Fálkinn


Fálkinn - 14.11.1936, Blaðsíða 5

Fálkinn - 14.11.1936, Blaðsíða 5
F Á L K I N N o Myra Gruhenberg: Prettir sem fóru vel. Þau höfSu sparað og nurlað í lieilt ái og neitað sjer um hvert lítilræð- ið, hvað skemtanir snerti, en nú fór að líða að þeim mæta degi og þau lilökkuðu bæði ,til þess að votta livort öðru þakklæti sitt fyrir fimm ára hamingjusama sambúð. Þó að vasapeningarnir hennar og sígarettu- peningarnir ’hans hefðu verið litlir, þá var það samt svo, að þeim hafði háðum tekist að safna sjer talsverðri upphæð, og nú tóku þau fram fjár- sjóðina sína með mestu leynd og með þetta Sesam opnist þú — í vas- anum voru þau viku eftir viku að skoða i búðargluggana og velja hvort öð'ru gjöf af þvi allra fínasta — í þessum verðlagsflokki. Auðvitað höfðu þau ekki of mikið vit á því, sem þau voru að skoða; hann hafði ekki hugmynd um hvers- konar kventöskur voru í tísku þá stundina, og karlmannatískan var henni jafnmikill leyndardómur og hebreskan. Það hefði verið hyggi- legra, ef þau hefðu haft hlutverka- skifti og valið sjer gjöfina sjálf, en það náði ekki nokkurri átt, því það var hið óvænta, sem gaf gjofinni mest gildi. Hinsvegar liöfðu þau auð- vitað ekki verið að nurla og spara i gjöf, sem viðtakandinn svo ekki kærði sig neitt um, og afleiðingin af þessu varð sú, að vandræði þeirra uxu dag frá degi. En einn góðan veðurdag gat Mitzi ekki á sjer setið lengur. Hún spurði Karl formálalaust, hvers hann óskaði sjer helzt. Og hann notaði þetta á- gæta tilefni til þess að spyrja liana að þvi sama. Og það kom á daginn að þetta var hyggilega gert, því að hvorugt þeirra langaði neitt sjerlega i ]>að, sem hitt liafði hugsað sjer að gefa, en báðum kom þeim saman um, að það hlyti að vera hægt að fá eitthvað skemtilegt fyrir pening- ana. En Karl gekk á hana og spurði hvers hún óskaði sjer, og nú kom hik á liana þangað til hún stundi upp ákaflega einkennilegri tillögu: Að þau skyldu fara saman á veit- ingahús og eyða peningunum þar, svalSfit þeim, eins og hún komst að orði; þau skyldu ekki velta fyrir sjer liverjum eyrinum heldur leggja bæði saman og eyða og spenna eins og höfðingjar. Og þó að það væru eiginlega prettir, þá skyldu þau skemta sjer eins og þau væru ríkt fólk, meðan peningarnir entust. Karl bað hana að minnast þess, að það væri varanlegra gaman að t. d. liand- tösku, en að eyða peningunum á einu kvöldi----------. En Mitzi áleit, að skemtilegri og varanlegri væri endurminningin um eitt verulega glaðvært kvöld en einhver dauður hlutur. — Og jafnvel þó að við eyðum peningunum á einum klukkutíma, sagði hún, þá gerir ])að ekki neitt til. Því að þá höfum við verið forstjór- inn og frúin hans í heilan klukku- tíma. Hvað segirðu um það? Karl fjelst á tillöguna og vildi nú fara að semja dagskrá fyrir kvöldið. en það kærði Mitzi sig ekkerl um. hún vildi mildu heldur fara eitthvað út i bláinn, láta tilviljunina ráða, lifa æfintýri. Og hátíðiskvöldið fóru þau bæði i fínustu fötin sin. Kjólfötin hans voru altaf eins og ný, vegna þess að hann hafði svo sjahlan haft tækifæri til að nota þau. Og kjóllinn hennar var töfrandi. Að vísu: það var vinkona hennar en ekki hún sjálf, sem átti hann, en það stóð hvergi skrifað á hann. Og þau gengu hátíðlega út úr portinu, full eftirvæntingar og á- nægju, og með troðna vasabók með heilum fimtíu schillingum í, að maður ekki teldi smápeningana í vestis- vasanum. Karl benti oflátungslega fyrsta bilnum sem ók framhjá. — Við erum ókunnug hjer í borg- inni, sagði hann. Getið þjer sagi okkur hvar best er að fá sjer nð borða? — Á Hotel Royal, svaraði ungi bílstjórinn umsvifalaust. — Gott, þá ökum við þangað. En þjer verðið að aka hægt. Þau nutu ökuferðarinnar eins og unaðar. Mitzi þrýsti sjer upp að að manninum sínum og hló af ánægju. — Að liugsa sjer það, að margir aka í bifreið á hverjum einasta degi . .— meira að segja i bifreið, sem þeir eiga sjálfir, sagði hann. En Mitzi leit alt öðrum augum á það mál. — Hvern einasta dag? Nei, það er ekki nærri eins gaman og þegar maður gerir það sjaldan. Gullborðalagði dyravörðurinn opn- aði fyrir þeim liurðina, og Mitzi leið við hlið mannsins síns inn eftir anddyrinu, hún reigði sig á sama hátt og hún sá fyrirmyndarkonur gera i kvikmyndum. Tigulegur þjónn, sem var alveg eins og fursti —- endu var hann í rauninni rússneskur stór- fursti — tók á móti þeim og fylgdi þeim að töfrandi og nettu borði. sem var alþakið kristalli, damaski og gerfiblómum. — Hafið þið engin lifandi blóm hjerna? snurði Karl og augnabliki síðar hafði þjónninn sent blóma- sölukonuna lil þeirra. Karl valdi vandlega þrjár dumbrauðar rósir, jafn dumbrauðar og kinnarnar á Mitzy, sem glóðu af hrifningu. Hún fann að allir horfðu á hana. Karl greip matseðilinn og leit náð- arsamlegum augum yfir hann. Hann hafði ekki hugmynd um hvað öll þessi útlendu orð þýddu, en sagði með þreytulegri rödd: — Það samal Altaf það sama! Hann áleit það þó varhugavert að fara að biðja um eitthvað af þessu sem hann hafði ekki liugmynd um hvað var og bað þessvegna um sjer- staka kvöldverðinn, sem var fiinm rjettir. — Og svo, fyrst þurt og svo sætl vín, sagði hann i skipunartón. — Gjarnan, gjarnan, lierra for- sljóri, sagði þjónninn, sem var fursti. Annaðhvort liafði látbragð Ivarls haft áhrif á hann, eða hann hafði það fyrir sið að segja lierra forstjóri við alla þá, sem liann þekti ekki og vissi ekki, livernig átti að ávarpa. — Skál, herra forstjóri. brosti Mitzi og lyfti glasinu sinu. — Skál, frú forstjóri. svaraði Karl. — Ó, það liafði verið prýðileg uppástunga að fara þangað. Alt í kring voru falleg og ánægjuleg and- lit, fínt fólk — og nú voru þau í tölu þessa fólks. Allur salurinn ljóm- aði af auði og skarti, einhversstaðar ljek hljóðfærasveit, en enginn sá hvar lnin var — ofur veikt til þess að trufla ekki samræðurnar — alt var miðað við hinn viðkvæmasta smekk og í raun og veru kom hjer ekki nema tígið fólk. Mitzi ]>ekti þarna frægan kvikmyndaleikara og varð frá sjer numin af hrifningu. Eins og heyra mátti á málfærinu voru það höfðingjar, sem sátu við næsta borðið og gamla konan þarna var ávörpuð með orðunum yðar náð. En þó að hjer væri fagurt um að litast þá var þó eins og enginn yndi sjer lengi. Fólkið kom hingað aðeins til að borða og svo fór það leiða:’ sinnar. Það náði ekki nokkurri átt að eyða öllu kvöldinu á þessum stað. Á eftir var farið á bar eða í næturklúbb, það var eigi aðeins að allir peningarnir gerðu þetta kleyft heldur ýttu þeir undir mann að gera það. Það var einskonar ókyrð og asi á öllum. En Karl og Mitzy gátu ekki afráðið að fara, reikningurinn mundi sennilega gleypa alt rekst- ursfje þeirra, og þau, þau gætu ekki haldið kvöldinu áfram á öðrum stað. Fyrir utan beið hversdagslífið, þar sem athuga þurfti, hvort maður mætti eyða í sporvagn. — Ertu reið mjer fyrir að jeg kom með þessa uppástungu? spurði Mitzy rannsakandi. — Engan veginn, svaraði Iíarl angurvær. En það er leiðast, að araumurinn skuli bráðum vera á enda. — Það held ég alls ekki, það held jeg alls ekki! Vínið, hljóðfæraslátt- urinn og öll dýrðin hafði stigið Mitzi til höfuðs. — Jeg finn að það gerast einhver kraftaverk, sagði hún og hló. — Afsakið, sagði furstalegi þjónn- inn í dyrunum. Það er einhver í sím- anum, sem vill tala við frú Sang- beim frá Ziiricli. Samtalið hljóðnaði og allir litu upp. Sangheim frá Zúrich, það var vellauðugi bankaeigandinn, sem morgunblöðin höfðu skrifað svo mikið um. Að sögn var hann kom- inn lil borgarinnar út af stórkost- legu kaupsýslufyrirtæki. Hver gat það verið? En Karl og Mitzy höfðu ekki liug- mynd um, hver þessi Sangheim var og hve þýðingarmikið nafn hafði verið hrópað inn í salinn. En orðið simi vakti aðrar liugsanir hjá Mitzy. — Jeg má til að hringja til hennar mömmu og segja lienni, live vel við skemtum okkur, sagði hún. Hún hafði þegar staðið upp til þess að fara út. — Hvar er síminn með leyfi spurði hún þjóninn. — Nú, svo þetta er þá frú Sang- heim, hvíslaði fólkið innbyrðis. Og karlmaðurinn sem með henni er hlýtur þá að vera .... Einn af fínu gestunum á hótelinu hafði undir eins skilið hvað á spýf- unni hjekk. Hann var alkunnur kaupsýslumaður og sjerlega laginn á að grípa fljótt tækifærin, uhöir eins og þau gáfust. Hann benti þjón- inum að koma til sín. — Viljið þjer færa manninum þarna nafnspjaldið mitt og spyrja hvort mjer leyfist að ónáða hann svo sem fimm mínútur? Karl tók við nafnspjaldinu og botn- aði ekki neitl í neinu. — En geri liann svo vel — úr þvi að honum er þetta svo mikið áhuga- mál — þá er honum það velkomið. Ókunni maðurinn kom lil hans að vörmu spori: — Jeg bið yður mikið afsaka að jeg ræðst svona að yður, en mjer datt í hug, að þjer hefðuð ef til vill gaman að þvi, að koma út og skemta yður i kvöld, og úr því að þjer eruð ókunnugur hjerna, þá er mjer sönn ánægja að því aað sýna yður borgina. — Ja, þakka yður kærlega fyrir, stamaði Karl, en jeg veit sannarlega ekki .... J)að var farið að svifa á hann, því að liann var óvanur að smakka vín. Mitzy botnaði ekki heldur neitt i þvi, að þegar hún kom aftur úr sím- anum var kominn ókunnugur mað- ur að borðinu þeirra. En á svona æfintýralegu kvöldi mundi alt vera mögulegt. — Þetta er konan' mín, kynti KarJ, stuttur i spuna. Maðurinn spratt upp og kysti mjög fyrirmannlega handarbakið á henni: — Jeg heiti Fellner aðalforstjóri. — Mjer er ánægja að kynnasl yður, sagði Mitzi og brosti. — Jeg hefi leyft mjer að biðja yð- ur og manninn yðar að koma með mjer i næturklúbb. Það mundi gleðja mig mjög, ef þið vilduð vera gestir mínir .... Mitzi leit á manninn sinn og varð öll að spurningarmerki. — Úr því að hr. Fellner vill endi- lega ...... — Þakka yður innilega, frú, tók aðalforstjórinn fram í. Karl hjelt áfram að tönglast í si- fellu á: „Jeg veit svei mjer ekki“, en aðalforstjórinn færði sig upp á skaftið: — Ur því að frúin segir já, þá tel jeg þetta aftalað mál. Það sem enn átti eftir að ske þessu furðulega kvöldi var svo furðu- legt og margvislegt, að það er erfitt að greina það að., Undur fallegur bíll ók að dyrunum. Ókunni maður- inn hjálpaði Mitzi inn í bilinn. — Akið til Elyseum Bar! — Nei, nei, þjer fyrst hr. Sang- heim. — Hversvegna kallið þjer mig Sangheim? — Nú, þjer viljið vera óþektur? Hvað má jeg þá kalla yður? — Jeg heiti Karl Múller. Hljóðfærasláttur, kampavín og fallegt fólk. — En livað þjer dansið yndislega. frú. — Æ, í guðanna bænum, jeg hefi gleyint rósunum mínum á Hotel Royal. — Gerið þjer svo vel, hjer er lieil karfa full af rósum! — Nei, hinar rósirnar voru frá manninum minum. — Bílstjóri! Akið þjer á Hotel Royal og sækið rósirnar, sem frú Sangheim gleymdi þar. — Þetta er alt of mikil greiðvikni af yður, herra aðalforstjóri. Mjer er það óblandin gleði að geta gert yður greiða .... Má jeg ekki biðja liljómsveitina um eitthvert sjer- stakt lag, sem þjer viljið lieyra? An den schönen blauen Donau? Augnablik! — Þjer megið ekki reiðast mjer, hr. aðalforstjóri, en þennan dans má jeg til með að dansa við manninn minn. — Ó, Karl, jeg er svo sæl .... Allir horfa á okkur .... Ó. ])essi vals ætli aldrei að hætta. — Eigum við ekki að líta inn á einliverjum öðrum stað. Bílstjóri! Á Etcetera Bar! Hljómleikar, kampavín, fallegt fólk, dans — sæl og deyfandi hringiða. Undir klukkan fjögur um nóttina enduðu þau á kaffihúsi. Hugsunin skýrðist við sterkt mokkakaffi og nú fanst aðalforstjóranum rjetta stund- in vera komin til þess að komast að erindinu. — Misvirðið þjer það við mig, frú, ef jeg tef manninn yðar i svip, með því að ræða við liann um viðskifta- mál? Mitzi fölnaði. Ætlaði hann að fara að gera upp við manninn hennar það, sem þau höfðu sólundað um nótt- ina? Hún harkaði af sjer og sagði: — Gerið þjer svo vel! — Þakka yður innilega, frú. Aðal- forstjórinn sneri sjer að Karli. — Að vísu byrjaði hann, er hjer um málefni að ræða, sem ])jer eruð ekki vanur að fást við, sem sje mótor- smíði .... — Nei, stamaði Karl, jeg er elcki vanur að fást við þesskonar, hefi aldrei átt við slíkt .... en þegar jeg var í skóla hafði jeg mjög gaman af vjelfræði. — Nú, en þá eruð þjer ekki lengi

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.