Fálkinn


Fálkinn - 12.05.1950, Blaðsíða 5

Fálkinn - 12.05.1950, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 Marsbúar á ferðinni? Leynivopn? Nýtt stjarnfræðilegt fyrirbrigði? Fljúgandi diskar Blööin hafa nndanfarin ár allt- af öðru hvorn minnst á fljúgandi diska, og oftast nær hafa þeir verið taldir til heims hugarburö- arins, en ekki visindalegra stað- regnda. Athggtin á þessum fgrir- brig&um hefir þó sivaxið, og þeirri skoðun hefir vuxið fglgi, að fljúgandi diskar sén enginn hugarburður. Margar skýringar hafa komið fram í þessu efni, og sumar eru mjög athgglisverðar. Fyrir nokkrum mánuðum var einn reyndasti flugmaður bandaríska flug- flotans, kapteinn Tliomas Mantell, á æfingaflugi við Fort Knox í Banda- ríkjunum. Tvær flugvélar, auk þeirr- ar sem liann stýrði tóku þátt i æf- ingunum. Þcgar hann hafði verið góðan stundarfjórðung uppi i loft- inu, iivatti stjórnturninn á Godman flugvellinum hann til að rannsaka undarlegt fyrirbrigði í loftinu, sem sést hefði neðan frá vellinum. Fyrir- brigði þetta stefndi í áttina til vél- ar hans. Nokkrum minútum síðar tilkynnti Mantell, að hann hefði komið auga á’ fyrirbrigðið. Það væri beint uppi yfir vélínni. „Það litur út sem glitr- andi ískaka með einhverju rauðu ofan á,“ sagði Mantell í taltækið. Skömmu síðar heyrðist aftur til hans. „Nú nálgast ég hlutinn óðum. Hann er heint framundan og fer geyst. Hann virðist vera úr málmi.“ Næstu 25 mínútur reyndi Mantell ásamt hinum tveimur flugmönnum að nálgast hlutinn, en það bar lítinn árangur. Mantell sagðist halda að hann færi með 360 mílna hraða, þ. e. a. s. svipuðum hraða og flug- vélin lians. Nokkru siðar lentu flugvélarnar i skýjaþykkni. Þegar fylgdarflugvélar Mantells komust út úr því, höfðu flugmennirnir á þeim týnt sjónum á fyrirbærinu og flugvél Mantells. Þær sveimuðu um stundarkorn, en lækkuðu svo flugið og lentu. Einu sinni ennþá lét Mantell heyrast til sín. Kvaðst hann ekki nálgast lilutinn neitt og kæmist ekki hærra, því að hann hefði súrefnis- tækin ckki meðferðis. Siðan hefir ekkert heyrst til Man- tells. Margir halda, að fljúgandi diskar“ séu aðeins til í ímgndun auðtrúa fólks. Mörg blöð notfærðn sér því 1. april til þess að hlaupa með þetta fólk í gönur. Parísarblað eitt birti þessa mgnd i 1. apríl hefti sínu og á að vcra skopstæling á „fljúgandi diski." Eík hans fannst illa farið utan við Forl Knox hálfum degi síðar. Brak úr flugvél hans fannst þar á víð og drcif um eins ferkilómeters svæði. Hún virtist hókstaflega hafa „leystst upp“ i loftinu. í opinberu tilkynn- ungunni var sagt, að Mantell mundi hafa misst meðvitundina, þegar súr- efnisleysið gerði vart við sig, og ckki hafa rankað við sér aftur fyrr en um seinan. Félagar Mantels á God- man vellinum voru samt ekki gin- keyptir fyrir jiessari skýringu. Þeir sögðu: „Mantell var reyndari flug- maður en svo, að hann léti slikt koma fyrir. Hann vissi, hvenær súr- efnisleysið tók að gera vart við sig og hlýtur að hafa gert sinar ráðstaf- anir samkvæmt því. Hann vakti meira að segja sjálfur athygli á liætt- unni i taltækinu. Sennilegast er, að hann hafi rekist á hlutinn, sem hann elti.“ Sérfræðingar' telja lika, að flugvélin liefði ekki tætst eins í sundur og brotin dreifst eins víða, ef hún hefði hrapað til jarðar i lieilu lagi. Og nú er Mantell af ýmsum talinn fyrsta fórnin á altari liinna „fljúg- andi diska.“ * * ★ Fyrstu frásagnir af sýnum „fljúg- andi diska“ eru nú orðnar þriggja ára gamlar. Það var i Norður-Sví- i þjóð, Eystrasaltinu og Danmörku, sem oftast varð vart við þessar furðusýnir í fyrstu. Siðan er eins og fyrirbærið flytji um set til Bandá- rikjanna, þar sem „fljúgandi disk- ar“ sjást næstum þvi á hverjum degi næstu 18 mánuði. Sumar sögurnar þaðan eru greinilega sprottnar af hugarburði veikgeðja fólks, sem hef- ir sefjast af talinu um fyrirbærið. Ýmsar þessara sagna eru þó merki- legar og erfitt að hafna þeim sem hugarhurði, þótt skýring sé torveld. Síðan hafa „fljúgandi diskar" sést yfir Miðjarðarhafinu og aðliggjandi löndum, og fyrri lielming aprílmán- aðar núna í ár hafa komið nákvæm- ar lýsingar á sýnum þessum frá Mexico, 8 stöðum i Bandaríkjunum, tveimur i Kanada, tveimur i Eng- landi og einum i Egyptalandi. í desemhermánuði siðastliðnum kom bandariski flugherinn á fót rann sóknarnefnd til þess að kynna sér 375 tilfelli, þar sem lýsing fylgdi á sýn þessara furðulegu fyrirbæra. Aðal- bækistöðvar nefndarinnar voru i Ohio. Eftir nokkurra vikna störf skilaði hún áliti. Niðurstaðan var sú, að hér væri ýmist um ýmis loft- siglingafyrirbæri að ræða (loftbelgi með radartækjum og öðrum til- raunatækjum, loftbelgi með veðurat- huganatækjum, tilraunaflugvélar af ýmsum gerðum o. fl.), sefjun og móðursýki lijá sjáendum ímyndaðra fyrirbæra eða hlátt áfram tilraun til markvissrar gamansemi og gárunga- skapar („practical jokes“). Skýrsla nefndarinnar hafði samt ekki meiri áhri-f en það, að áfram berast til liennar fjöldi af skýrslum um fyrir- bæri þessi, sem þegar hafa sést í 43 af 48 fylkjum Bandarikjanna. * * * Nýlega h'efir ný skýring verið sett fram á fyrirbærunum. Hún er að visu ekki frá opinberunf aðilum, en þó frá þekktum flugmanni, Donald Keyhole, sem á sinurn tíma var að- stoðarmaður Lindberghs og að und- anförnu upplýsingastjóri í flugmála- deild handari,ska verslunarráðuneyt- isins. Skýringin hirtist í tímaritinu „True“ (þó a allt sé að vísu ekki heilagur sannleikur, sem þar stend- ur á prenti) og er þannig í stuttu máli: Siðustu 175 árin hefir jörðin )eg- ið undir njósnum frá öðrum hnetti. Til þessara njósna hafa verið not- aðar litlar, disklaga vélar, flugmanns lausar, en húnar fjarsýnistækjum og stjórnað með bylgjusendingum. Einn ig hafa verið notaðar stórar disklaga flugvélar, sem hyggjast á svipuðum grundvallaratriðum og „helicopter- inn“ og geta flutt með sér flugmenn og flugvélar, sem likjast mcst hin- um nýju, vængjalausu amerisku flug- vélum. Skýringin virðist sett fram í fúl- ustu alvöru og hún liefir orðið til þess, að í Bandaríkjunum og Frakk- landi þykjast menn hafa fundið „málmagnir úr njósnarflugvélum frá öðrum hnöttum.“ í Belgíu var meira að segja farið að leita að flugmanni úr einni flugvélinni, sem átti að hafa lirapað. Það var eitt miðdegis- l)laðið sem lét lesendur sína þannig hlaupa apríl út i skóg til þess að leita. Það vitnaðist hrátt að h.ér var um gabb að ræða. Hvorki skýring Keyholes eða bandarísku nefndarinnar hefir ver- ið tekin gild. Hitt þótti einkenni- legt og athugavert, að disksýnirnar hófust fyrir alvöru í júli 1947, mögn uðust ákaflega í apríl og júli 1948, minnkuðu síðan, en uxu aftur í apríl og júlí 1949 og liafa enn verið tiðar í aprílmánuði í ár. Þess vegna hefir siðasta skýring- in, sem kemur samtímis frá tveim- ur aðilum, vakið geysilega atliygli. Onnur kemur frá Bandaríkjunum, en hin frá Þýskalandi. * * * í 7. april-hefti bandariska blaðs- ins „United States News and World Iíeport,“ sem er þekkt fyrir annað tn Gróusögur og stjórnað af David Laurence, þekktum lofthernaðar- fræðingi, er þvi slegið föstu, að liinir svokölluðu „fljúgandi diskar“ séu leynivopn, sem valda muni bylt- ingu í gerð Iiernaðartækja og hern- aði, séu framleidd í verksmiðjum í Bandaríkjunum og séu samhland af „helicopter" og þrýstloftsflugvél „Fyrsta módelið af þessari gerð var íramleilt árið 1942 af bandariskum verkfræðingum, og yfir 100 tilrauna- flug heppnuðust vel. Up'pfinningin var fengin flotanum í hendur, og í dag eru fullkomnari módel húin til af þessari gerð.“ „Byggingarleyndar- mál þessara „diska“ eru nú kunn, og Charles H. Zimmerman frá Na- tional Advisory Connnittee for Aer- onautics virðist liafa gert fyrsta módelið.“ „Ástæðan til þess, að nefndin skilaði svo snögglega áliti sínu i desembermánuði, var sú að flugherinn veit, hvers konar fyrir- hæri „hinir fljúgandi diskar“ cru og óttast þá ekki •— heldur óttast að- eins, að upplýsingar um þá siist út.“ * * * Næstum því samtimis og þessi grein hirtist kom prófessor Giuseppe Belluzo, frægur ítalskur eðlisfræð- ingur, athyglisverðri skýringu á fram færi við bandarísku fréttastofuna „International News Service“. Hann kvaðst vera cinn af þeim, sem fundu upp „hina fljúgandi diska“. Hann hefði ásamt þýskum vísinda- mönnum og vérkfræðingum unnið að fullkomnun þessa vopns. Litið þekkt þýskt vikublað „Die Strasse“, tók upp þráðinn og sneri sér til eins Frh. á bls. U.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.