Fálkinn


Fálkinn - 05.04.1965, Blaðsíða 26

Fálkinn - 05.04.1965, Blaðsíða 26
ms. GULLFOSS- sumaráætlun 1965 Frá Kaupm.höfn 8/5 22/5 5/6 19/6 3/7 17/7 31/7 14/8 28/8 11/9 25/9 Frá Leith...... 10/5 24/5 7/6 21/6 5/7 19/7 2/8 16/8 30/8 13/9 27/9 Til Reykjavíkur 13/5 27/5 10/6 24/6 8/7 22/7 5/8 19/8 2/9 16/9 30/9 Frá Reykjavík . 17/4 15/5 29/5 12/6 26/6 10/7 24/7 7/8 21/8 4/9 18/9 2/10 Frá Leith ...... — 18/5 1/6 15/6 29/6 13/7 27/7 10/8 24/8 7/9 21/9 5/10 Til Kaupm.hafn. 22/4 20/5 3/6 17/6 1/7 15/7 29/7 12/8 26/8 9/9 23/9 7/10 -DRAGIÐ EKKI AÐ TRYGGJA YÐUR FARMIÐA MEÐAN ENNÞÁ ERU LAUS FARÞEGARÚM I FLESTUM FERDUNUM FARÞEGADEILD - SÍMI 21460 • Hallur Framh. af bls. 11. 3—1 og Forrest skoraði öll mörk liðsins — tvö þeirra eftir undirbúning Þórólfs. Og blaða- ummælin voru ekki síður lof- samleg. „News of the world“, sagði — „Nýi leikmaðurinn hjá Rangers, Þórólfur Eeck, var hin „stóra stjarna“ leiksins. Beck fékk aðdáendur Rangers- liðsins til að gleyma fyrirliða- missinum með flauelsmjúkum sendingum og lék með hinni köldu yfirvegun hundrað þús- und punda manns, sem hann kom í staðinn fyrir. Rangers- liðið var betra en nokkru sinni fyrr í vetur.“ Næsti leikur hans með „Rangers" var laugardaginn 19. desember, og fyrsti leikur hans sem „Rangers“-leikmaður á Ibrox Park, hinum mikla leik- vangi „Rangers“ í Glasgow. Þar skoraði Þórólfur fyrsta mark sitt fyrir „Rangers" og fékk mikið lof fyrir leik sinn, en „Rangers" vann „Th. Lan- ark“ með 5—1. Meðal þeirra, sem skrifuðu um Þórólf, var Jimmy Baxter, sem fór mjög lofsamlegum orðum um leikni Þórólfs. „Það er miklu betra að hafa hann með sér en á móti,“ sagði Baxter og átti þá við leik- inn í deildakeppninni milli „Rangers" og „St. Mirren“ í fyrravor á Ibrox Park. „St. Mirren“ vann þá mjög óvænt og Þórólfur lék þá sennilega bezta leik, sem hann hefur sýnt á Skotlandi. Síðan var hann stöðugt undir smásjá forráða- manna „Rangers", þar til hann skipti um félag. Það er alltaf gaman að fylgj- ast með íslendingum, sem ná góðum árangri á erlendri grund, og Þórólfur Beck er sá íslenzki íþróttamaðurinn, sem borið hefur hæst sl. ár. Vissu- lega var mikil eftirsjá fyrir íslenzka knattspyrnuunnendur, þegar Þórólfur gerðist atvinnu- maður, og íslenzk knattspyrna varð fátækari, þótt Skotar hafi hins vegar reynzt vel og leyft Þórólfi að leika hér heima tvo þrjá leiki á hverju sumri — en það var skiljanlegt, að hann skyldi velja, að gerast atvinnu- maður, þegar honum bauðst það, eða eins og hann sagði: „Hér get ég fengið mikla pen- inga fyrir að stunda þá íþrótt, sem ég met öllu öðru meira. Heima lék ég vissulega knatt- spyrnu í góðum félagsskap og hafði 700 krónur í prentsmiðj- unni á viku.“ Frami Þórólfs á knattspyrnu- sviðinu hefur verið mikill, og það er ekki heiglum hent að vera einn bezti leikmaður í bezta knattspyrnuliði Skot- lands. Og Þórólfur hefur verið góður fulltrúi fyrir ísland á 26 leikvelli, prúður leikmaður, sem aldrei hefur látið orra- hríð atvinnumennskunnar hafa áhrif á leik sinn eða framann stíga sér til höfuðs. Hann er ennþá sami látlausi drengur- inn, sem hreif gamla Vestur- bæinga með leikni sinni fyrir áratug. hsím. • Sendiherrafrúkt Framh. af bls. 17. eru alltaf jafnsterk, enda höf- um við aldrei hugsað okkur að festa rætur í Danmörku og vera okkar hér styttist nú óðum. Ég les auðvitað íslenzku blöðin og fylgist þannig með því sem er að gerast heima, og síðast- liðið haust skrapp ég til ís- lands. Mér finnst Reykjavík hafa breytzt gífurlega á þess- um árum, stækkað og fegrazt. Útlendingar sem til þekkja eru mjög hrifnir af framförunum hjá okkur og undrast hvað þessi fámenna þjóð hefur getað afkastað miklu á skömmum tíma — það eru ekki fleiri íbú- ar á öllu íslandi en í Árósum einum. ,Þið vinnið allt', hafa margir sagt við mig, ,þorska- stríðið, SAS-deiluna og senni- lega handritamálið ... þótt þið séuð minnsta þjóðin að fólksfjölda'. Og það hefur vak- ið athygli hversu marga frá- bæra listamenn við höfum lagt Konunglega leikhúsinu til: Önnu Borg, Stefán íslandi, Einar Kristjánsson, Magnús Jónsson, Friðbjörn Björnsson, svo að nokkrir séu nefndir.“ HVERNIG hugsið þér til að flytjast aftur heim til fs- lands?“ „Mjög vel, það verður mér gleði þegar þar að kemur. Ég er stundum spurð hvort ekki sé gatnan að vera í Kaupmanna- höfn, rétt eins og þetta væri bara tómur leikur, og þá svara ég: Við erum ekki hér til að skemmta okkur, heldur til að vinna starf, og það starf vil ég leitast við að leysa af hendi eins vel og mér er unnt. Takist það, þá fylgir ánægjan af sjálfu sér.“ ★ ★ FÁLKINN FLÝGUR ÚT FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.