Fálkinn


Fálkinn - 12.05.1950, Blaðsíða 8

Fálkinn - 12.05.1950, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN EINN haustdag. — Það var um miðjan september — sat ég i bjarkalundi. Úðarigning Kafði verið frá því snennna um morg- uninn, en milli skúra skein sól- in, heit og skær. Veðráttan var óslöðug. Stundum var liimin- inn alþakinn hvítum ullarskýj- um; stundum var liann hreinn og blár og þá skein sólin eins og lýsandi auga milli skýjanna, sem höfu vikið frá. Eg sat, horfði kringum mig og hlustaði. Yfir höfði mér iieyrðist hæg- ur niður i laufinu, og ég gat heyrt á skrjáfinu hvaða tími ársins var. Það var ekki liið glaðværa, titrandi livísl laufsins, ekki hinn mjúki hvinur og iðandi kliður sumarsins; ckki var það heldur hið kalda hljóðskraf síðhausts- ins, heldur syfjulegt hvísl, sem varla var hægt að heyra .... Hæga golu lagði við og við um trjátoppana. Áður en ég settist lil að hvíla mig þarna í birkilundinum liafði ég arlcað um holt með háum espitrjám, með hundinn minn á hælunum. Eg verð að með- ganga að ég er ekki sérlega hrifinn af öspinni með fjólufölva litinn á stofnunum og silfurgrá, máhnkennd blöðin, sem sitja liátt og teygja sig í allar áttir eins og skúfar — mér finnst ekkert til um rytjuleg, langstiklablöð- in, sem eru sítitrandi og síhvísl- andi. Öspin er tré, sem aðeins er falleg á sumarkvöldi, þegar liún stendur ein sér á háum stað og eklci er annað í kring en lágir runnar, svo maður sér hana með sólina að baki og hin skjálf andi mynd liennar gegnlýsist af skærri glóandi sól neðan frá rót og upp í topp. Eða heiðan dag í roki þegar hvín í henni við bláan himin og hvert ein- asta blað er á valdi vindsins og reynir að slíta sig af greininni sinni og fljúga langt í burt .... En venjulega hefi ég engar mætur á öspinni, og þess vegna hafði ég ekki haft neina við- dvöl í espilioltinu lieldur hélt á- fram í bjarkarlundinn og sett- ist undir lítið tré, sem bar grein- ar niður undir jörð, svo að þar var afdrep í rigningunni. Þar sat ég og naut úlsýnisins og fékk mér loksins væran og stuttan smáblund, sem veiði- menn einir þekkja. Eg get ekki sagt með vissu hve lengi ég svaf, en þegar ég opn- aði augun var skógurinn laug- aður i sól, og alls staðar skein í bláan himinn gegnum laufið, sem hjaláði svo glaðega. Skýin voru liorfin, golan liafði hrakið þau burt, það var blíðviðri og loftið andaði einmitt þeim þurra hressiblæ, sem fyllir hjartað meðvitund um heilbrigði og þrótt, og sein nærri því alltaf spáir heiðu og kyrru kvöldi eft- ir ókyran dag. Eg var i þann veginn að standa upp til að freista veiði- lukkunnar einu sinni enn þegar mér allt í einu varð Iitið á manneskjumynd, sem hrærði hvorki legg né lið. Eg virti hana fyrir mér. Þetta var ung sveita- stúlka. IIÚN sat svo sem tuttugu skref frá mér, drap liöfði og studdi höndunum á linén. Á öðru beru Iménu lá stór vöndur úr liaga- blómum, og við hvern andar- drátt hreyfðist liann hægt fram og aftur við köflótt pilsið. Hrein, livít treyja, hneppt upp í liáls og um ermalíningarnar, lögðust mjúkar fellingar um herðarnar og mittið. Um hálsinn var tví- sett röð af gulum perlum, sem hengu niður á brjóst. Hún var að öllu leyti yndisleg sýnum. Þétt, bjart liárið með töfrandi öskugrárri slikju var skipt í miðju og lá í tveim fallega greiddum bogum, sem gægðust framundan mjóu dökkraijðu bandi um höfuðið. Það var teygt niður á ennið, sem var hvítt eins og fílabein. En annars var andlitið sólbrennt. og með þeim gullna lit, sem aðeins getur orð- ið til á fíngerðu hörundi. Augu hennar gal ég ekki séð, því að augun voru hálflokuð, en ég sá vel grannar og bognar augna- brúnirnar og löngu augnahárin. Augnalokin voru þrútin og á annarri kinninni var enn rák eftir tár, sem sólin liafði þerr- að. Þetta litla tárafar var rétt við munninn og varirnar voru bleikar af geðshræringu. Þetta lilla kvenhöfuð var yndislegt, og jafnvel typpisnefið, sem var í breiðasta lagi, gat ekki lýtt andlitið. Eg kunni sérstaklega vel við svipmótið, það var svo fallegt og tilgerðarlaust, svo raunalegt og svo þrungið barnslegri furðu yfir harminum sem hrjáði hana, og sem hún skildi ekki sjálf. Hún var auðsjáanlega að bíða eftir einhverjum. Einlivers stað- ar inni í skóginum heyrðist bresta í kvisti sem lirökk sund- ur, og nú leil hún upp og skim- aði. I gagnsæum slcugganum sá ég að augu hennar Ijómuðu — stór og skær en vör eins og í hind. Án þess að hvarfla starandi augunum frá staðnum, sem hljóð ið kom úr, sat hún um stund og hlustaði; svo andvarpaði hún og sneri höfðinu hljóð undan, hneigði það enn dýpra en áður og fór svo að raða blómunum í liægðum sínum. Augnalokin urðu rauð, var- irnar bærðust raunalega, og enn gægðist tár fram undan sléttum augnahárunum, rann og nam staðar á miðri kinn og glitraði í sólinni. Svona leið og beið nokkra stund. Yeslings stúlkan sat graf- kyrr, straúk aðeins hendinni um andlitið við og við og hafði sig alla við að lilusta .... Aftur heyrðist þrusk inni í skóginum, og hún Iirökk við, leit upp altekin af þrá. í þetta skipti Iivarf hljóðið ekki aftur en hélt áfram; það n álgaðist — og loks heyrðist fast, hratt fóta- tak. Hún rétti úr sér og jiað var svo að sjá sem hún yrði hálf- smeyk, augnaráðið flökkti titr- andi til og frá og augun brunnu af eftirvæntingu. Nú kom mað- ur fram milli runnanna. Hún horfði á liann og varð kafrjóð og brosti um leið af gleði og sælu; hún ætlaði að standa upp en hné þegar föl og fálmandi niður aftur •— og renndi skjálf- andi, nærri því biðjandi augum lil mannsins, sem nú var kom- inn til liennar og staðnæmdist fyrir framan hana. Eg horfði forvitinn á liann úr launsátri mínu og ég verð að játa að mér gast ekki bein- linis vel að honum. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma var hann ódæll herbergisþjónn hjá einhverjum ungum, ríkuin bár- ún. Klæðaburður hans benti á að hann léti sér annt um skarl og væri talsverður smekkmað- ur. Hann var í stuttum eirrauð- um frakka, sem húsbóndi lians hafði sennilega átt á undan honum. Hann var hnepptur upp í liáls og um hálsinn liafði hann hnýtt bleikrauðum klút með fjólubláum hornum. Á höfðinu liafði liann flauelshúfu með gylltri snúru og hafði hann þrýst liúfunni langt niður á ennið. Hái flibbinn á livítu skvrt- unni skar hann óþægilega í kjálkabörðin og ýttu eyrna- sneplunum fram, en stífir lín- smokkarnir náðu fram á hand- arbak, fram að rauðum krækl- óttum fingrunum, sem voru með silfur- og gullhringum, prýdd- um gléym-mér-ei úr tópasstein- um. Dólgslegt andlitið með rauðu kinnunuin var með þeim svip, sem að mínu áliti nærri því allt- af vanþóknast karlmönnum og ergir þá, en því miður oft gengur í augun á kvenfólkinu. Hann lagði auðsjáanlega mikið á sig til þess að láta mikilmennsku og lífsleiða skína úr grófu and- litinu; hann pírði í sifellu litl- um, mjólkurbláu augunum, fitj- aði upp á trýnið og kipraði munnvikin niður, gerði sér upp geisp og strauk létt en ekki að sama skapi áferðarfallega rauðleitt vangaskeggið og tók i gulu hárstráin, en i stuttu máli svo tilgerðarlega, að manni varð flökurt af að horfa á hann. FRÁ því augnabliki sem hann kom auga á ungu stúlkuna, sem sat þarna og beið hans hafði Iiann byrjaði að hreykja sér og leika fínan mann. Hann gckk hægt og selt til liennar, stóð kyrr um stund, yppti öxlum, stakk höndunum i frakkavasana, virti stúlkuvesl- inginn ekki meira en að líta snöggvast kuldalega á hana og svo fleygði hann sér í grasið. — Jæja .... sagði hann og geispaði og hélt áfram að liorfa i áttina frá henni, — ertu búin að bíða lengi? Ungu stúlkunni varð erfitt um svar fyrst í slað. — Já, Viktor Alexandrytsj, sagði hún loks, svo lágt að varla var hægt að heyra það. — Jæja! Hann tók ofan húf- una, strauk hendinni hátignar- lega um þykkt, lirokkið liárið, sein byrjaði fast að því niður við augnabrúnir, leit sjálfbyrgings- lega kringum sig, og setti svo húfuna aftur á liöfuðið, eins og það væri gripur, sem yrði að hlúa vel að. - Það munaði svei mér minnstu að ég gleymdi þér í dag. Og svo þar að auk .... var rigning. Hann geispaði. — Yið höfum haft svo mikið að gera, og hann jagast og raus- ar í þokkabót. Á morgun för- um við ........ — Á morgun? sagði unga Stefnumótið

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.