Fálkinn


Fálkinn - 14.11.1936, Blaðsíða 11

Fálkinn - 14.11.1936, Blaðsíða 11
F A L K I N N 11 Björgunarstóltinn með mánni í er kominn upp að landi. Bvað er nert tll að verjast sjöslysum. • Frh. af bls. 4. Vestmannaeyja en hæfði illa staðhátt- um þar og er nú i Reykjavík. í stað- inn hafa Vestmanneyingar eignast 1 tvo „brimbáta" — sterkbygða báta róna, með flothylkjum og geta þeir oft komið að gagni, þar sem ekki er hægt að koma öðrum bátum við. Brimbátar eru á fjórum öðrum björg- unarstöðvum fjelagsins. En það sem einkum befir verið lögð áhersla á, er að koma upp flug- línustöðvum sem allra víðast, þar sem svo brimasamt er við ströndina að ekki er viðlit að komast á bátum út í strönduð skip. Þessi fluglínuáhöld voru komin á nálægt tuttugu staði um síðustu áramót en um tíu hafa bæst við á þessu ári. Mjög eru þessi tæki mismunandi, eftir þvi hve gera má ráð fyrir að langt sje að ná til skipanna úr landi og eru ýmist not- aðar byssur, sumar langdrægar eða flugeldar, til þess að skjóta línunni út í skipin. Hjer verður sagt frá einni björgun með fluglinu, sem gerð var núna seint í sumar. Það var í Grindavík, en Björgunarsveitin þar hefir átt því láni að fagna, að forða fjölda mannslifa frá druknun og hvað eftir annað, úr hinum ægilega brimgarði hins opna hafs, sem þar æðir yið ströndina. Fluglínustöðin við Grindavík er einna fullkomnasta fluglinustöðin Jijer á landi og hefir kostað Slysa- varnafjelagið rúm 3000 krónur. Og sú stöð hefir sannað, að hve miklu gagni þessi hjörgunartæki geta kom- ið, þó að ekki sjeu þau dýr. En það er fleira en tækin sjálf, sem með þarf við björgun. Eigi er minna um hitt vert, ,að björgunarsveitin sje skipuð samlientum og viðhragðsfljót- um mönnum, sem kunna vel til björg- unar. Og í því efni standa Grindvík- ingar ekki að baki. neinum. Sveit þeirra hefir orðið fræg fyrir afrelc sín og er vel að þeirri frægð komin. Hjer fer á eftir orðrjett skýrsla formanns hjörgunarsveitarinnar i Grindavílt, Eiríks Tómassonar um strand togarans „Trocadero" frá Grimsby 'í sumar. Fer best á þvi að birta hana orðrjetta. Hún lýsir svo vel yfirlætisleysi mannanna, sem horfast í augu við dauðann. Þar eru engin stór /orð, ekkert gert til þess að gera mikið úr verkinu. Það er eins og verið sje að segja frá ofur liversdagslegum viðburðum: „Um kl. 3 aðfaranótt sunnudags 6. september var jeg vakinn og mjer sagt, að skip væri strandað á svo- nefndum Flúðum hjer utan til við þorpið, en þar var fjöruborðið mikið og fjaran sljettar klappir. Var nú björgunarsveitin vakin, Björgunar- tækin tekin og komum við í strand- staðinn um kl. 3%. Vindur var af S.S.A. og vindhraði um 7 stig. Brim var ekki mikið eftir því sem við er að búast á þessum stað, þegar vind- ur stendur á land. Þar sem aðfall var rjett að byrja, skipið langt frá landi og óbrotið að þvi er sjeð varð, var ákveðið að fresta björgunartilraunum þar til það bærist nær landi, þar eð við befðum orðið að flytja björgunar- tækin upp 'eftir flúðunum undan sjónum með aðfallinu, þótt samband liefði náðst við skipið, sem vafasamt er, vegna þess hve langt það var frá landi. Með aðfallinu barst skipið nær og sneri oftast stefni til lands, og valt það tiltölulega litið. Um kl. ö virtist það festast miðskipa, því þá sló þvi flötu og gengu þá ólögin yfir það um miðjuna. Skömmu síðar losnaði það og barst nær landi; var nú auðsjeð að það var farið að leka, því það lá dýpra í vatninu en áður. Vorum við tilbúnir að gera björgunartilraun bvenær sem var. Kl. um 6Ms var fyrsta skotinu skotið, en okkur virt- ist eldflugan óvenju kraftlítil enda dró hún ekki. Næsta skot hæfði ekki lieldur, fór lieldur hátt og fauk lín- an yfir skipið. Með þriðja skoti tókst að bæfa og náðu skipverjar línunni og dróu halablokkina til sin. Tók það nolckurn tíma og eins að festa henni, og svo líflínunni. Var líflínan Björgunarmennirnir að taka einn skipbrotsmanninn úr björgunarstólnum Nýkomið: BANKASTRÆTI 7 SÍMI 1496 Korrespondance. Damer og Herrer i alle Aldre og Stillinger frá Danmark, Norge og Sverige önsker Brevvexling. Diskretion. Opgiv Alder og specielle Önsker. Skriv til: Korrespondanceklubben, Kopar- dal, Norge. þvi næst strengd, sem var töluvert erfitt, þar eð vegalengdin milli skips og lands var um 140 faðma. Skipið færðist altaf nær og nær landi með- an á björguninni stóð og urðum við því sífelt að vera að strengja líflin- una. Um kl. 7Vz var fyrsti maðurinn kominn í land og kl. 10% voru allir skipverjar, 14 að tölu komnir í land. Skip þetta reyndist að vera Trocad- ero G. Y. 129, frá Grimsby. 36 menn tóku þátt í björguninni. Hjeraðslæknirinn Sigvaldi Kalda- lóns var þegar á strandstaðnum áð- ur en fyrsti maður kom i land og dvaldi þar og athugaði heilsufar manna jafnóðmn og þeir komu að landi og vitjaði þeirra siðar á heim- ili þau, er þeim var komið fyrir til lijúkrunar. — Reyndust þeir allir Iiraustir og ómeiddir. Skipverjar reyndu tvisvar að skjóta linu á land með línubyssu er þeir höfðu um borð, en hún dró ekki“. — Sá sem eigi hefir sjálfur sjeð sjó- inn hamast í brimgarði fyrir opnu bafi gerir sjer ef til vill ekki í; hug- arlund hvað er að gerast þegar svona stendur á. En þeir sem hafa sjeð brimið i almætti sínu vita, að svona orustur eru enginn barnaleikur. Sum- ar af myndunum sem hjer birtast gefa betri hugmynd imi það en löng lýsing. Og hvar væru mennirnir 14 nú, ef ekki hefði verið hægt að hjálpa úr landi? Þá spurningu hafa menn gott af að ihuga, — Að það verði sem fæstir blettir á hinni hættulegu strönd Islands, sem ekki hafa tæki til björgunar — það er áhugamál og viðfansefni Slysavarna- fjelagsins. Allar myndirnar eru teknar at Einari Einarssyni Krosshúsum, Grindavik. VANDAÐIR KIRKJUGRIPIR Frh. af bls. 3. ■f 'rdæmi með þvi að efna til sam- skota á 20 ára afmæli kirkjunnar fyrir tveim árum, í því skyni að kaupa vandaða gripi handa kirkj- unni. Eru þeir nú fullgerðir og sjást hjer á myndinni. Gripirnir eru: patina, oblátudós, vinkanna og kal- eikur, alt úr skiru silfri og smiðað af Leifi Kaldal og eftir teikningum hans. Eru þetta listrænir gripir og einkar fagrir, með sjerkennilegum ^F* 1 Alll með islenskum sktpum' stíl, og munu gripir þessir er tímar líða fram verða dýrmætt sýnishorn af íslenskri silfursmíði. — Á patín- unni er kross á miðju og stafirnir J.H.S. (Jesus Hominum Salvator) en i kring letruð orðin: Brauðið sem vjer brjótum er samfjelag um líkama Krists.— En á könnuna er letrað erindið: „Þú Jesús lífsins lindin best“ og stafirnir J.H.S. En á stjett kaleiks- ins neðst er letrað: „Gripi þessa gaf Kvenfjelag Hafnarfjarðarkirkju i minningu um 20 ára afmæli kirkj- unnar 1934“. Þessir vönduðu gripir hafa lilotið almenna aðdáun þeirra sem sjeð hafa, enda munu þeir ekki eiga sinn líka.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.