Fálkinn


Fálkinn - 12.05.1950, Blaðsíða 12

Fálkinn - 12.05.1950, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN )^ ^ FRAMHALDSSAGA ^^í^)^^^)^)^)^)^ ÞEGAR ATLANTIS SÖKK 22. eftir frank heller lásuð fyrir niér, fjalla aðeins um fræðilega möguleika, en alls elcki um staðreyndir. — Eg hefi óbrigðular sannanir, sem eng- inn lögreglumaður mundi neita að taka gild- ar, svaraði dósentinn. — Eða réttara sagt: Eg hefi þá einu sönnun, sem hann mundi taka gilda umsvifalaust. — Og hvað er það? spurði álieyrandi dósentsins forvitinn. — Eg hefi fingraför morðingjans, tekin í votta viðurvist, svaraði Lutjens dósent. Fyrst nú kom annar svipur á andlit áheyrandans. — Fingraför tekin í votta viðurvist! liróp- aði hann. •— Hvernig fóruð þér að ná í þau, með leyfi að spyrja? Glæpamaður af svona lagi skilur ekki eftir fingaför í votta viðurvist! Nú eruð þér að gera að gamni yðar. — Nei, ég er alls ekki að gera að gamni mínu, svaraði dósentinn. — I gærkveldi þegar við vorum að snæða miðdegisverð kallaði ég á brytann og fól lionum erindi. Hann átti að rétta morðingjanum matseð- ilinn, og spyrja t. d. hvaða ábæti hann ósk- aði að fá. Og siðan átti hann að koma með matseðilinn beina leið til mín. Nú varð stutt þögn. — Eg skil, sagði áheyrandi dósentsins að lokum. — Gljápappírinn í matseðlin- um átti að taka við fingraförum tilræðis- mannsins. — Þér notið alltaf þetta ljóta orð: Morðingi. En það eru mörg fingraför á matseðli. Ilvernig getið þér séð hver þeirra eru þau réttu? — Eg lagði fyrir brytann að taka ónot- aðan matseðil og fara með hann sjálfur. Og brytar ganga alltaf með hanska, eins Gg þér vitið — og það ættu morðingjar alltaf að gera líka. Aftur varð þögn um stund. Dósentinn sagði: — Að þvi er læknirinn segir mér þá eru bæði héraðshöfðinginn og óðalseigandinn úr hættu. Yerkanir eitursins liafa ekki ver- ið miklar, og heilaliristingurinn sem þeir fengu af höfuðliöggunum, er að liverfa .... Það væri óviðkunnanlegt að þurfa að hitta þá — eða livað segið þér sjálfur um það? Áheyrandinn andvarpaði. — Jú, það segið þér satt. Ekki síst þegar maður hugsar til þess að gamansemi óðals- eigandans verður líklega meiri en nokk- urn tíma áður, þegar hann nær sér aftur. — Ja, hvað á maður að segja? — Það sama sem Augustus keisari sagði undir likum kringumstæðum, sagði dósent- inn. — Plaudite cives, — klappið fyrir mér, borgarar! — Það er alls ekki bölvað, sem lokaorð í leiknum, sagði ábeyrandinn. — Verið þér sælir, lierra Lutjens. Það hefir verið ein- staldega gaman að kynnast yður. — Meðal annarra orða, hérna er plagg, eem ckki kemur mér að neinu gagni undir núver- andi kringumstæðum. Viljið þér gera svo vel og afhenda það þeim, sem mestan á- huga liefir á því. Hann rétti Lutjens blað og það kom undr- unarsvipur á hann er hann las það. En áheyrandinn opnaði dyrnar og fór út. Á A-þilfarinu, sem nú var fágað og ný- þvegið, liitti Lútjens vini sína. Skáldið Ebb var allur í uppnámi. — Eg hefi fundið tilvitnunina, sem ég hefi verið að leita að! hrópaði liann. — En ef þetta er rétt — og ég veit að það er rétt — þá mundi það ........ — Þá mundi það kannske draga á eftir sér ályktanir, sem þér munduð ekki hal'a látið yður detta í hug? sagði Lútjens. Ebb kinkaði kolli. „Út á djúpið — út í myrkrið!“ sagði hann. Það stóð í niðurlagi bréfsins, sem að- vuraði okkur um að glæpur mundi verða framinn um borð. Og þetta er næstsíðasta línan i binu fagra kvæði Baudelaire: ,,D(iuði skipstjóri“: ,Xlt á diúpið — út í myrkrið! Verður þetta vítisför? Og síðcin? Eða uppstigning? Nú, lwað um það? Aðeins ef við eitlhvað finnum nýtt. Og einmitt þetta kvæði heyrði ég ein- hvern lesa hér um borð. Gæti það verið sá sami sem ....... nei það er óhugsandi. — Það er hugsanlegt! Og liann les kann- ske kvæðið einmitt núna, en aðeins með öðrum áherslum, sagði dósentinn. Röddin var svo einkennileg að Ebb brá við og hann liorfði skelkaður á hann. — Jafnvel banka- sljórinn hrökk við og fleygði frá sér vindl- inum. Þcir biðu báðir þegjandi eftir því að Lútjens segði eittbvað meira. Og loksins gerði hann það. Hann fór áð segja frá sam- talinu sem hann hafði átt skönnnu áður. Hann sagði ekki við hvern hann hefði talað, en kallaði liann alltaf „mótpartinn“. Svo hélt hann áfram: — Það sem frá byrjun hefir vakið for- vitni mina í sambandi við árásirnar liérna um borð er þetta, að ómögulegt var að sjá að sami tilgangur lægi bak við þær allar. Hver gat haft gagn af að koma jafn ólík- um mönnum Og Gundelach, Hambeck og von Post fyrir kattarnef? Þessir þrír menn þekktust ekki einu sinn, ekkert var sam- eiginlegt með þeim nema aldurinn, og varla gat hann gefið tilefni til árásanna. Þegar cg segi að ekkert annað hafi verið sameig- inlegt með þeim, Þá á ég við þá alla þrjá. En tæki maður Hambeck og von Post út af fyrir sig þá er ýmislegt sameiginlegt með þeim, meðal annars að hvorugur þeirra óskaði að kynnast Gundelach. Þeir voru, sem maður er vanur að kalla óvinir, ekki fjandsamlegir óvinir — en samt .... Væri r.ú gerð aðgreining á tilfellunum og Gunde- lacli tekinn út af fyrir sig, livað þá? Þá kom ymislegt til greina, sem hafði þýðingu. í fyrsta lagi það, að Gundelach fannst á þröskuldinum að klefa sínum, en von Hambeck og von Post fundust inni í lok- uðum herbergjum. Það gal táknað að i fyrsta tilfellinu liefði ilræðismaðurinn ekki yfirvegað gerðir sínar fyrirfram, heldur hefði verið asi á honum og hann ekki þóst geta beðið þangað til maðurinn kæmist ion í klefann svo að hann sæist ekki utan frá. Næst kom annað kynlegt til greina. í tilfelli Gundelachs fundust aðeins hrot úr glasinu með arabiska ilmvatriinu. I hinum tilfellum fundust önnur glerbrot líka. Efnafræðingurinn, vinur minn, gat skýrt hvað þessi glerbrot táknuðu, að þau voru leyfar af sprungnum glerhylkjum, sem lowisit liafði verið í. Þetta gat aðeins útlagst á einn veg: illræðismaðurinn hafði sýnt niilda hugulsemi gagnvart fyrsta fórnar- lambinu sínu. í tilfelli Gundelach var að- eins um sár að ræða. I báðuin hinum tiI- fellunum var lika gaseitrun, sem aðeins fyr- ir slembilukku varð ekki. mönnunum að hana. Á þessari röksemdaleið var ein torfæra, og hún alvarleg. Læknirinn hafði lialdið því fram að það væri óbugsandi að Gunde- lach hefði sjálfur getað veit sér áverkann, som olli því að hann varð mevitundarlaus. Og hann hafði staðhæft það óhikað, að með- vitundarleysið væri engin uppgerð. Það er auðvitað mál að til þess að slá sjálfan sig i rot þarf bæði kjark og nákvæmni, því að ckki má miklu muna að áverlcinn geti orð- ið manninum að bana. En kannske var ekki nauðsynlegt að gera ráð fyrir að slíkrar nakvæmni þyrfti með hjá manninum, sem greiddi höggið. Ef liann liafði tekið liæfi- legt devfilyf nokkru áður mundi meðvit- undarleysið koma af sjálfu sér, og læknir- ien sem fann liann með blæðandi sár á höfðinu mundi ekki gruna að ástæðan væri önnur en höfuðhöggið, einkanlega þegar h.amarinn fyndist. Og hvað sein öðru leið þá varð að gera þessa tilraun. Þetta var eina leiðin, sem gat lukkast. Og ef liún lukkaðist hafði maðurinn fyrirfram beint öllum grun frá sér áður en hin tilræðin komu lil sögunnar. En þau voru nauðsyn- leg — að minnsta kosti frá hans sjónar- miði. Þau voru eini möguleikinn til þess að hann gæti tryggt sér áliyggjulausa af- komu í ellinni. Fjárhagur hans var öm- urlegur. Það voru síðustu krónurnar lians sem fóru fyrir farmiðunum lians og frænda hans þriggja. Að hann bauð þeim með sér var kannske tilkomið af tildurs- hætti þeim, sem einkenndi allt þetta glæpa- áform hans, en kannske var það góðsemin og ættræknin, sem réð úrslitunum um ]>að. Kannske — það er liugsanlegt — hefir Sebastian bjálpað honum til að koma fyrir forngripunum í Casablanca og Dak- ai .......

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.