Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.10.2009, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 08.10.2009, Qupperneq 2
2 8. október 2009 FIMMTUDAGUR SPARAÐU! SÖLU LEIKHÚSKORTA LÝKUR 9. OKTÓBER Hringdu í síma 551 1200 eða smelltu þér á leikhusid.is Fjögurra sýninga kort fyrir 25 ára og yngri kostar aðeins 5.900 kr. Þriggja forsýninga Forskotskort í Kassann kostar aðeins 3.000 kr. Fjögurra sýninga leikhúskort kostar aðeins kr.9.900 ALÞINGI Samningurinn um Evr- ópska efnahagssvæðið er ekki í hættu þótt ekki takist samningar um Icesave, að mati Össurar Skarphéðinssonar utanríkis- ráðherra. „Ég tel fráleitt að EES-samn- ingurinn sé í uppnámi ef við göngum ekki frá þeim skuld- bindingum sem við höfum axlað gagnvart Hollendingum og Bret- landi,“ sagði Össur á Alþingi í gær. Þar svaraði hann spurn- ingu Vigdísar Hauksdóttur, þing- manns Framsóknarflokks. Í Fréttablaðinu í gær var haft eftir Eiríki Bergmann, for- stöðumanni Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst, og Kristj- áni Vigfússyni, forstöðumanni Evrópufræða við Háskólann í Reykjavík, að hætta sé á að EES-samningnum verði sagt upp náist ekki samkomulag í Icesave- deilunni. Össur segist ósammála þess- ari niðurstöðu fræðimannanna. Í grunninn snúist áhyggjur þeirra um að gjaldeyrishöftin sem sett voru í kjölfar hrunsins hamli þátttöku Íslands á innri markaði EES. Það eigi þó engu að breyta, enda höftin hluti af samningi sem Ísland hafi gert við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn, sem þjóðir Evrópusambandsins eigi meira og minna allar aðild að. Engar athugasemdir hafi verið gerðar við höftin. Samkvæmt upplýsingum frá Eftirlitsstofnun EFTA er engin athugun í gangi á skorti á frjálsu flæði fjármagns frá Íslandi, þrátt fyrir að það gangi gegn ákvæð- um EES, né hefur borist formleg kæra vegna þess. - bj Enginn mótmælt því að Ísland taki upp gjaldeyrishöft tímabundið segir ráðherra: Fráleitt að EES sé í uppnámi HÖFT Evrópuþjóðir hafa engar athuga- semdir gert við tímabundin gjaldeyris- höft hér á landi sagði Össur Skarphéð- insson á Alþingi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LÖGREGLUMÁL Karlmaður og kona voru flutt á gjörgæsludeild Land- spítalans eftir líkamsárás í Hörða- landi í Fossvogi snemma í gærmorg- un. Karlmaðurinn lést síðdegis í gær og konan var enn í öndunarvél þegar blaðið fór í prentun. Hún var þó ekki talin í lífshættu. Konan hlaut þung höfuðhögg og skurði á höfði. Maðurinn er talinn hafa drukkið stíflueyði, eða annan álíka ætandi lög, eftir að hann hafði veitt konunni áverkana. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst höfðu maðurinn og konan verið gift, en voru nýskilin. Hann hafði nýverið misst atvinnuna. Þau eiga saman tvö ung börn. Maðurinn var fluttur að heiman en hafði komið heim til konunnar um morguninn til þess að sækja börnin og fara með þau á leikskóla. Eftir að því var lokið sneri hann aftur í Hörðaland, þar sem harm- leikurinn átti sér síðan stað. Það var svo rétt fyrir klukkan hálfníu í gærmorgun sem maðurinn hringdi í lögregluna. Hann kvaðst hafa valdið konunni miklum skaða, jafnvel svo miklum að hún væri látin. Að því búnu sleit hann símtalinu. Lögreglumenn úr umferðardeild, sem voru á bifhjólum í nágrenni við Hörðaland, fóru þegar á staðinn, svo og þrír lögreglubílar og fjórir sjúkrabílar. Fleiri bílar frá lögreglu og sjúkraliði bættust svo við þegar ljóst varð að harmleikur hefði átt sér stað í íbúðinni sem hefði leitt til þess að fólkið inni væri talið í lífshættu. Að auki komu lögreglu- menn úr tækni- og rannsóknardeild fljótlega á staðinn. Maðurinn og konan voru flutt á Landspítalann í Fossvogi þar sem þeim var haldið sofandi í öndun- arvélum í gær. Innanmein manns- ins drógu hann til dauða nokkrum klukkustundum síðar. Konan gekkst undir aðgerð á höfði og jafnframt þurfti að sauma skurði sem hún hafði hlotið. Auk þess sem lögregla rannsak- aði vettvang í gær var rætt við vitni, sem kynnu að geta gefið einhverjar upplýsingar. Maðurinn, sem var fæddur árið 1971, hafði verið búsettur hér um árabil og var íslenskur ríkis borgari. Konan er fædd 1966. jss@frettabladid.is Drakk stíflueyði og lést eftir líkamsárás Karlmaður og kona voru flutt á gjörgæsludeild í gærmorgun eftir líkamsárás í Hörðalandi. Konan hlaut mikla áverka á höfði og gekkst undir aðgerð í gærdag. Maðurinn er talinn hafa drukkið stíflueyði. Hann lést á sjúkrahúsi síðdegis. LÖGREGLA OG SJÚKRALIÐ Fjöldi lögreglu- og sjúkrabíla fór í Hörðaland þegar ljóst varð að þar hefðu átt sér stað alvarlegir atburðir sem jafnvel gætu leitt til dauða. FRÉTTABLAÐIÐ/GARÐAR DÓMSMÁL Ákæra hefur verið gefin út á hendur Guðmundi Jónssyni í Byrginu fyrir skattsvik og að draga sér tíu milljónir af fé Byrgisins þegar hann var for- stöðumaður þess. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær. Efnahags- brotadeild Ríkis- lögreglu stjóra hefur rannsak- að fjármálaóreiðuna í Byrginu í ríflega tvö ár, en Byrgið var að mestu rekið fyrir opinbert fé. Guðmundur Jónsson var í Hæstarétti í desember í fyrra dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn skjólstæðingum sínum, sem komið var upp um í fréttaskýring- arþættinum Kompási. - sh Guðmundur í Byrginu: Ákærður fyrir milljónasvik GUÐMUNDUR JÓNSSON FÓLK Harpa Jónsdóttir sigraði í keppninni Þúsund frábærar húfur, eða „1000 Fabulous Knit Hats“ sem útgáfufélagið Rock- port Publishers hélt nýlega. Húfa Hörpu, sem er úr þæfðri ull með útsaumuðum blómum, mun birtast í bók sem ber sama heiti og keppnin en í henni verða húfur úr keppninni og uppskrift- ir að þeim. Bókin kemur út næsta haust og verður dreift víða um heim. Harpa hlaut 500 dali í verð- launafé. „En það sem er verð- mætast er auðvitað kynningin,“ segir hún. - sg / sjá Allt Alþjóðleg keppni um húfur: Íslensk húfa í fyrsta sæti Anna Lilja, byrjaði þetta allt með því að einhver fékk flugu í höfuðið? „Já, það byrjaði einmitt þannig.“ Félagar í Badmintonfélagi Hafnarfjarðar héldu upp á það í gær að hafa slegið flugur með spöðum yfir net í hálfa öld. Anna Lilja Sigurðardóttir er ritari félags- ins. SVÍÞJÓÐ, AP Nóbelsverðlaunin í efnafræði renna til tveggja banda- rískra vísindamanna, þeirra Venkt- ramans Ramakhrisnan og Thomas Steitz, og ísraelsku vísindakonunn- ar Ada Yonath. Þau fá verðlaunin fyrir að hafa kortlagt ríbósóm, lítil korn í kjarna frumu sem hafa það hlutverk að framleiða prótín. Sænska vísindaakademían segir verk þeirra hafa skipt miklu máli fyrir skilning manna á lífinu. Upp- götvunin hafi einnig auðveldað vís- indamönnum að þróa mótefni gegn ýmsum sjúkdómum. Á miðvikudag var skýrt frá því að þrír Bandaríkjamenn fái Nóbels- verðlaunin í eðlisfræði fyrir að hafa fyrir fjórum áratugum lagt grunn að ljósleiðaratækni nútím- ans og stafrænni ljósmyndun. Einn þeirra, Charles K. Kao, gerði árið 1966 mikilvæga upp- götvun þegar hann áttaði sig á því hvernig hægt er að senda ljós- merki langar vegalengdir gegnum örmjóa glerþræði. Hinir tveir, þeir Willard S. Boyle og George E. Smith, fá hins vegar Nóbelsverðlaunin fyrir að búa til ljósnæma plötu sem er kjarninn í stafrænum myndavélum. Þetta tókst þeim árið 1969, fáum miss- erum eftir að Kao var að prófa sig áfram með ljósþræðina. Nóbelsverðlaunin í efnafræði og eðlisfræði verða afhent í Stokk- hólmi 10. desember. - gb Nóbelsverðlaunin í efnafræði og eðlisfræði: Frumkvöðlar nýrrar tækni WILLARD S. BOYLE OG GEORGE E. SMITH Þem tókst að búa til stafræna ljósmyndavél fyrir nærri hálfri öld. NORDICPHOTOS/AFP STJÓRNMÁL Miðstjórn ASÍ lýsir miklum áhyggjum af fjárlaga- frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Segir í ályktun sambandsins að ljóst megi vera að verði það að lögum muni það hafa áhrif á alla með samdrætti í þjónustu hins opinbera. ASÍ hafi því lagt áherslu á að byrðum hrunsins verði dreift með sanngjörnum hætti. Í ályktuninni er þess krafist að frumvarpinu verði breytt, skatt- byrði þeirra tekjulægstu verði létt og barna- og vaxtabætur hækkaðar. Enn fremur þurfi strax að ráðast í framkvæmdir í samstarfi við lífeyrissjóðina til að efla atvinnu og hagvöxt. - sh ASÍ um fjárlagafrumvarpið: Vill breytingar á frumvarpinu EFNAHAGSMÁL „Allt er tilbúið fyrir endurskoðun áætlunarinn- ar,“ segir Franek Roswadowski, fastafulltrúi Alþjóðagjald- eyrissjóðsins á Íslandi, spurð- ur um ástæður þess að endur- skoðun áætlun- ar sjóðsins hafi dregist á lang- inn. Roswadow- ski bendir á að margt hafi orðið til þess að tefja fyrir endurskoð- uninni, sem upphaflega átti að fara fram í febrúar. Stjórnar- kreppa hér hafi tafið málið um nokkra mánuði. Þá segist hann ekki vera í aðstöðu til að tjá sig um milli- ríkjamál. Stjórnvöld verði að ljúka ákveðnum samningum til að tryggja lánsfjármögnun svo málið geti haldið áfram, líkt og hann orðar það. - jab Nauðsynlegt að enda deilur: AGS bíður eftir málalokum FRANEK ROSWADOWSKI SPURNING DAGSINS SVEITARSTJÓRNIR „Skerðingin á þjón- ustu Baldurs er aðför að byggðum á Vestfjörðum sem mun hafa afdrifarík áhrif á samkeppnis- stöðu fyrirtækja og almenn búsetuskilyrði á sunnan verðum Vestfjörðum,“ segir í ályktun bæjar ráðs Ísafjarðar vegna fyrir- hugaðrar fækkunar vetrarferða Breiðafjarðarferjunnar milli Stykkishólms og Brjánslækjar. Bæjarráð segist taka heils hugar undir með bæjaryfirvöldum í Vestur byggð sem lýst hafa þung- um áhyggjum af yfirvofandi þjón- ustuskerðingu. „Bæjarráð skorar á samgönguráðherra að tryggja daglegar ferðir skipsins þar til viðunandi vegtenging kemst á við sunnanverða Vestfirði.“ - gar Bæjarráð Ísafjarðar: Segir fækkun ferjuferða aðför
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.