Fálkinn


Fálkinn - 20.08.1948, Qupperneq 8

Fálkinn - 20.08.1948, Qupperneq 8
8 FÁLKINN "DARÍS barðist við dauðann, í svelti, umkringd af fjand- mannaher. Það var orðið sjald- gæft að sjá grátittlinga, og þeir v'oru hættir að snuðra kringum þakrennurnar. Fólkið át allan fjárann. Einn morguninn slangraði hr. Morisot, úrsmiður að starfi og landeyða af nauðsyn, um göt- urnar með liendurnar á kafi i einkennisfatabuxunum. Hann var argur í skapi og innantóm- ur í maganum. Allt i einu rakst hann á félaga sinn einn og stans aði. Það var hr. Sauvage, þeir höfðu kyhnst á ánni. Hvern einasta sunnudag fyrir stríðið hafði Morisot farið að heiman í birtingu með bambus- stöng í hendinni og litla hlikk- öskju á bakinu. Hann fór með lestinni til Argenteuil, fór út í Colombes, og þaðan fór hann gangandi út að Marante-hólma. Og ekki var hann fyrr kominn þangað en hann fór að dorga, og því Iiélt liann áfram þangað til í diramu. Á hverjum sunnudegi hitti hann lítinn, gildan og grallara- legan mann. Það var Sauvage, smávörukaujmiaður í Notre- Dame-de-Lorettegötu og jafn ólmur veiðimaður og liann sjálf- ur. Þeir voru oft saman allan daginn, sátu hlið við lilið á hakkanum með lappirnar dingl- andi fram af. Þannig höfðu þeir oi'ðið kunningjar. Suma dagana töluðu þeir ekki orð saman, en stundum kom það fyrir að þeir töluðust dálit- ið við, en þeir skildu livor ann- an ágætlega þó þeir segðu ekki neitt, því að þeir höfðu sama áhugamál og voru sammála um allt. Á vorin þegar morgunsólin fékk mugguna til að stíga upp af ánni um tíuleytið og lilýjaði veiðimönnunum tveim svo vel í bakið, kom það fyrir að Mor- isot sagði við sessunaut sinn: — Ekki amalegt ha? Og Sauvr age svaraði alltaf: —Það er VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM Ritstjóri: Skúli Skúlason Pramkr.stjóri: Svavar Hjaltested Skrifstofa: Bankastr. 3, Reykjavík. Sími 2210 Opin virka daga kl. 10-12 og 1-6 BlaSið kemur út hvern föstudag Allar áskriftir greiðist fyrirfram HERBERTSprenf ekki neitt hetra til en þetta. Og meira þurfti ekki til að þeir skildu livor annan. Á liaustin þegar leið að sólar- lagi og hlóðugur himinninn spegl aði skarlatsskýin í ánni og breytti henni í purpurahand og kveikti hál i sjóndeildarhringn- um, litaði vinina rauða eins og glóð og varpaði gullnum gljáa á gulnuð trén, sem titruðu í fyrstu vetrargolunni, leit Sau- vage hrosandi til Morisot og sagði: — Þvílík sjón? Og Mor- isot svaraði hrifinn, án þess að hafa augun af flotholtinu: — Það er eitthvað annað en gatan, lia? Þegar þeir urðu hvor annars varir heilsuðust þeir innilega með handahandi, hrærðir yfir þvi að hittast undir svona ann- arlegum kringumstæðum. Sau- vage andvarpaði og sagði: •— Mikið hefir nú gerst. Morisot kjökraði bágur: •— Og þvílíkt veður. Þetta er fyrsti góði dagurinn á árinu. Enda var himinninn hlár og fagur, og sól i heiði. Þeir gengu áfram saman lilið við lilið, drevmandi og angur- værir. Morisot sagði: — Og veiðiferðirnar, ha, hvílilc end- urminning! Sauvage spurði: •— Hvenær skyldum við komast þangað næst? Þeir fóru inn í litla krá og fengu sér absínt saman, svo liéldu ])eir áfram göngunni. Allt i einu nam Morisot staðar: — Eigum við að fá okkur annan til? Sauvage var sammála: ■— Eg er til í það. Og svo fóru þeir inn í vínkrá. Þeir voru talsvert þéttir ]>eg- ar þeir komu út aftur, allt var i þoku fyrir þeim, eins og verða vill hjá soltnum mönnum, sem hafa fyllt magann af brenni- víni. Veðrið var hlýtt og gott. Léttur andvari kitlaði þó í and- litinu. Milda loftið sveif enn á Sau- vage. Hann stansaði: •— En ef við færum þangað? — Hvert ? — í veiðiferð. — En hvar? — Út í hólmann okkar, vitan- lega. Frönsku framverðirnir eru við Cohnaibes. Eg þekki Du- moulin, hann sleppir okkur gegn um línuna. Morisot nötraði af ákafa: — Þetta er þá aftalað mál. Eg' kem. Og svo skildu þeir, t.il að ná sér í veiðarfærin. Klukkutíma síðar þrönnnuðu þeir út veginn, hli.ð við hlið. Þeir komust að húsinu, sem ofurstinn hafðist við i. Hann hrosti að þessu uppátæki en hleypti þeim áfram. Þeir fóru og höfðu livor sinn útgönguseð- ilinn. Þeir voru ekki lengi á leiðinni til úlvarðanna. Fóru um Colom- hes, en þaðan Iiafði allt fólkið verið flutt á hurt, og voru komn ir að vínekrunum í brekkunum niður að Seine. Klukkan var um ellefu. Beint fram undan þeim var Argenteuil-þorpið, sem virtist vera í eyði. Hæðirnar Orgemont og Sannois gnæfðu yfir um- hverfið. Vellirnir víðu, sem náðu alla leið lil Nánterre, voru auð- ir og dauðir, með nakin kirsi- herjatré og grá flög. Sauvage henti upp lil hæð- anna og sagði: — Þarna upp- frá eru Prússarnir. Og lamandi ótli kom yfir vinina háða, er þeir stóðu þarna andspænis mannlausri byggðinni. •— Prússarnir! Þeir höfðu al- drei séð Prússa, en mánuðum saman höfðu þeir fundið að ]jeir voru nálægt, kringum Par- is. Prússarnir, sem lögðu Frakk- land i eyði, rændu og drápu, ósýnilegir og almáttugir. Ein- hverskonar hjátrúar-angist kom upp í þeim ásamt hatrinu, sem þeir báru til þessarar ókunnu sigursælu þjóðar. Morisot stamaði: •— Hugsum okkur ef við mætum einhverj- um þeirra! •— Þá getum við boðið þeim steiktan fisk, svaraði Sauvage, sem þrátt fyrir allt hafði ekki misst glaðværa Parísarskapið sitt. En þeir hikuðu við að hætla sér út á sléttuna, þessi mikla kyrrð heit svo illa á þá. Loks skar Sauvage úr. — Komdu nú. En farðu varlega. Og svo gengu ]>eir niður vin- akur, kengbognir, þeir skriðu, voru vel á verði og leyndu sér undir runnunum. Loks var ekki eftir nema mjó ræma, en þar var ekkert afdrep. Yfir hana urðu þeir að fara til að komast að ánni. Þeir fóru að hlaupa, og þegar þeir komu á árbakkann földu þeir sig' í sefinu. Morisot hallaði eyranu nið- ur að jörð til þess að hlusta hvort nokkur væri á gangi þarna nærri. En allt var hljótt. Þeir voru einir, aleinir. Þeim létti og nú fóru þeir að veiða. Framundan þeim var Maranteeyjan auð og yfirgefin, og skyggði á bakkana fvrir hand an. Greiðasalan þar var lokuð, það var líkast og enginn hefði komið þangað í mörg ór. Sauvage fékk fyrsta fislcinn. Morisot þann næsta, og með jöfnu millibili drógu þeir færið og' silfurglitrandi smáfiskar sprikluðu á önglinum. Það var ótrúlegt hve ört fiskurinn tók á. Þeir lögðu veiðina ofan í þétt- riðna fiskkörfu. Það fór ylur um þá, þessi gleði sem fer um mann þegar manni gefst færi á að iðka einhverja skemmtun, sem maður hefir verið án lengi. Sólin skein á hakið á þeim. Þeir lieyrðu ekkert framar, tóku ekki eftir nemu, heimurinn hvarf þeim. Þeir voru að veiða. En allt í einu fór grundin að titra. Þeir hevrðu þungt dumh- ungshljóð, líkast og það kæmi upp úr jörðinni sjálfri. Fallhyssurnar voru byrjaðar að þruma aftur. Morisot leit um öxl, og ofar- lega á hakkanum fyrir handan gat liann greint hrúnirnar á Val- eriehæðinni. Þar sveimaði hvítt ský, púðurmökkur sem spúð hafði verið í söinu svifum. Og svo steig reyksúla upp frá virk- inu og næst hevrðist ný druna. Svo komu fleiri, hæðin blés út dauða og eyðileggingu við- stöðulaust, spúði skolhvítum reyk, sem leið hægt upp og breiddist út um himinhvolfið. Sauvage yppti öxlum. — Nú hvrja þeir aftur, sagði liann. Morisot, sem hafði ekki haft augun af flotholtinu, varð allt í einu fokvondur — reiði frið- sama mannsins g'egn styrjaldar- æðinu •— og hann hreytti úr sér: — Mikil flón geta menn verið að láta drepa sig svona! Sauvage svaraði: — Þeir eru verri en dýrin. Og Morisot, sem var að enda við að draga murtu, sagði: — Guy de Maupassant: Vinirnir tveir Saga úr fransk-þýska stríðinu 1870—1871

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.