Fálkinn


Fálkinn - 05.04.1965, Blaðsíða 11

Fálkinn - 05.04.1965, Blaðsíða 11
sýndi hann ýmislegt mikilla fýrirheita, einkum 1 lokakafla leiksins, þegar hann skoraði fyrsta mark sitt í deildakeppn- inni. Markið skipti ekki máli um úrslit leiksins, þar sem „St. Mirren“ hafði þá tvö mörk yfir. En eins og merki um þá hluti, sem eftir eiga að gerast, hafði það vissulega þýðingu. Og fé- lagar hans í „St. Mirren“ hlupu til frá öllum hornum vallarins og óskuðu honum til hamingju. Það er of fljótt að segja, að Beck sé „kominn“, Bobby Fla- vell þjálfari hefur tekið hann að sér. Ég sá æfingu hjá þeim í síðustu viku. Beck leikur eins og knattspyrnumaður frá meginlandinu — hugsun hans er fljót, fljótari en líkami hans. Og hann hefur þá tilhneigingu •— eins og meginlandsknatt- spyrnumennirnir, að gefa kött- inn frekar en að skjóta á mark- ið. En efniviðurinn er fyrir hendi.“ í The People skrifaði John Blair. „St. Mirren hefur fundið nýjan persónuleika í hinum ís- lenzka innherja, Þórólf Beck. Þó hann eigi enn langt í sama „klassa“ og síðasta íslenzka „stjarnan“, sem lék á Skotlandi, Albert Guðmundsson, hefur hann þó mikla möguleika til að feta í fótspor hins fræga fyrir- rennara síns. Ennþá er hann ekki fullkom- inn knattspyrnumaður, en hann hefur persónulegan svip, sem mun gera hann mjög eftirsótt- an hvert sem hann fer. Auk þess, sem hann skoraði frábært mark, sýndi hann mikið stöðu- mat og sérstakt öryggi í send- ingum. Hann vantar úthald og 1 styrkleika, sem er nauðsynlegt í skozkri knattspyrnu, en hann 1 hefur spyrnu snillingsins.“ Þetta voru nokkrar umsagn- ir, sem birtust fyrir rúmum ; þremur árum í skozku blöðun- lim, og vissulega hefur Þórólfi 1 farið mikið fram síðan, eins og bezt kemur fram í því, að „Glasgow Rangers", sem hefur é að skipa skozkum landsliðs- mönnum í nær hverja stöðu í '■ liði sínu, skyldi sækjast eftir Þórólfi og greiða fyrir hann ' stórfé. En liðið var óheppið með leikmenn í haust. Nokkrir af þekktustu leikmönnum liðsins • voru slasaðir — og „Rangers“ tapaði hvað eftir annað. Þegar Þórólfur var seldur til „Rang- ers“ lék þó allt í lyndi hjá félaginu, og það vann nær alla sína leiki. Og Skotar eru fastheldnir og breyta ekki liði, sem sigrar. Möguleikarnir virt- ust því ekki miklir hjá Þórólfi Þessi mynd er tekin í Ibroxbyggingunni. Þórólfur er hér að horfa á bikarana, er Glasgow Rangers hreppti síðasta keppnitímabil. að komast strax í aðalliðið — en fljótt varð þó breyting. Fyr- irliði „Rangers", Baxter, sem talinn er bezti framvörðurinn á Bretlandseyjum — en hann var þó notaður um tíma sem innherji hjá „Rangers“ — fót- brotnaði í Evrópubikarkeppn- inni í leik gegn „Rapid“ í Vínar- borg hinn 9. desember sl., sem var mikið áfall fyrir „Rangers“. Laugardaginn þann næsta, 12. desember, átti „Rangers“ að leika við „Dundee United“ á útileikvelli, og líkurnar til að Þórólfur yrði með voru miklar. Ég opnaði útvarpstækið mitt — stillti á Scottish home ser- vice á 372 metrum á miðbylgj- unum, — og innan tíðar var farið að lýsa knattspyrnuleik. Og viti menn; heppnin var með mér því leikurinn var milli „Dundee Utd“ og „Rangers“. Skyldi Þórólfur vera með? og svarið fékkst fljótt, því þulur- inn sagði: „tslendingurinn hef- ur leikið mjög vel í þessum fyrsta leik sínum með Rangers" og rétt á eftir: „Frábær sending Þórólfs Beck hefur splundrað vörn „Dundee“, og miðherjinn Forrest getur gengið með knött- inn í markið. Beck verður mik- ill styrkur fyrir Rangersliðið.“ Rangers vann ágætan sigur Framh. á bls. 26. Og auðvitað þurfa stúlkurnar líka að fá nafn og heimilisfang.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.