Fálkinn


Fálkinn - 05.04.1965, Blaðsíða 33

Fálkinn - 05.04.1965, Blaðsíða 33
Einangrunargler Framlcitt einungis úr úrvals gleri. — 5 ára ábyrgð. Pantið tímanlega. KORKIÐJAM H.F. Skúlagötu 57. — Sími 23200. ENDURNÝJUM SÆNGUR OG KODDA FLJÓT AFGREIÐSLA HÖFUM EINNIG EINKASÖLU A REST-BEST KODDUM Póstsendum um land allt. DÚN- 0G FIÐUR- HREINSUNIN VATNSSTÍG 3 (örfá skref frá Laugavegi) Sími 18740. í íslandsmálum, því að stift- amtmaður og amtmaður voru báðir orðnir aldraðir og komnir að fótum fram. Árið 1716 var Miiller amtmanni skipaður að- stoðarmaður, og átti hann að fá helming launa hans. Þessi maður var Niels Fuhrmann. Hann var norskur að aett, kom inn af góðu fólki í Björgvin. Hann lærði skólalærdóm í Kaupmannahöfn og lauk þar háskólaprófi. Hann varð ritari admíráls Christíans Schestests, er valdamikill varð í Dana- veldi. Fuhrmann varð ungur mikill heimsmaður, myndar- legur og karlmannlegur. Hann var um flesta hluti algjör and- stæða Kríu Miillers, röggsamur og fylginn sér í málum, hafði hug á að breyta ýmsu um fram- kvæmdir stjórngæzlu hér á landi. Hann var skörulegur maður í framgöngu, en Kriu Miiller var lítilmenni jafnt að vallarsýn og í raun. En nokkur skuggi fortíðarinnar hvíldi yfir Fuhrmann og varð áður en langt leið þrándur í götu frama hans og, gengis sem embættis- manns á íslandi og frama hans til æðri embætta. Af þvi verður brátt sagt. Níels Fuhrmann fór ekki út til íslands fyrr en sumarið 1718. Ekki er ljóst af hverju hann fór ekki þegar til embættis síns. En þess má geta til, að það hafi verið sakir ófriðarins milli Dana og Svía. En ástand styrjaldarinnar skapaði mjög mikla röskun á siglingum til íslands á þessum árum. Sum- arið 1718 var sent herskip með Fuhrmann amtmann til ís- lands. Skip þetta hét Gotten- borg og var hvortveggja í senn stórt og vel búið vopnum og mannskap. Það var langstærsta skip er til íslands hafði siglt og mannflesta. Máttu því lands- menn kenna, að hér var mikið í efni um för hins nýja amt- manns. Koma Gottenborgar vakti mikla athygli og minnti á ömurleg atvik í sögu lands- in^' það er erfðahyllinguna í Kópavogi, þegar landsmenn játuðu einveldið. Almenningi bauð því þegar í grun, að tíð- inda myndi að vænta um mál- efni landsins, og myndi í för maður, er myndi taka til mála með nýjum hætti. Það voru mikil tíðindi og nýtt efni, er svo mikið og vel búið skip var sent gagngert með amtmann yfir íslandi. Sigling Gottenborgar gekk vel til landsins og bar ekki til tíðinda í þeirri ferð. Um haust- GLERAUGU @ Farið vel með yðar dýrmœtustu eign. S J Ó NIN A Eí vel á að vera þuríið þér að láta augnlœkn athuga augu yðar á hverju ári. TÖKUM Á MÓTI RECEPTUM FRÁ ÖLLUM AUGNLÆKNUM TILBÚIÐ SAMDÆGURS TÝLI hf. Austurstrœti 20. P. O. Box 897. Simi 14566. •••••• Framh. á bls. 35. FÁLKINN 33

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.