Fálkinn


Fálkinn - 05.04.1965, Blaðsíða 12

Fálkinn - 05.04.1965, Blaðsíða 12
„Fáið yður sæti, Sigfús. Hvernig hafið þér það?“ „Eins og við er að búast,“ svaraði Sigfús dauflega. „Hvernig haldið þér að yður liði í mínum sporum?“ Sakadómari svaraði engu. „Vita faðir minn og móðir, hvað hefur komið fyrir?“ spurði hann áhyggjufullur á svip. Sakadómarinn kinkaði kolli. „Já, systir yðar sendi þeim skeyti, og þau hringdu heim um leið og þau fengu það. Mér skilst að þau séu á heimleið.“ „Jæja,“ sagði Sigfús og leit áhugalaus á skrifborðið. „Vitið þér að þetta er í fyrsta skipti, sem móðir mín fer til útlanda og fyrsta sumarfríið, sem þau hafa fengið sér saman. Kannski er réttara að kalla það vetrarfrí," bætti hann við eftir smá þögn. „Þér sögðuð mér að þér hefðuð farið á skóladansleik og ekki séð Grétu þar?“ „Já.“ „Hún hafði sagt yður, að hún myndi fara þangað?“ „Já.“ „Stóðuð þér hana oftar að lygum?“ „Nei.“ „Hvað heitir vinur yðar, sem þér fóruð heim til á eftir?“ „Sigurður Róbertsson." „Voruð þið tveir einir?“ „Nei, það voru aðrir líka. við vorum þrír eða fjórir.“ „Ertu alveg viss um að þú hafir ekki hitt Grétu á laugar- dagskvöldið?" Sigfús leit upp. Þetta var í fyrsta skipti, sem sakadómari hafði þúað hann. Hann leit beint í augun á sakadómaranum. „Ég hitti hana ekki þá,“ sagði hann hátt og ákveðið. „Er það rétt, sem Anna vinkona Grétu segir, að hún hafi verið orðin þreytt á þér?“ spurði sakadómari hranalega. Sigfús beit á vörina. „Nei, það er ekki rétt“ sagði hann. „Hún var bara svo ung. Ég er viss um að innst inni elskaði hún mig eins og ég elska hana. Ég á við, eins og ég elskaði hana. Nei, eins og ég elska hana, því ég elska hana enn jafn heitt og ég gerði á meðan hún lifði.“ „Hvað áttu við með því að hún hafi verið svo ung? Þú ert Ekki mikið eldri sjálfur?" „Nei, en ég er karlmaður.” Sakadómari brosti. Fátt fannst honum fjær sanni en að ,iessi granni og taugaveiklaði unglingur, sem sat fyrir framan hann, væri karlmaður. „Heyrðir þú Grétu nokkurn tima minnast á mann sem heitir Gunnar Hansson?" spurði sakadómari. 12 Reiðiglampa brá fyrir í augum unglingsins. „Afsakið.. . hvaða nafn nefnduð þér?“ spurði hann. „Ég heyrði það ekki vel.“ „Gunnar Hansson.“ „Nei,“ Sigfús hristi höfuðið. „Jæja, Sigfús minn. Svo framarlega, sem Sigurður Róberts- son og þeir, sem þú segir að hafi verið með þér í boði þessa umræddu nótt, staðfesta framburð þinn, verður þér sleppt úr haldi. Ég geri ráð fyrir að foreldrar þínir vilji gjarnan vera hér heima til að hjálpa þér til að komast yfir þessa erfiðu reynslu." Sigfús spratt á fætur. „Eigið þér — eigið þér við, að ég muni sleppa héðan, núna ■— núna strax?“ „Ef til vill.“ „Það væri grimmdarlegt að gefa mér svona von og láta hana svo verða að engu. Heyrið þér það. Grimmdarlegt!“ „Farið þér fram fyrir, Sigfús, og bíðið þar andartak,“ sagði sakadómari ákveðinn. Nokkrum mínútum síðar gekk hann sjálfur fram til Sig- fúsar og sagði honum þær fréttir að félagar hans hefðu fullyrt, að Sigfús hefði dvalizt með þeim alla nóttina. Sigfús var frjáls maður. Þegar Gunnar Hansson kom aftur heim til sín, beygður maður, tók konan hans á móti honum í ganginum. Hún sat á stólnum við símann. þar sem hún hafði setið, þegar hann fór og það var engu líkara en hún hefði setið þar allan tímann. „Hvað vildi lögreglan þér?“ spurði hún og starði á hann. „Lögreglan?" „Já, lögreglan." Rödd hennar var ákveðin. „Komdu inn í stofu og seztu hjá karlinum þínum,“ sagði Gunnar áhyggjufullur. „Hann á erfitt núna.“ Margrét reis á fætur og gekk með honum inn í stofuna. Gunnar settist í sófann og hún í stól hinum megin við borð- ið. Hann leit á hana. „Ég bít ekki,“ sagði Gunnar og brosti. „Þú hefðir getað sezt hjá mér.“ Hún lét sem hún heyrði ekki þessi orð hans og spurði tortryggin á svipinn: „Af hverju áttu erfitt?“ Hann tók sígarettu úr pakkanum, sem lá á borðinu og kveikti sér í henni. Svo sagði hann og forðaðist augnaráð hennar á meðan: „Það var út af stúlkunni, sem var myrt um helgina. Ég, nú, ég hitti hana um kvöldið: Og auðvitað þurfti lögreglan að reka nefið í það.“ „Hvers vegna?“ spurði hún rólega. „Ég veit það ekki.“ „Ætlar þú að segja mér, hvernig stóð á því, að þú hittir stúlkuna um kvöldið, því ég geri ráð fyrir að það hafi verið um kvöld, sem hún var myrt?“ „Margrét, Margrét,“ sagði hann. „Ætlarðu að segja mér að þú eigir engin huggunarorð fyrir karlinn þinn, þegar hann á svona bágt?“ Hún starði kuldalega á hann. „Hættu þessum látalátum,“ sagði hún. „Segðu mér hvað hefur komið fyrir þig?“ „Seztu þá hérna hjá mér.“ „Ég heyri alveg eins vel hérna.“ Hann yppti öxlum. „Allt í lagi, allt í lagi, hafðu það eins og þú vilt. Ég skal segja þér allt af létta. Nú ég var að vinna eftirvinnu á laugar- taginn eins og þú veizt. ..“ „Já, þú skrappst að heiman um sexleytið til að „vinna“,“ sagði hún. „Þú sagðist kannski líta inn til einhverra kunn- ingja áður en þú kæmir heim.“ „Nú, ég leit inn á Hótel Sögu um kvöldið og á Mímisbar hitti ég þessa Grétu, og ég var orðinn svolítið soltinn og fékk mér bita með henni. Þetta er allt og sumt. Nú svo keyrði ég hana auðvitað heim og kom beint hingað. Annað var það ekki.“ Það varð löng þögn, og Gunnar leit hvað eftir annað til konu sinnar, sem starði í gaupnir sér og þagði. Loks tók hún FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.