Fálkinn


Fálkinn - 05.04.1965, Blaðsíða 3

Fálkinn - 05.04.1965, Blaðsíða 3
EFIMISYFIRLIT GREINAR OG ÞÆTTIR 6 „Strax og leikur hefst er taugaspennan úr sögunni": Fálkinn birtir stutt spjall við Þórólf Beck ásamt nokkr- um myndum frá heimili hans í Skotlandi og Ibroxleik- vanginum, sem er eign Glasgow Rangers, hins nýja félags Þórólfs. Að auki skrifa Hallur Símonarson og Frímann Helgason um Þórólf og knattspyrnuferil hans hér heima og erlendis. Hallur tekur einkum fyrir skrif skozkra blaða, og Frímann gerir m. a. samanburð á Þórólfi og öðrum kunnum íslenzkum knattspyi'numönnum. 14 „Af för skal frægð kenna“: Jón Gíslason hefur tekið saman greinarflokk um Schwartzkopfsmálið svonefnda fyrir Fálkann og birtist hér fyrsti hlutinn af fjórum. Ragnar Lár. myndskreytti. 16 „Ég mun ávallt liugsa með hlýju til Danmerkur“: Stein- unn S. Briem ræðir við frú Helgu Stefánsson, íslenzku sendiherrafrúna í Kaupmannahöfn. 38 Kvenþjóðin: Kristjana Steingrímsdóttir hefur valið nokkrar kökuuppskriftir fyrir húsmæðurnar, því að nú er það blessaður páskabaksturinn sem er framundan. 18 Biedermann á Flateyri: Tíðindamaður Fálkans var við- staddur frumsýningu á leikritinu „Biedermann og brennuvargarnir“ á Flateyri. Á einum stað segir: „Hér erum við minnt á það, að amatörleikhús hefur aðrar hliðar en takmarkanir og klaufaskap, það getur með markvissri stefnu risið meir en upp í gæðaflokk atvinnu- mennskunnar, því að það er laust við fordóma og kæki atvinnumennskunnar ..Ljósmyndir tók Þorgeir Þor- geirsson. SÖGUR: 12 Röndótti trefillinn: Þetta er næst síðasti kafli þessarar vinsælu framhaldssögu. í næsta blaði hefst afar spenn- andi framhaldssaga er nefnist „Stúlkan í gulu kápunni“. 28 Tom Jones. 30 Mannaveiðar: Spennandi smásaga eftir Ólaf Tynes, blaða- mann. Ragnar Lái-. myndskreytti. Forsíðumyndin er af Þórólfi Beck. Myndin var tekin eftir æfingu á Ibroxleikvanginum. — Ljósm. Runólfur Elentínusson. I MÆSTA BLAÐI Steinunn S. Briem ræðir við sex erlendar stúlkur er voru á flugfreyjunámskeiði hjá Loftleiðum ★ Sigurður A. Magnús- son skrifar um íslenzk dagblöð ★ Þórdís Árnadóttir ræðir við Eddu Gunnarsdóttur, sem er búsett í París og og gift manni af kínverskum, frönskum og enskum ættum ★ Sigurjón Jó- hannsson ræðir við bræðurna Jónas og Jón Múla Árnasyni ★ Óttustund á Álftanesi; texti og teikningar Ragnar Lár. Fálk- inn er að þessu sinni 52 síður. Ritstjóri: Sigurjón Jóhannsson (áb.). Blaðamenn: Steinunn S. Briem, Ragnar Lárusson. Útlitsteiknari: Runólfur Elentínusson. Framkvæmdastjóri: Georg Arnórsson. Auglýsingar: Fjóla Tryggvadóttir. Dreifing: Jón Ormar Ormsson. Útgefandi: Vikublaðið Fálkinn h.f. Aðsetur: Ritstjórn; Hallveigarstíg 10. Afgreiðsla og auglýsingar: Ingólfsstræti 9 B Reykjavík. Símar 12210 og 16481. Pósthólf 1411. Verð í lausasölu 25.00 kr. Áskrift kostar 75.00 kr. á mánuði, á ári 900,00 kr. Setning og prentun kápu: Félagsprentsmiðjan h.f. Prentun meginmáls: Prentsm. Þjóðviljans. Myndamót: Myndamót h.f. /1 itr)ritaf) alitaf FALKINN 3

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.