Fálkinn


Fálkinn - 14.11.1936, Blaðsíða 8

Fálkinn - 14.11.1936, Blaðsíða 8
8 F Á L K I N N Nr. 409. Adamson og kraftæfingaböndin. Nr. 410. Adamson tendir í ágöngum. S k r í 11 u r. — Yður þýffir ekkert aff reyna að fela yffiir. Jeg sá vel Iwernig þetta alvikaffist. — Er hann ekta, þessi hundur? — Já, faðirinn var ekta greifingi en móðirin ekta mjóhundur, svo aff hann er svo ekta, sem hugsast getur. Fjölleikhússtjórinn: — Þetta er hrœffilcgt. Klukkuna vantar ekki nema fimm minútur og Olsen er ekki kominn ennþá. — Þaö er sifelt klukknahljóff fyr- ir eyrunum á mjer, læknir. — llvaö starfið þjer? — Jeg er á landsímanum. Nýja straumlinan. Jakob hafði orðið fyrir bifreið og meiðst eitthvað. Þegar Mundi hittir hann skömmu síðar, gengur hann við tvær hækjur. — Hvað er að sjá þig, kunningi, segir Mundi. — Geturðu ekki verið án hækjanna. Jakob leit alvarlega kringum sig og segir svo: — Læknirinn segir, að jeg þurfi ekki neinar hækjur, en málaflutningsmaðurinn heimtar að jeg noti þær. Sigurður gamli var á gangi og vin- ur hans heilsar honum og segir: — Mjer er sagt að konan þín sje með magakvef. — Já, rjett er það, segir Sigurður, að hún hefir magakvef. En það er jeg sem hefi þjáningarnar af þvi. Sörensen stórkaupmaður og kona hans, eru á siglingu kringum hnött- inn á stóru farþegaskipi, þar sem öll hugsanleg þægindi eru til og ekki nema ónæði að því að vera að fara á land á viðkomustöðunum. — Hvaða land er nú þetta, spyr Sörensen skipstjórann einn daginn. — Þetta er Ceylon. Og i næstu viku komum við til Singapore. — Skrifaðu þetta hjá þjer, Amanda, segir hann við konuna sína, — svo við gleymum ekki að segja frá því þegar við komum. heim. Og svo skul- um við fara niður og athuga miðdeg- isverðinn. Læknir nokkur var hringdur upp frá nýgiftum lijónum og beðinn um að koma undir eins. Þegar hann kom þangað stóð húsbóndinn í dyr- unum, með úrið í hendinni. — Hvað er að hjá yður? spurði læknirinn. — Það er ekkert að núna. Eh kon- una mína langaði til að vita, hvað lengi væri verið að ná i lækni, ef ske kynni að lmn yrði skyndilega veik. Þjer voruð fjórar mínútur þetta sinn. Áhugasami bílistinn.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.