Fálkinn


Fálkinn - 20.08.1948, Blaðsíða 5

Fálkinn - 20.08.1948, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 kvæðagreiðsln. Er> fundurinn gekk saint síður en svo hljóðalaust. Full- trúarnir frá Missisippi og' Alabama gengu af honum og hafa hótað að hjóða fram sérstakt forsetaefni. Það er afstaðan lil svertingja, sem veld- ur þessu. Suðurríkjafulltrúarnir höfðu bor- ið fram lillögu um að taka upp á stefnuskrá flokksins að hvert sam- bandsríki gæti ákveðið fyrir sig Jivernig réttindum svertingja eða kynþátta yfirleitt, skyldi liag'að í liverju fylki. Þessi tillaga var felld með 925 atkvæðum gegn 325 og síðan samþykkti fundurinn með 651 atkv. gegn 582 yfirlýsingu um að allar tilraunir til að traðka á rétti ákveðinna kynþátta væru vítaverð- ar. Þá hitnaði í Suðurríkjamönnum og þeir fóru að hóta að kljúfa flokk- inn. Þegar kom áð sjálfu forsetakjör- inu stungu þeir upp á Russel og Paul McNut rikisstjóra frá Indiana. En við atkvæðagreiðsluna fékk Tru- man 947 atkvæði mót 263. Sem varaforsetaefni var tilnefndur Alben W. Barkley öldungaráðsmaður frá Kentucky. En Suðurrikjamenn fóru af fundi í bræði. Thomas Dewey er sá maðurinn, sem allir telja vissastan með kosn- ingu, ekki sist vegna þess að Suður- ríkjamenn verða ekki fylgispakir Truman, jafnvel þó að þeir gerðu ekki alvöru úr því að bjóða fram mann á móti honum. Það er líka talið vist, að Henry Wallace taki fleiri atkvæði frá Truman en frá tlewey. Thomas Dewey er í hágengi í Bandaríkjunum eins og stendur. Hann hefir vakið athygli og' það er mikils virði í landi auglýsinganna. Ifatin er aðeins 46 ára og ríkisstjóri í New York-ríki og hefir að baki sér hraða framabfaut i opinberu lífi þjóðarinnar. Kann reyndi að fá að verða í kjöri lil forseta 1940 en lókst ekki, en í staðinn komst hann í ríkissljórastöðuna i New York, sem vitanlega er ekki slorlegt em- bætti. Harold Stassen, sem varð að þoka fvrir Dewey við tilnefninguna er 41 árs, bóndasonur frá Minnesota, með norskt, tékkneskt og þýskt blóð i æðum. Hann hefir lengi ætlað sér að verða forseti og elcki ólildegt að honum takist það einhverntíma. Hann hefir fylgt Truman í utanrík- ismálum en það er meira en sagt vcrður um annan vonbiðil fokksins, Robert A. Tafl, sem gengur undir Þessi vildi gjarnan verffa forseti, en affrir kæi'Öu sig ekki um hann — Mac Arthur. nafninu „siðasti einangrunarsinni Bandaríkjanna“. Hin voldugu og víðlesnu Hearst- blöð vildu fá Mac Arthur hershöfð- ingja fyrir forsetrt og sjálfur var hann til i tuskið. „1 am ready“ svaraði hann símeiðis þegar liann var spurð ur. En annar hershöfðingi var ekki jal'n ,,ready“ nefnilega „Ike“ Eisen- liower, sem nú er orðinn rektor Columbiaháskólans Bæði republik- anar og demokratar hafa reynt að ná í liann, einkum þeir síðari, en hann þvertekur fyrir. Þá er að minnast á Henry A. Wallace. Ekki þarf það að vera hon- um til fyrirstöðu að fólk viti ekki hver hann er, því að bæði er þetta gamall varaforseti Roosevelts og versl unarmálaráðherra. og þegar Truman rak hann úr embætti voru það marg- ir, sem tóku málstað ráðherrans. Wallace talar talsvert digurbarkalega og segist hafa mikið fylgi og fullyrti í vetur að liann yrði 34. forseti Bandaríkjanna, en leiðtogar beggja stóru flokkanna hlógu að. En það kom annar svipur á þá eftir auka- kosningar, sem fram fóru i Bronx N. Y. í vetur, 17. febr. Þar var flokksmaður hans og samherji, Leo Isaclison, kosinn með 23.000 atkv. af 36.000 alls og felldi demokratann sem á móti var, enda þótt bæði Elean or Roosevell og bórgarstjórinn Bill O. Dwyer töluðu máli hans. Wallace hefir fylgi kommúnista og einnig telur liann sér víst fylgi American Labor Party. Hann vill láta ríkið taka við rekstri járnbrauta, kola- náms og stálvinnslu, eins og gert liefir verið í Englandi, en fyrst og fremst er hann á móti Marshalláætl- uninni og segir að liún kljúfi heim- Þennan mann vildu allir gera að forseta en liann vildi þaff ekki Dwight Eisenhower. inn i tvennt. Hann segir að aldrei hefði komið til kommúnistabylting- arinnar í Tékkóslóvakíu ef liann hefði verið húsbóndi í Hvíta hús- inu. Wallace er talinn of þver og ólipur til þess að geta heitið slyngur stjórnmálamaður, en það sópar að lionum og honum er talið margt til gildis. Ýmsir halda því fram að Wallace sé ekki að hugsa um for- setaembættið með framboði sínu heldur aðeins liitt að auka hugsjón- um sínum fylgi innan demokrata- flokksins og vinna að því að „New deal“-stefna Iloosevelts verði tekin upp í aukinni og endurbættri mynd. Eins og heimsstórmálunum liagar nú verður ekki annað sagt en að forsetakosningarnar í Bandaríkjun- um liafi mikla þýðingu fyrir alla veröldina. Andstæðurnar milli aust- urs og vesturs virðast óviðráðan- legar og UNO-sambandið ráðþrota og virðist ætla að fara alveg sömu ieiðina og' Alþjóðasambandið fór. „Veröldin er ein heild“ er ekki nema slagorð ennþá og hefir kannske al- drei verið það frekar en nú. Augu allra þjóða blína á Sovjet og Banda- ríkin, og það sem gerist í innanrik- ismálum þessara valdamestu ríkja heimsins getur haft úrslitaþýðingu fyrir heimsfriðinn og þar með vel- ferð allra þjóða veraldar. Það eru að vísu mörg mikilsverð innanríkis- mál ofarlega á baugi í Bandarikj- unum, sem geta ráðið úrslitum for- setakosninganna, en það sem mestu varðar er hvort kosningarnar fara á þá leið, að hægt verði að koma á sáttum milli stórveldanna og þá um leið milli allra þjóða. Ef þær nást ekki er óhjákvæmilegt að Vestur- Evrópuríkin geri með sér banda- r Þessi er einn vmsælasti stjórnmála- maffur Bandaríkjanna, en þykir of gamall til að verffa forseti - - Arthur Vandenberg. lag, með Bandaríkin að bakhjarli, og þá verður heimurinn klofinn í tvennt um ófyrirsjáanlegan tíma og taugastriðið heldur áfram, jafnvel þó að ekki verði gripið lil vopna og eðlilegt viðskiptasamband jjjóða ENDINGARGÖD FÖT. „Árið 1878 lét faðir minn sauma sér föt úr skosku vaðmáli (tweed) i Edinburgli, — það var fjórum ár- um áður en ég fæddist. Hann gekk í fötunum svo að segja daglega þang- að til hann dó, árið 1900. Eg erfði þau og notaði þau að staðaldri til 1925 en þá gaf éc James syni min- um ]jau. Hann á þau enn og notar þau þegar hann er í sveitinni á vetrum. Þetta er gott dæmi um skosk an iðnað.“ Hver heldurðu að liafi skrifað þetta? Það er enginn annar en Franklin D. Roosevelt sem skrif- aði það, árið 1938. KRINGUM JÖRÐINA Á 8 DÖGUM. Nú er hægt að komast kringum hnöttinn á 8 dögum í áætlunarflug- vél, um Norður-Ameríku, Evrópu og Asíu. Það er ameríska félagið Nortli- West-Airlines og British Overseas Airways, sem halda þessum ferðum uppi i sameiningu Farmiðinn kost- ar 1700 dollara og er það ódýrara en fara með járnbrautum og skipi. á milli dregið í dróma. Þessvegna er þess beðið með eftirvæntingu, sem gerist 2. nóvember. Þessi fær ekki að reyna sig núna, en ætlar aff koma seinna: Harold E. Stassen. SÖGUR AF MARK TWAIN. Mark Twain var í fyrirlestra- ferð og kom á rakarastofu í bænum sem hann átti að tala í um kvöldið. „Eg sé að þér eruð gestur í bæn- um,“ sagði rakarinn. Mark Twain neitaði því ekki. „Þér eruð senni- íega kominn til að hlusta á Mark Twain?“ hélt rakarinn áfram. Jú, ekki gal hinn neitað því. „Hafið þér keypt yður miða, — annars verð- ið j)ér að standa þvi að öll sæti eru seld,“ sagði rakarinn. „Hvaða déskotans vandræði," sagði Mark Twain. „Alltaf þegar þessi náungi heldur fyrirlestur þá verð ég að standa.“ Mark Twain var meinilla við allar ritreglur og greinarmerki, og einu sinni sendi hann miða til forleggj- ara síns með liandritinu, svohljóð- andi: „Háttvirtu lierrar:......“ “ ,... ,„:(?/----)'----. Gerið svo vel að setja jiessi greinarmerki í handritið, þar sem þeirra er þörf. Mark Twain hlótaði mikið, og einu sinni þegar hann krossbölv- aði lengi endurtók konan hans blóts- yrðin orð fyrir orð svo að liann skyldi taka eftir hve ljótt hann segði. En hann sýndi engin svipbrigði og sagði bara: „Þú kannt orðin, kindin mín, en þú segir þau ekki í réttum tón.“ Einu sinni er Mark Twain var i Englandi hafði hann og kunningi lians eitt aleigunni í veðmál um hesta. Kunninginn spurði liann hvort hann ætti fyrir farmiðanum heim til London. „Eg á ekki nema fyrir ein- um miða,“ svaraði Mark, „en þú getur skriðið undir sætið og ég skal sjá um að þú sjáist ekki. Það gengur vel!“ Kunninginn skreið und- ir sætið, en Mark keypti tvo far- miða. „Hver notar hinn miðann?" spurði lestarvörður. „Það er kunn- ingi minn,“ svaraði Mark, „en hann er dálítið einkennilegur í liáttalagi. Hann kann best við að liggja undir bekk þegar hann fer i járnbraut."

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.