Fálkinn


Fálkinn - 20.08.1948, Síða 10

Fálkinn - 20.08.1948, Síða 10
10 FÁLKINN VHO/ftf LE/&H&URHIR Smávegis um dýr Hve niargar dýrategundir heldur ])ú að séu til á jörðinni? Yfir millj- ón! En af þeim eru 750.000 skor- dýr. Gamlar konur eru til, sem standa á því fastar en fótunum, að páfa- gaukar þeirra séu yfir hundrað ára. En það eru nú ýkjur. Ef þær nefndu þann aldur á skjaldbökum þá færu þær nær sannleikanum. Aldur dýr- anna er mjög misjafn. Rottan getur orðið 3—4 ára. kanínan 5—7 ára og liænan getur orðið tvítug. Svo að þeim er ekki láandi þó að þær séu stundum dálitið seigar undir tönn- ina. Kanarífuglinn getur orðið 24 ára, hundurinn 28, en hesturinn get- ur orðið fjörutíu ára. Páfagaukur- innn, sem við minntumst á áðan, getur orðið 00 ára (Það er að minnsta kosti sannreynt), fíllinn 00 og litlar perluskeljar 80 ára. Risa- skjaldbakan er Jiað dýr, sem nær hæstum aldri. Hún getur orðið 200 ára. Hæna, sem verpir 300 eggjum á ári þykir ágæt varphæna. En það eru fleiri dýr en fuglarnir sem verpa. Höggormurinn veipir 5—16 eggjum á ári og þorskurmn „verpir“ 4—5 milljón hrognum. Vængjabreiddin hjá ýmsum fljúg- andi verum er furðanlega mikil. Steingervingur hefir fundist af út- dauðri flugeðlutegund, sem var átta metrar milli vængjabroddanna og súlutegund ein hefir 3.5 metra lengd milli vængjabrodda. Storkurinn 2.2 metra. SAGAN AF LIVINGSTONE 0G STANLEY 1. Nístingskaldan dag i mars, ár- ið 1813 fæddist barn í skoska bæn- um Blantyre, sem var skírt David Livingstone. Hann var kominn af guðhræddu bændafólki frá Suður- eyjum, en faðir hans liafði gerst tekaupmaður í Glasgow. David litli varð að fara að vinna fyrir sér í bómullarverksmiðju áður en hann stóð út úr hnefa, en þó gaf hann sér tíma til að lesa lexíurnar sinar vandlega, því að hann afréð sem barn að reyna að verða læknir. Ár- ið 1837 lauk hann jirófi, en nú langaði hann líka til að verða trú- boði í Kína og þessvegna fór hann til London til að lesa guðfræði. 2. En Davíð komst aldrei til Kína. Þar voru uppreisnir og borg- arastyrjaldir, svo að trúboðarnir fengu ekki landvist þar. En 1840 var Livingstone sendur til Afríku í trúboðsferð og átti hann að starfa langt inn með Zambesífljótinu. Hann hlakkaði mikið til þeirrar ferðar og' lærði tungu fólksins, sem hann átti að starfa hjá. Það varð mjög vin- veitt honum því að hann tók þátt i skemmtunum þess og veiðiferðum, en það var sjaldgæft að hvítir menn gerðu það. Framh. V P E KK /Ð \ CANAO* 0*T / (Spur COLA DW/C/C Adamson ýtiv ár vör .... Skrítlur — Öh — hm — eli — nú eru réttar sex vikur síðan þú komst heim af spítalanum, elskan ...... HITLER EYÐILAGÐI erfðaskrá Hindenburgs, segir Tscliir- schky vinur forsefans, sem sá sjálf- ur þessa póitísku „erfðaskrá". Hún mundi hafa afstýrt því að hann kæmist til valda 1933, segir barón- inn, og bætir þvi við að Hinden- burg liafi gert tvær erfðaskrár. Aðra birti Hitler en hún var aðeins grein- argerð um stjórn Hindenburgs. I hinni sem eyðilögð var, segir Hind- enburg m. a. að herinn verði jafnan að standa utan stjórnmálanna og að þjóðinnikomibestað hafaþingbundna ið. — Ef) botna ekkert i þessu — annaðhvort slendur klukkan mín eða þér eruð dauður fgrir fimm minútum! stjórn og lýðræði. Baróninn fullyrð- dr að Hitler hefði aldrei náð völdum ef þessi boðskapur Hindenburgs hefði verið gerður heyrinkunnur.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.