Fálkinn


Fálkinn - 12.05.1950, Blaðsíða 9

Fálkinn - 12.05.1950, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 stúlkan og horfði á hann ótta- slegnuin augum. — Á morgun, já — svona, svona ,svona —harkaðu nú af þér! sagði hann fljótt og liálf- gramur, er hann sá að lmn skalf öll og hafði látið Iiöfuðið siga. — Heyrðu nú, Akúlína, — farðu nú ekki að skæla! Þú veist að ég þoli það ekki! Hann leygði kartöflunefið upp i loftið. — Annars fer ég undir eins .... hvað er að heyra þetla væl .... alltaf þarft þú að fara að skæla. — Nei, ég skal .... ég skal ekki gráta, flvtti Akúlína sér að stynja upp, og kæfði niðri í sér grátstafina. ■— Svo að þér farið þá á morgun, Viktor Alex- andrytsj ? bætti hún við eftir dálitla þögn. — Hvenær skyldi guð lofa okkur að hittast aftur, Viktor ’ Alexandrytsj ? — Við hittumst áreiðanlega aftur. Ef ekki næsta sumar þá að minnsta kosti einhverntíma seinna. Óðalseigandinn er að liugsa um að fara til St. Péturs- borgar og ganga í þjönustu rik- isins, held ég, hélt hann áfram og tafsaði orðin. ■— Annars get- ur vel verið að við förum til út- landa líka. — Þá gleymið þér mér víst áreiðanlega, Viktor Alexand- rytsj, sagði Akúlína raunalega. — Nei, eins og nokkur hætta sé á því. Eg skal ekki gleyma þér. En þú verður að vera skynsöm, ekki haga þér kjánalega held- ur gera eins og hann faðir þinn segir þér .... Eg skal eklci gleyma þér, nei ■— nei. Hann hallaði sér á bakið í grasið og geispaði enn einu sinni. — Nei, gleymið mér ekki, Viktor Alexandrytsj, hélt hún áfram í hænarróm. — Hefi ég ekki elskað yður, elska ég yður ekki, fórna ég ekki öllu fyrir yður? .... Þér segið að ég eigi að gera eins og faðir minn skip- ar mér, Vilctor Alexandrytsj. En hvernig á ég að koma mér til að gera það? — Því ekki það? — Það var eins og orðin kæmu neðan úr maga, því að liann lá á bak- inu með hendurnar undir hnakk anum. — Já, en, Viktor Alexandrytsj, þér sögðuð sjálfur að ...... Ilún þagnaði. Viktor fitlaði við nikkelhúðaða úrfestina sína. — Heyrðu nú, Ankúlína — þú ert skynsöm stúlka, er ekki svo? sagði hann að lokum, og þess vegna átlu ekki að vera að neinu bulli. Eg vil ekki annað en það, sem þér er fyrir bestu, — þú skilur það. Auðvitað — þú ert enginn kjáni, ekki venjuleg bóndadóttir, og móðir þín var heldur ekki bóndakona. En — þig vantar samt siðfágun, skil- urðu, og þess vegna skaltu fara að þeim ráðunt, sem ég gef þér — Eg er svo hrædd, Viktor Alextndrytsj. — IJvaða bull er þetta, stúlk- an mín! Þú hefir ekkert að ótt- ast. Hvað ertu með þarna? bælti hann við og færði sig nær henni. — Blónt ? — Já, svaraði Akúlína döpur. ■— Eg tíndi nokkur reyniber, hélt hún áfram hressilegar, — þau eru svo góð lianda kálfun- um. Og líttu á þetta, ltérna er blónt — þau eru svo góð við kirtlaveiki. Og líttu á hérna, er þetta litla blónt ekki fallegt? Eg held að ég hafi aldrei séð jafn fallegt blónt. Og hér eru gleynt-mér-ei og hérna eru stjúp- mæður. Og lítið þér á þessi, þau tíndi ég handa yður, liélt hún áfrant og tók frani lítinn korn- blómvönd, bundinn santan nteð strái, undan reyniberjum. — Viljið þér eiga þau? Viktor rétti letilega út hönd- ina, þefaði af blóntunum og sneri þeint og velti milli fingr- anna, starandi út i bláinn á með- an, með spekingslegunt þótta- svip. Akúlina horfði á hann. Raunalegt augnaráðið var svo fullt af einlægni, af ást og til- beiðslu ...... Hún var hálf- hrædd við hann og þorði ekki að gráta; hún kvaddi liann og dáðist að honum í síðasta sinn, þar sent hann lá og flatmagaði sig eins og einhver soldán, og sætti sig við tilbeiðslu hennar með náðarsantlegri þolinmæði og lítillæti .... EG verð að játa að ég ltorfði nteð gremju á rauða smettið, þar sent fullnægð sjálfselska og hégómagirnd var uppmáluð gegn uppgerðarsvip kæruleysis- ins. Á þessu augnabliki var Akúlína svo fögur, öll sál henn- ar ltafði opnast honum í trún- aðartrausti, hún þráði ltann .... og hann — hann lét korn- blóntin detla en tók kringlótt gler upp úr vasanum og reyndi að láta það tolla yfir auganu. En hvernig sem hann fór að til þess að láta það ekki delta — liann hnyldaði brúnirnar og kinnina og jafnvel ncfið ■— þá datt glerið alltaf og hann varð að grípa það ntilli fingranna. — Ilvað er þetta? spurði Akú- lína loksins forviða. — Það er „mónokkull“, svar- aði hann drýgindalega. ■— Til hvers er hann notaður? ■— Til þess að sjá betur. Má ég reyna? Viktor fitjaði upp á trýnið en rétti henni svo glerið. — Farðu varlega nteð það svo að þú brjótir það ekki. — Nei, nei, ég slcal fara var- lega — ósköp varlega. Og svo bar hún glerið fyrir augað. — Eg sé ekkert, sagði hún sakleysislega. — Þú verður að loka öðru auganu, sagði ltann önugur í kennaratón. Hún lokaði því auganu, sem hún bar glerið fyrir. — Nei, ekki svona, ekki svona. Hinu auganu, flónið þitt! hróp- aði Viktor og hrifsaði glerið af henni áður en hún gat lokað hinu auganu. Akúlina roðnaði; hún hló skönnnustulega og sneri sér und- an. — Þetta er víst eklci neitt fyr- ir mig, sagði hún. — Æ, nei ......... Stúlkukindin andvarpaði djúpt og sat þegjandi. -— 0, Viktor Alexandrytsj, hvernig á ég að fara að lifa án yðar, sagði hún svo upp úr þurru. Viktor fægði glerið á frakka- lafinu og stakk því svo í vasann. — Tja . . . ., sagði hann loks- ins, — það verður sjálfsagt dá- lítið erfitt fyrsta kastið, ég skil það vel. Og hann klappaði henni ofur litillátur á öxlina. Hún tók varlega um höndina á honum og kyssti hana. — Jæja, þú ert nú ekki sem allra verst, hélt hann áfram og brosti ibygginn, — en livað eig- um við að gera? Þú lilýtur að sjá þetta sjálf. Við getum ómögu lega verið hér lengur, óðalseig- andinn og ég; nú er bráðum kominn vetur, og veturinn í sveitinni — ja, þú veist það sjálf, eins vel og bver annar -— hann er alveg óbærilegur. Það er eitthvað annað í St. Péturs- borg. Þar eru h'rein og bein undur að sjá, skal ég segja þér, — margt sem þú, aumingja flónið gætir aldrei látið þér detla i hug, jafnvel í draumi. Þú ættir bara að sjá strælin þar, stórhýsin, samkvæmislifið og alla siðmenninguna .... Með hálfqpinn munn, eins og lítið harn, sat Akúlína og hlust- aði eins og verið væri að segja barni ævintýr. ■— En annars .... hélt hann áfram og bylti sér á liina hlið- ina, — til hvers er ég að segja þér þetta allt — þú skilur ekki baun í því hvort sem er. — Ilvers vegna haldið þér það, Viktor Alexandrytsj ? Eg skil það. Eg hefi skilið það allt. — Jæja, svo að þú heldur það! Akúla varð niðurlút. — Þér töluðuð aldrei svona við mig áður, Viktor Alexendrytsj, sagði hún án þess að líta upp. — Áður! — Áður! Jæja, svo að þú .... áður! rumdi hann móðgaður. — Nú verð ég víst að fara, sagði Viktor og ætlaði að rísa upp við dogg. — Nei, hinkraðu dálítið við, sagði Akúlína hiðjandi. •— Til hvers er að vera að draga það. Eg er búinn að kveðj a þig. — Bíddu svolitla stund, sagði Akúlína. VIKTOR lagðist út af aftur og fór að blístra. Akúlína liafði ekki augun af honum. Eg tók eftir hvernig hún fór að ókyrr- ast smátt og smátt, kippir komu í munnvikin og ofurlítill roði færðist í fölar kinnarnar. — Viktor Alexandrytsj, sagði hún loks með grátstafi í kverk- unum, — það er synd sem þér drýgið — það er synd, Viktor Alexandrvtsj — já, guð veit að það er synd. — Hvað er synd? spurði hann og hleypti brúnum, lyfti böfðinu og sneri sér að henni. — Já, synd er það, Victor Al- exandrytsj. Ef þér vilduð að- eins segja eitt einasta vingjarn- legt orð að skilnaði, bara eitt einasta vingjarnlegt orð við mig yfirgefinn vesalinginn....... — Hvaða þvaður er þetta! Get ég gert að því að — Bara eitt einasta orð .... — Æ, byrjarðu nú aftur! hreytti hann úr sér og stóð upp. — Þú inátt ekk reiðast mér, Viktor Alexandrytsj, flýtti hún sér að segja og barðist við grát- inn. — Eg er ekki reiður. Það ert bara þú, sem ert heimsk. . . . Hvað viltu að ég geri? Því að livernig ætli að koma lil mála að ég giftist þér! Jæja •— hvað viltu þá? Hann baðaði út hend- inni og teygði fram álkuna, eins og hann biði eftir svari. — Eg vil .... ekkert, svaraði hún kjökrandi, og þorði ekki einu sinni að rétta titrandi arm- inn til hans. — En þér gætuð nú samt vel sagt .... vingjarn- legt orð til kveðju. Og tárin flæddu. ■— Vissi ég ekki .... nú er hún farin að skæla, sagði Viktor þyrk- inglega og ýtti í liúfuna að aft- an, svo að hún kom langt niður á enni. — Eg vil ekkert hélt liún á- fram kjökrandi og fól andlitið í liöndum sér — en hvernig á ég að fara að afhera þetta hérna lieima? Hvað verður um mig Frh. á bls. 13.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.