Fálkinn


Fálkinn - 20.08.1948, Qupperneq 14

Fálkinn - 20.08.1948, Qupperneq 14
14 FÁLKINN * Þegar Gromyko kvaddi. — Það var fátt um innilegar kveðj.ur, þegar Gromyko, fulltrúi Rússa hjá S.Þ., fór frá New York. Hann tók saman pjönkur sínar í kyrrþei og hélt til hafnar í lögreglufylgd. Þá náðist þessi mynd af lionum. Sænska skipið Gripsholm flutti liann til Evrópu. Matur til Berlínar. — Tempelhof-flugvöllurinn og nágrenni er nú sá staður í Berlín, sem íbúarnir leila helst til á góðviðris- dögum eftir vinnu. Orsökin er sú, að þeir hafa gaman af að sjá flugvirki Bandaríkjamanna flytja mat haiula hálfsveltum Berlínarbúum. FRA DIAVOLO. Frh. af bls. 11. markgreifinn er enginn annar en Fra Diavolo sjálfnr •—og skorar hann ]jví á liann til hólmgöngu við sig. Leikur ræningjaforinginn nú á als oddi. Hann þykist hafa komið svo ár sinni fyrir horð, í samráði við félaga sína, þá sem komist liöfðu undan, að þeir muni geta ráðið nið- urlögum höfuðsmannsins og her- manna hans allra Að jafnaði liefirFra Diavolo reynst „göfuglyndur“ ræn- ingjaforingi. Því hefir verið á lofti haldið um hann, að aldrei hafi hann gert kvenfóiki mein, þegar svo hefir horið undir, að konur hafa verið í för með þeim, sem flokkur hans hefir ráðist á. Og hann liefir verið stórgiöfull 'við fátækl- inga, — en auðvitað tekið gullið úr pyngjum auðugra manna. Nú er lionum mjög hrugðið. Hann er í uppnámi og ræður sér ekki vegna haturs og liefndargirni. En þau verða endalokin, að félag- ar hans verða til þess að koma upp um hann. Zerlina heyrir á tal þeirra Beppos og Giacomos, en þeir höfðu verið í fylgd með markgreifanum kvöldið áður. En nú skilur liún af tali þeirra, hverjir þeir muni vera, og' liér muni ekki vera allt með felldu. Hún segir unnusta sínum frá þessu, og eru þeir þegar gripnir höndum og tii þess neyddir, að ginna foringja sinn í gildru, sem honum er búin. Og nú birtist Fra Diavolo sjálfur, og' er þá búinn að kosta greifa-gerv- inu. Hann tekur Beppo tali, en Beppo lýgur því að lionum, að allt sé í stakasta lagi um þeirra ráða- gerðir. En það reynist þó á annan veg, og er ræningjaforinginn horinn ofurliði og tekinn höndum. Greiðist þá fljótlega úr öllum flækjum, hæði milli þeirra ensku hjónanna og Zer- linu og liennar mannsefnis. Og nú ÚTVARPSRÁÐSTEFNA I KAUPMANNAHÖFN Meðál fulltrúa á ráðstefnunni í Kaupmannáhöfn, þar sem reynt var að ná samkomulagi um skipt- ingu bylgjulengda milli þjóða, var framkvæmdastjóri útvarpsins í Vatíkaninu faðir Filippo Soccorsi. Hér sést hann hlýða á ræðu eins fulltrúanna í hlustunartækjum. VINIRNIR TVEIR. Frh. af bls. !). lyfti henni, skoðaði í hana og kallaði: — Wilhelm! Hermaður með hvíta svuntu kom hlaupandi. Og Prússinn fleygði veiði hinna tveggja drepnu manna til lians og sagði: — Steiktu þessar murtur handa mér strax, áður en þær drepast. Þá verða þær bestar. Svo kveikti liann sér i nýrri pípu. ★ ★ ic ★ ★ reynist einnig auðfegin blessun gest- gjafans, yfir ráðahag þeirra. „Shahinn“ af Iran á Ólympíuleikunum Shahinn af Iran hefir hlotið menntun sína í Englandi, og hefir hann tengt tryggðabönd við landið. Þessvegna ákvað hann að fara með íþrótlaflokki Irans á Ólympíuleikana, en það sætti harðri mótspyrnu stjórn- ar hans og allra blaða landsins. Dvöl hans heima var talin nauðsynleg, því að ýmisskonar örðugleikár steðia að í utanrík- ismálum landsins. En hann fór samt. — Myndin til liægri er tekin við komu hans á flug- völlinn í London. Fullirúi hans og hertoginn af Gloucester eru í fylgd með honum. Á efri mynd inni gengur shahinn fyrir líf- vörð Bretakonungs við komu sína til Buckingham Palace, en þar dvaldist hann meðan Ólym- píuleikarnir stóðu yfir. Georg konungur sést einnig á mynd- inni.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.