að hafa gát á gistihúsinu, ef ske kynni, að liann rækist liingað sjálfur. Og í morgun, þegar hann Mac hjerna, sem við höfðum selt á vörð, sá þennan náunga skjótast lijerna inn, þá hringdi hann til okkar, og við náðum í mr. Keyser og komum liingað, og það kom sjer sjáanlega vel fyrir yður“. „Já, mjög vel, því að annars hefði máske alls ekki verið skolið á mig“. Hann leit tortrygnislega á mig. Augun voru daufgrá og vatnshlaupin. „Er þessi ná- ungi einn af vinum yðar?“ „Jeg hef aldrei sjeð hann fyr“. „Hvað vildi liann yður?“ „Hann var að segja mjer, að liann hefði ekki drepið stúlkuna“. „Hvað kemur það yður við?“ „Það kemur mjer yfirleitt alls ekki við“. „En livað hjelt liann þá, að þjer væruð við þetta riðinn?“ „Spyrjið þjer liann. Jeg hefi ekki hug- mynd uin það“. „Jeg er að spyrja yður“. „Já, gerið þjer svo vel og spyrjið eins og þjer viljið“. „Svo þarf jeg að spyrja annars: Ætlið þjer að kæra yfir því, að skotið var á yður?“ „Því get jeg ekki svarað upp á stundina. Máske var þetta óhapp“. „Ágætt, nógur er tírninn. Jeg geri ráð fyr- ir, að við þurfum að spyrja yður um ýmis- legt, jafnóðum og okkur dettur það i hug. Hann sneri sjer að einum fjelaga sínum, en þeir voru fjórir alls. „Við skulum rann- saka híbýlin“. „Ekki úrskurðarlaust“, sagði jeg við hann. „Jú, það segið þjer. Byrjið þjer bara, Andy“. Þeir fóru að rannsaka herbergin. Læknirinn, sviplaus mús í mannslíki með ákaft kvef, kom inn og fór eitthvað að duðra við síðuna ámjer og saug í sífellu upp i nefið. Honum tókst að stöðva blóð- rásina og binda um sárið og svo fræddi liann mig á þvi að ekkert væri að óttast, ef jeg hjeldi kvrru fyrir i nokkra daga. Eng- inn fræddi læknirinn á því, hvernig þetta hefði atvikast. Lögreglan vildi ekki láta liann snerta á Morelli. Hann hvarf aftur enn lágkúrulegri en hann hafði komið. Stóri hörundsgrái maðurinn var kominn aftur innan úr setustofunni, með aðra hendina fyrir aftan bak. Hann beið þang- að til læknirinn var farinn, en þá sagði hann: „Hafið þjer leyfi til að bera skamm- byssu ?“ „Nei“. „llvað á þetta hjerna að þýða?“ Hann veifaði skammbyssunni, sem jeg hafði tekið af Dorothy Wynand. Því gal jeg engu svarað. „Þjer hafið má ske heyrt getið um Sulliv- an-lögin?“ spurði liann. „Já“. „Þá vitið þjer livað bíður yðar. Eigið þjer þessa byssu?“ „Nei“. „Hver á hana þá?“ „Jeg skal reyna að muna það“. Hann stakk skammbyssunni í vasann og settist á stól við rúmið mitt. „lieyrið þjer nú mr. Charles“, sagði liann, „jeg lield að við liöfum báðir tekið skakkan pól i hæðina. Mig langar ekkerl til að gera yður óþægindi, og jeg geri ráð fyrir, að i raun og veru langi yður ekkert til að móðga mig. Yður líður ekki of vel, með siðusárið yðar, svo að jeg ætla ekki að þreyla yður frekar fyr en þjer liafið hvilt yður um stund. En þá getum við máske hitst og talað eins og vera ber“. „Þakka yður fyrir“, sagði jeg og meinli það. „Við verðum að fá okkur eitthvað að drekka“. Nora sagði: „Auðvitað“, og stóð upp af rúmstokknum. Stóri gráleiti maðurinn elti liana með aug- unum, er hún fór út úr lierberginu. Ilann lirisli liöfuðið liátiðlega, og rödd hans var jafn hátíðleg. „Þjer eruð í sannleika gæfu- maður, mr. Cliarles“. Hann rjetti mjer hend- ina upp úr þurru. „Jeg heiti Guild - Jolin Guild“. „Og þjer vitið hvað jeg lieiti“. Við tók- uinst i liendur. Nora kom aftur með sódavatnsflösku, whiskyflösku og nokkur glös á bakka. Iiún ætlaði að bjóða Morelli í staupinu, en Guild varnaði lienni þess. „Það er mjög nærgætn- islega hugsað, frú Charles, en það varðar við lög að gefa fanga áfengi eða meðul, nema eftir læknisskipun“. Ilann leit lil mín. . Er það ekki rjett?“ Jeg sagði svo vera. Og svo drukkum við öll hin. Guild rjetti frá sjer tómt glasið og stóð upp. „Jeg neyðist lil að taka þessa skamm- byssu með mjer, en þjer skuluð elcki gera yður rellu út af því. Við gelum altaf lalað saman þegar yður skánar“. Hann tók í liend- ina á Noru og hneigði sig klunnalega. „Jeg vona, að þjer hafið ekkert reiðst mjer fyrir það, sem jeg sagði áðan, en jeg meinti þá _____66 Nora hefir það til að brosa yndislega. Og liún sendi honum eitt af yndislegustu bros- unum sínum. „Reiðst? Mjer þótti vænt um það“. Hún fylgdi lögreglumönnunum og fang- anum þeirra út. Keyser var farinn nokkr- um mínútum á undan. „Hann er sætur“, sagði hún þegar hún kom inn aftur. „Verkjar þig mikið?“ „Nei“. „Þelta var í rauninni mjer að kenna, var það ekki?“ „Hvaða bull. Eigum við ekki að fá olckur í glasið aftur?“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.