Fálkinn


Fálkinn - 14.11.1936, Blaðsíða 9

Fálkinn - 14.11.1936, Blaðsíða 9
F Á L K 1 N N 9 YHCS/W U/KNMRNIR Skrifborðið. Eínfðld reiðhjðlagrínd Áttu skrifborð sjálfur? Líklega er það ekki, en jeg efast ekki um, að þig langi til að eignast slíkt þarfa- < þing. Og þetta er hægt með litlum tilkostnað. Þú getur nefnilega smið- að það sjálfur og nú skal jeg segj;i þjer hvernig þú ferð að því. Þú getur eflaust fengið tvo langa og mjóa kassa undan ávöxtum hjá einhverjum kaupmanninum. Þeir verða að vera óskemdir og svo heflar þú þá og fágar og setur þá svo sam- an aftur. Annar gaflinn er settur eins og liilla í kassana miðja. Ef þú ert svo heppinn að finna gamla borð- plötu uppi á lofti þá notarðu hana vitanlega fyrir plötu í skrifborðið, en annars verðurðu að fá breitt borð og saga það í tvent og skeyta saman bútana í plötu. Og svo verðurðu auð- vitað að mála borðið fallega og bera lakk yfir. Þá er þetta orðið allra besta skrifborð, sem getur enst þjer í mörg ár. Og skápana geturðu not- að fyrir bækurnar þinar. Stjörnumerkin. 9 .9 .ö 'P 2t .ft 9 Sf', Einhverntíma í forneskju lóku hin- ir fornu stjörnufræðingar upp á þvi að gera sjer merki fyrir allar helstu stjörnurnar sem þeir þektu. En eins og þið vitið er stjörnufræðin og stjörnuspáfræðin æfa gömul vísinda- grein og meðal Araba og Forn-Egypta voru uppi ágætir stjörnfræðingar, sem reiknuðu brautir himintungl anna. Þessi stjörnumerki miðuðust við viss einkenni þeirra goða, sem stjörnurnar voru nefndar eftir. Hjerna á myndinni sjást merki hinna átta reikistjarna. I er Merk- úrius og merki hans á að tákna hinn vængjaða staf guðsins. 2 er Venus. gyðja fegurðarinnar, sem táknuð er með liandspegli. 3 er merki jarðarinn- ar, hringur með litlum krossi ofan á. 4 Mars: skjöldur og spjót herguðs- ins. 5 er Júpitersmerkið: einskonar afbrigði af bókstafnum Z, fyrsta stafnum í nafninu Zeus, sem er liið gríska heiti Júpiters. Þá koma (i Saturnus, 7 Úranus og 8 Neptunus sem hefir að merki þrífork hafguðs- ins. Þessi merki má oft sjá á bók- merkjum og ýmsum teikningum og nú vitið þið hvað þau þýða. Það er ekki gaman að þurfa að fleygja hjólinu sínu i skúrinn heima hjá sjer, halla því upp að eða kasla svo að maður þurfi að eiga það á hættu, að það verði fyrir hnjaski. Maður þarf að hafa ákveðinn stað úti við. En það er bót i máli að það er auðvelt að gera sjer grind til þess að látá hjólið sitt standa í. Lítið þið hjerna á myndina. Þið fáið ykkur si- valann járntein, um það bil einn sentimetra í þvermál og beygið hann um miðjuna svo að hann verður eins og hárnál í laginu og stingið báðum endunum góðan spotta ofan í jörðina. Og þá hafið þið fengið á- gæta grind handa reiðhjólinu ykkar. NÝTT DANSKt LEIKRIT. Myndin er af frumsýningu danska leiksins „Kentaur“ eftir prestinn Carl Nielsen. Var hún á kgl. leikhús- inu. Á myndinni sjást leikararnir .Tohn Price og Inge Hviid Möller. Leikurinn fjekk fremur ómilda dóma. Alt med Eimskip. Krossgáta Nr. 249. Lárjett. Skýring. 2 smiður. 12 spjör. 14 söngurinn. 15 glufa. 17 lýð. 18 ilmandi. 20 vökvi. 21 heiðri sviftur. 23 töfrað. 25 svona og svopa. 27 búið til. 28 boðberi út- varpsins. 31 sjávar. 33 hefir hátt. 34 deyfð. 35 króin. 36 stikaðu. 37 heims- álfa. 39 danskt dagblað. 40 mosi. 41 niðji. 43 skannnst. 44 smíða. 46 kvæði. 48 samtenging. 49 veiðitæki. 51 nor- rænn. 52 farg. 53 sænskur eðlis- fræðingur. 55 i fullu trje. 57 þýsk sveit. 58 innan að. 59 kafald. 61 merki. 62 fer á sjó. 64 gæðatíð. 69 titill. 70 liðugri. Lóðrjett. Skýring. 1 eru flestir 1 sinni á ári. 2 spil í „lomber“. 3 íþróttafjelag. 4 verknað- ur sem varðar refsingu. 5 gefa hljóð frá sjer. 6 dula. 7 verslun. 8 lífsstarf- semi. 9 nefnifallsending. 10 leiðar- vísir við stafsetningu. 11 við mörg útvarpstæki. 13 sofa. 16 nokkrar. 18 byrjun á stúdentasöng 19 það sem gengið er á. 22 stofn. 24 þyngdar- eining. 26 sögn í spilum. 29 hröð ferð. 30 mentastofnun. 32 band. 34 prik. 38 verslunarmaður. 42 skemm- ist. 45 eitt par í viðbót. 47 fyrirlestur. 50 til vinstri. 52 frumefni. 54 óbygðir. 56 hvatningarorð. 57 bindindisfjelags- skapur. 60 hress. 63 viðurnefni. 65 fyrstur ísl. biskupa. 66 fleirtöluend- ing. 67 þingeyskt skáld. 68 frumefni. Lausn á Krossgátu Nr. 248. Lárjett. Ráðning. 2 bimsalabimm. 12 rorr. 14 áfall. 15 satt. 17 ara. 18 allklár. 20 lóa. 21 umturna. 23 Slembir. 25 titt. 27 sina.. 28 afgrunn. 31 rigi. 33 lengd. 34 lauf. 35 islam. 36 lituð. 37 kýla. 39 kl. 40 un. 41 Miló. 43 ás. 44 ríki. 46 agga 48 ea. 49 his. 51 hindúar. 52 eir. 53 varúðg. 55 grasið. 57 æ æ. 58 og. 59 Amú. 61 st. 62 S. P. 64 stórubranda- jóla. 69 atarna. 70 gráðan. Lóðrjett. Ráðning. 1 grautarskál. 2 Brattagil. 3 í. It. 4 sálnaflakkið. 5 afla. 6 lak. 7 alls 8 blálendingar. 9 ms. 10 malbikaði. 11 sfararflóar. 13 ormi. 16 tóin. 18 ar. 19 re 22 út. 24 M. S. 26 örn. 29 geml- ingar. 30 ugluaugun. 32 Isar. 34 luma 38 ýsuvætt. 42 leiðsla. 45 íhugun. 47 grasar. 50 S. A. 52 ei. rorr. 56 stjá. 57 æsa. 60 mat. 63 Pan. 65 óa. 66 Ba. 67 dg. 68 óð. Litið þið myndina. Þið eigið eflaust litaða blýanta, því að þeir eru eitt af því, sem börnin vilja helst eiga undir eins og þau eru farin að sitja inni þegar dag- arnir fara að styttast. En ef þið eigið blýanta þá getið þið gert fallegasta málverk úr myndinni sem þið sjáið hjerna. Fyrst límið þið alla myndina á pappaspjald og látið hana þorna. Því næst málið þið Arabann með einum lit og úlfaldann með öðruni og siðan pýramidann, þálmann og sandinn livert með sínum lit. Svo klippið þið út Arabann og úlfand- ann og festið Arabann í söðulinn á úlfaldanum, með því að gera rifu i söðulinn þar sem punktarnir eru og stingið hakinu á Arabamyndinni i rifuna. Þarnæst festið þið úlfaldann í myndina, i punktalínunni að neð- anverðu. Og loks beygið þið papp- ann eftir punktalinunni. Myndin á að standa á brotinu, sem verðlir fy'r- ir neðan hana. Tóta frœnka.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.