Fálkinn


Fálkinn - 20.08.1948, Qupperneq 11

Fálkinn - 20.08.1948, Qupperneq 11
FÁLKINN 11 Theódór Árnason: Óperur sem lifa FRA DIAVOLO. Efnis-ágrip. Ganian-ópera í þreni þáttum eí'tir frakkneska tónskáidið Francois Auber, en textinn eftir Schribe. Frumsýning á Opéra-Comique í París 20. jan. 1830. (Covent Garden 3. nóv. 1831). Höfundur þessarar ieikandi iéttu og skemmlilegu óperu, Francois Auber var frægur og afkastamikill tónsnillingur á sinni tiö. Lagði hann einkum stund á að seriija óper- ur, bæði dramalískar og ærslafengn- ar gamanóperur. Mun liann hafa samið rúmi. 40 óperur alls og lifa enn ýmsar þeirra, t. d. „Fra Diavoio“ óperan sem liér verður rakin iaus- lega. Fer þar hvorttveggja saman, að tónsmíðarnar og textinn eru frá beggja hálfu, tórskáidsins og rit- höfundarins þrungið fjöri o,g hnitti- iegum tilþrifum, og óperan í lieild bráðskemmtileg. Leikuiinn gerist i Terracina á Ítalíu, og er aðalpersónan ræningja- foringi, Fra Diavoto, sem fjöldi íólks dáir og dýrkar, en aðrir hata og ótt- ast. En yfirvöldin hafa heitið tíu þúsund píastra til Iiöfuðs honum. í fyrsta þætti er flokkur róm- verskra liermanna i veitingakránni i Terracina, en fyrir flokki þessum er liöfuðsmaður, sem Lorenzo heitir. Ilyggjast þeir að handsama Fra Dia- volo, dauðan eða lifandi og vinna til verðlaunanna. Það ér þó tvennt sem fyrir Lorenzo vakir, eða að hann vitt slá tvær flugur í einu liöggi. Hann ann hugástum dóttur Matteos, gestgjafans, '■— en stúlkan h.eitir Zerlina. Horfir mjög þurig- lega fyrir honum um þennan ráða- liag, því að hann er maður efnalít- il, og vill karl faðir stúlkunnar, ekki við honum líta sem tengdasyni, en hefir haft á orði að gifta dóttur sína ríkum bóndasyni. En ])að er nú af Fra Diavolo að segja, að hann hefir ])rengt sér inn á criska Jávarðinn Cookburn og unga konu Iians, en þau eru í brúð- kaupsferðalagi um Italíu. Einkum hefir lávarðinum verið ami að fé- lagsskap hans, þó að honum iiafi ekki til luigar komið að liann væri ræningjahöfðingi, ])ví að Fra Dia- volo hefir kynnt sig þeim hjónum sem markgreifann af San Marco. En lávarðinum er ekki grunlaust um, að ]>essi markgreifi muni lita konu sina liýru auga, og er ærið afbrýði- samur. Nú hafa ræningjar úr sveit Fra Diavolos ráðist á hjón ])essi á alfaraleið og rænt þau, og koma þau í kráná þar sem hermennirnir eru fyrir, og segir lávarðurinn höfuðs- manninum sínar farir ekki sléttar og ber sig illa undan því, að sak- laust fólk skuli ekki geta ferðast óhult eða óáreitt af glæpamönnum, um hið fagra land. Þegar hermenn- irnir hafa heyrt frásögn hjónanna þykjast þeir þess fullvissir, að þarna muni Fra Diavolo og menn hans hafa verið að verki, og bregða þeg- ar við i nýja Icit að ræningjunum, því að nú þykir þeim líklegt, að þeir séu þarna ekki allfjarri. Skömmu síðar ber Fra Diavolo sjálfan að garði í markgreifagerv- inu. Er lávarðinum litið gefið um þessa heimsókn, því að hann á von á að nú muni mai kgreifinn ætla a'ð gera nýja atrennu að Iiinni ungu konu sinni. Þó er ])að öllu fremur dýrt demantadjásn, sem konan ber um hálsinn, sem Fra Diavolo hefir augastað á, en konan sjálf. Hann kemst sem sé að raun um, að ensku hjónin hafa leikið á þá ræningjana, og að þeim liefir tekist að fela fyrir þeim megnið af því, sem þau höfðu verðmætast í fórum sínum Hyggst hann nú að kenna þeim, að ekki sé það tilvinnandi, að ætla sér að leika Jtannig á þá ræningjana. Hann gerir ákafar ástar-atlögur að Pamelu, og gefur þó Zerlinu hýrt auga um leið. En nú koma hermenn- irnir aftur og hafa ýmist höndlað eða drepið tvo iugi ræningjanna og náð af þeim að mestu leyti þvi, sem þeir höfðu rænt al' lávarðinum, • bæði peningum og skartgripum. Lá- varðurinn, sem er vellauðugur, verð- ur glaður við, og launar Lorenzo ríkmannlega, því að Iiann gefur hon- um tíu þúsund lira. Horfir nú byr- leg'ar fyrir hinum unga höfuðs- manni, en áður, um ráðahaginn við Zerlínu. En Fra Diavolo gnístir tönnum og hugsar Lorenzo þegjandi þörfina fyrir það að hafa drepið félaga sina. Annar þáttur gerist i svefnher- bergi Zerlinu. Fra Diavolo liefir fal- ið sig þar á bak við gluggatjöldin, og hleypir hann inn í herbergið tveim félögunt sínum, Beppo og Giacomo. Skömmu siðar kemur Zer- lina inn í herbergið og' ætlar að ganga til náða, þreytt að 'loknu dags- verki. Gengur hún fyrst fram fyr- ir líkan af Maríu mey, krýpur á kné og biður kvöldbænir sínar. En þeir félagar hafa gert svo ráð fyrir að Giacomo skuli myrða Zerlinu í svefni, en að hinii tveir ræni ensku hjónin. En bænir Zerlinu eru svo hjart- næmar að jafnvet þessir ræningjar komast við af þeim, og um leið sakleysi hennar. Þetta verður iil þess að töf verður á þvi að glæp- irnir séu framdir, en Lorenzo kem- ur þeim i opna skjöldu. Félagar Fra Diavolo fela sig, en Lorenzo kemur að greifanum (]). e. Fra Ðia- volo) einum þarna í svefnherbergi Zerlinu. Lætur Fra Diavolo sér livergi bregða við þessa heimsókn, en segir Lorenzo glottandi, að hann sé þarna að vilja Zerlinu, þau hafi verið búin að koma sér saman um þetta stefnumót. Lávarðurinn og ýmsir fleiri eru nú komnir á vett- vang, vegna hávaðans. Hvíslar nú Fra Diavolo því að lávarðinum að hann hafi átt að hitta konu hans á þessum stað. Sýnir hann lávarðin- um um leið mynd af konu hans, • en lienni hafði hann rænt úr far- angri þeirra daginn áður. Lorenzo grunar ekki enri, að Frh. á l)ls. 1h. Til hægri: NÝTT FRÁ CHICAGO. Þessi ó- vanálega stílhreini frakki er eftir nýjustu tísku, þó að síddin sé ekki úr hófi fram. Lausa bakið, víðu crmarnar og breiða loðskinns- leggingin, sem liggur niður állan barminn eykur állt hið fína kven- lega útlit, sem nú er svo eftirsótt. TIZIÍUl V\l»Blfi Handa ungum stúlkum. — Þessmm röndctti ullartauskjóll, með þrí- hyrnda vasa, gjörir mjaðmirn- ar breiðar eins og tískan býður. Beltið er líka skemmtileg nýj- ung með stórum málmhring sem beltið er dregið í og spennt til beggja hliða. Síddin er ekki að Parísartísku heldur „London Iínu“ og mun það að sjálf- sögðu falla þeim ungu í geð. Falleg baðföt. — Þessi Lastex baðföt fara óvanalega vel — falla vel að, en þó rykkt. — Sé stúlkan nokkurnveginn vel vax- in hlýtur hún að sýnast fögur í þeim. Þægileg sportföt. —- Shorts eru ávallt shorts. Þær eru ekki bundnar við dutlunga tískunnar en halda sinu upprunalega út- liti. Þessar hér hafa diúpar fell- ingar sem gera næga vídd. Þær er i'ir írsku hörlérefti.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.