Fálkinn


Fálkinn - 05.04.1965, Blaðsíða 4

Fálkinn - 05.04.1965, Blaðsíða 4
* * OPNAN OKKAR SKRÍTLUSAIVIKEPPIMIN Bréf frá lesendum FtLLORÐIMA FÓLKIÐ OG ÓKtRTEISllM Fálki! Hefur fullorðna fólkið einkarétt á að vera ókurteist? Þeir full- orðnu eru að siða börnin til, en eiga þeir ekki að vera fyrirmynd okkar? Ég var um daginn í strætó og hafði fengið mér sæti. Þá kemur akfeit kerlingartuðra og spyr: Gæti ég fengið sæti hérna? Ég svara engu. Hún tekur þá i öxlina á mér og segir, að börn eigi að standa upp fyrir fullorðn- um. Ég varð að hypja mig, en ég vil taka það fram, að nóg var af lausum sætum í vagnin- um, en kerlingin hefur áreiðan- lega viljað þetta sæti, af þvi að krakki sat í þvi. Svo vil ég taka annað dæmi, sem oft kemur fyr- ir ef maður stendur upp í strætisvagni fyrir fullorðnu fólki — það hlammar sér I sætið án þess svo mikið sem að þakka fyrir. Af þessú leiðir, að ég er hætt að standa upp fyrir þessu svokallaða fullorOna fólki! Hér hef ég enn eitt dæmi. Á laugar- dagsmorgnum er ég oft send út í búð fyrir mömmu og þá ýta kerlingarnar mér frá búðarborð- inu. Um daginn tók ég mig til, þegar ein kerlingin ætlaði að ýta mér frá, og spurði hvort hún hefði lært almenna kurteisi. Konan var svo hissa að ég skyldi voga mér að segja þetta, að hún lét mig alveg í friði. Bless. Ein 13 ára. Svar: . Fulloröna fólkiö liefur áreiöan- lega gott af því aö lesa þetta bréf. Þaö er áreiöanlega niikiö til í þvl sem þú segir, aö full- oröna fólkiö gleymi alltof oft aö ganga á undan meö góöu for- dœmi. Þú manst aö láta þetta ekki henda þig, þegar þú ert oröin „kerling"! KJALIMESIIMGLR SKRIFAR Víðinesi 9/3, 1965. Kæri Fálki minn, Þakka þér fyrir allt hið góða skemmtiefni er þú flytur, mikið er gaman að sjá hvað blaðið smátt og smátt verður betra með hverri viku, er líður. Ég sendi þér bara nokkrar lin- ur, bara svona til að sýnast, ein rödd úr hópnum, ef svo má að orði komast. Aðalerindi mitt með þessum skrifum er að biðja þig um að útvega mér perinavin á aldrinum 14—17 ára. En úr því að ég er að skrifa á annað borð, ætla ég um leið að spyrjast fyrir hvort ykkur vanhagaði um teikningar, en ég hef fengizt lítilsháttar við slíkt, (andlitsmyndir). Einnig hef ég fengizt við að setja saman smásögur og kvæði. Það mætti einnig fylgja, að þar sem mikil barátta stendur milli Bítla og Rolla, þá hef ég þá sögu að segja, að fyrst eftir að Bítlarnir byrjuðu að syngja, þá hafði ég satt að segja engan áhuga fyrir þeim, en nú aftur á móti er ég inniiegur aðdáandi Þeirra, mörg lög þeirra eru hreint afbragð, sömu sögu má segja af Hljómum úr Keflavík. Mér finnst lögin þeirra sérlega vel leikin. Fagna ég þeim tíð- indum að þeirra fyrsta plata mun koma innan tíðar á mark- aðinn, og vona að fleiri fylgi í kjölfar þeirra. Læt ég hér staðar numið og óska ykkur alls hins bezta í framtíðinni. (Hvernig væri að þið kæmuð á sértökum þætti er nefna mætti „óskamyndin" þar sem birt yrði mynd af leikara er lesendur blaðsins veldu.) Kærar kveðjur. Á. H. Petersen Víöinesi, Kjalarnesi . Kjós. Svar: Kærar þakkir fyrir bréfiö, viö vonum aö þú fáir þinn penna- vin. Sendu okkur teikningar og sögur, ef viö getum ekki notaö þaö, fceröu þaö endursent meö skýringum. Hugmynd þín um „óskamynd“ er góö. FRÁ RITSTJÓRIM Eins og við skýrðum frá í 12. tbl. munum við framvegis hafa þann hátt á að draga út vikulega eitt nafn úr hópi þeirra sem senda bréf, úr- klippur, sögur og annað skemmtiefni sem við getum notað í Opnunni okkar. Verð- launin hverju sinni er kon- fektkassi og fyrsti vinnings- hafinn er Kolbrún Skjaldberg, Valfelli, Vogum, Vatnsleysu- — Ertu frá þér kona. Ég er inu! (Sendandi G. J.) Okkur bárust óvenju margar lausnir að þessu sinni og áttum við í dálitlum erfiðleikum með að skera úr um hvaða texti væri beztur, en það varð úr, að við drógum úr tveim textum. Hinn var á þessa leið: „Ég sagði þér að þvo stigann, en ekki að þú ættir að þvo þér í stiganum." Og þar sem við lifum á geim- ferðaöld, þá finnst okkur þessi mynd ágætt verkefni til að spreyta sig á. Skilafrestur er hálfur mánuður. Góða skemmtun! stórskuldugur hjá Sjúkrasamlag- strönd. Við óskum henni til hamingju með vinninginn, sem er konfektkassi frá Nóa. Kolbrún sendi okkur ágæta úrklippu, sem birtist innan skamms. Við höldum öllum nöfnum til haga og í árslok verður DOIMIMI — Er mótor í henni Msu? spurði Binni litli, þegar hann heyrði köttinn mala. dregið um 5 AGFA mynda- vélar og 10 konfektkassa frá Nóa og þá hafa allir, sem hafa skrifað okkur á árinu jafna möguleika. Þið sjáið að það er til mikils að vinna. Það sakar ekki að geta þess, að lesendur blaðsins eru afar ánægðir með skrifin YKKAR'. PEIMIMAVIIMLR Kæri Fálki, Mig langaði til að biðja þig að birta nafn á enskri stúlku, sem ég þekki. Hún bað mig að útvega sér íslenzkan pennavin 14—16 ára. Þess vegna grip ég nú til þess ráðs að biðja þig að koma þessu á framfæri. Nafn og heimilisfang: Dawn H. Farmer, 73 Chatford Drive, Meole Brace, Shrewsbury, Shrops, England. Svo þakka ég blaðinu skemmti- legt efni. Fálkinn er án efa bezta blað á þessú landi. S. J. Þ. Akureyri.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.