Fálkinn


Fálkinn - 14.11.1936, Blaðsíða 6

Fálkinn - 14.11.1936, Blaðsíða 6
F Á L K I N N FKA KALUNDBORG. Seint í október urðu fárviðri mik- il yfir Norðursjó og um mestan hluta Danmerkur. Er talið að 70—80 danskir sjómenn liafi farist í veðr- inu. Víða rak báta á land og einnig urðu miklar skemdir á mannvirkjum í landi. Loftskeytastöðin í Kallund- borg skemdist mikið og lá við að hún yrði að hætta að útvarpa, því að loftnetin biluðu hvað eftir annað, en þó tókst með harðneskju að gera við þáu jafnóðum. Hjer á myndinni sjást möstur útvarpsstöðvarinnar og (i amarlega á myndinni prammi, sem rekið hefir. FLJÚGANDI HERFYLKING. Bandaríkjamenn þykja smíða besta flugvjelamótora allra þjóða í heiim og flugher þeirra jókst um 555 flug- vjelar á síðasta ári. í sambandi við síðustu haust-heræfingar voru haldn- ar flugsýningar mjklar sem vbktu fádæma eftirtekt. Hjer sjest ein deild — 18 flugvjelar — sem tók þátl í sýningunni. Vakti það furðu hve skipulega flugvjelarnar flugu. Vjei- arnar á myndinni eru orustuflug- vjelar, afar sterkar og hurðarmiklar og hafa bæði vjelbvssur og sprengj- ur innanborðs. að setja yður inn i hvað hjer er um að ræða. Og í stuttu en skýru máli sagði að- alforstjórinn nú frá áformi, sem hann hefði lengi langað til að koma i framkvæmd, en ekki getað útvegað fje til. Þetta var prýðileg hugmynd. Karl hlustaði á með mikilli eftirtekt; en hitt og annað vildi hann nú meina, að gera skyldi á hagkvæmari liátt, t. d. með flutningsböndin. Hann riss- aði niður ofurlitla teikningu á papp- írsblað, til þess að sýna hvernig hann Iiugsaði sjer það. — Já, en þetta er fyrirtak, sagði aðalforinginn. Þetta datt mjer ekki i hug. Hvernig stendur á, að þjer cruð svona vel inni i þessu? — Æ, jeg ætlaði einu sinni að verða verkfræðingur, sagði Karl og roðn- aði. — Jeg geng þá að þvi visu, að þjer hafið áhuga fyrir þessu? •— Já, mjög svo. — Þakka yður innilega fyrir. — Ekkerl að þakka, herra aðalfo!'- stjóri, mitt er að þakka. Þau voru orðin lrneytt. — Á hvaða gistihúsi búið þjer, spurði aðalforstjórinn. — Á Royal? — Nei, nei, flýtti Karl sjer að segja. Við búum út af fyrir okkur. Áðalforstjórinn vildi endilega aka þeim heim, en það vildi Karl ekki heyra nefnt. Það væri svo langt heim til þeirra, sagði hann. — Og hvenær fæ jeg að tala við yður næst? — Jeg skal hringja til yðar, sagði Karl. Itvað þetta var yndislegt kvöld. Bara að maður gæti botnað nokkra lifandi vitund í þessu — þessum að- alforstjóra, sem fyrir hvern mun vildi hióða þeim með sjer, og sem hafði veriö svo alúðlegur, og að lokum trú- að honum fyrir áformum sínum um mótorverksmiðjuna .... En þau voru of þreytt til að hugsa núna. — Jeg skil það ekki, sagði Kai'I. Hann gat varla hahlið augunum opn- um. — Þetla er undursamlegt, sagði Mitzi um leið og hún var að sofna. — Blátt áfram undursamlegt. Daginn eftir fluttu kvöldblöðin litla en þýðingarmikla smágrein. Þar var sagt frá því, að hinn frægi fjármála- maður Sangheim hefði mikinn áhuga fyrir tillögum Fellners aðalforstjóm um mótorverksmiðju, og mundi stofn- un verksmiðjunnar nú ákveðin. Nú skildu þau Karl og Mitzi loks- ins hvað það var, sem valdið hafði þessu skemtilega kvöldi. Það var eintómur misskilningur. — Jeg hefði átt að geta skilið það, sagði Karl. Það eru aðeins ríkir menn, sem eru boðnir í næturklúbba, menn sem ekki þurfa að láta bjóða sjer. Hann mintist nú þess að hann liafði lofað aðalforstjóranum að hringja. En það var blátt áfram hlægilegt út því sem komið var. Að- alforstjórinn vildi láta Sangheim hringja til sín en ekki Karl Miiller. Svo að það var tilgangslaust. En eigi að síður var þessi hugsun altaf að sveima í hug hans, að hann yrði á einhvern hátt að reyna að borga sinn hlut í kostnaðinum við næturgleðina, sem hafði verið ætluð alt öðrum manni en honunt og loks ákvað hann, eftir nokkura daga umhugsun, að fara á skrifstofu Fellners aðalfor- stjóra. Honum var undir eins hleypt inn. — Loksins! kallaði aðalforstjórinn og kom glaðlegur á móti honum. EFNILEG KYR. Þessi kýr er orðin fræg. um alla Danmörku, þó ung sje. Hún er bor- in nálægt Horsens í janúar 1933 á hæ, sem heitir Fausliöjgaard og eig- andinn lieitir Karen Andersen. Árið eftir að ’kýrin bar í fyrsta sinni mjólkaði hún 857(1 kg. og fitumagn mjólkurinnar var 4,20 '/'< og smjörið eftir þetta fyrsta ár 410 kg. og þykir þetta fágætt um svo unga kú. Annan; er kúakynið á bænum landfrægl. Þær mjólka að meðaltali á ári 0415 kg. með 4,49 "< meðalfitu og smjörmágn- ið á ári er 324 kg. á kú. Það borgar sig að eiga svona skepnur! — Jeg verð að gera yður afsökun. sagði Karl. — Jeg er ekki .... — (ióði vinur, það liefi jeg vitað lengi. Sangheim hringdi lil mín og bar til baka það, sem hafði staðið í blöðunum. En þá var það of seint, Því að greinin hafði haft þau áhrif, að fjöldi manna gaf sig fram og bauð fje í fyrirtækið með Sangheim, og nú eru svo margir komnir, að við þurfum ekki á honum að halda. — Má jeg óska yður til hainingju, herra forstjóri. Það gleður mig. Og mjer list ljómandi vel á hugmyndina. — Jú, en þó eru breytingartillög- urnar sem þjer gerðuð, bestar, hr. Múller! Það er þessvegna, sem mjer var áhugamál að hitta yður aftur. En jeg vissi ekki heimilisfang yðar. Vonandi hafið þjer ekki á móti þvi að taka á móti svolítilli fjárupphæð, segjum 1000 schillingum, fyrir hug- mynd yðar. Og svo leyfist mjer máske að senda konunni yðar blóm- vönd? Jeg veit að hún heldur afar- mikið npp á rauðar rósir. Það borgar sig sumstaðar að iðka knattspyrnu. Atvinnufjelögin ensku sanna þetta. Á síðasta starfsári græddi I. d. knattspyrnufjelagið „Arsenal“ eina miljón króna. Og á síðustu sjö árum liefir það haft um fimm miljón krónur í hreinan ágóða. Enskur dómstóJI hefir nýlega sýkn- að bilstjóra einn af ákæru um að hafa brotist inn í búð, þrátt fyrir það að fingraför þau„ sem fundist höfðu í búðinni voru alveg samskonar og fingraför bílstjórans. Fingraför hafa hingað lil verið talin óyggjandi sönn- un í slíkum tilfellum og það verið fullyrt, að engir tveir menn i heimi hefðu samskonar fingraför. I Eng- landi hefir l'ingrafaraaðferðin verið uotuð um 500.000 sinnum til þess að sanna glæpi og þessvegna hefir heldur en ekki komið á lögregluna við þessa uppgötvun. -----x----- (

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.