Fréttablaðið - 08.10.2009, Side 10

Fréttablaðið - 08.10.2009, Side 10
10 8. október 2009 FIMMTUDAGUR bílaperur Quarts allt að 80% meira ljós NÝJAR bílaperur frá E N N E M M / S ÍA / N M 39 35 7 Hringdu í síma ef blaðið berst ekki ALÞINGI Lækkun á greiðslubyrði heimilanna er fagnaðarefni. Skattahækkanir ríkisstjórnar- innar kosta um það bil ein mánaðar- lán á ári. Skattahækkanirnar taka þann ábata sem lægri greiðslu- byrði skilar. Þetta sagði Tryggvi Þór Her- bertsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, í umræðum um stöðu heimilanna á Alþingi í gær. Fagnaði hann aðgerðum félags- málaráðherra og sagði skattahækk- unaráformin ekki honum að kenna, nema að hluta til. Guðmundur Steingrímsson Framsóknar- f lokki sagði marga kal la eftir leiðrétt- ingu skulda. Aðgerðum ráð- herra bæri að fagna, sér í lagi vegna þess að þær væru almennar. Óvissa ríkti þó um raunverulegt virði lána og henni þyrfti að eyða. Lagði hann til að ráðist yrði í lækk- un höfuðstóls lána. Árni Páll Árnason félagsmála- ráðherra sagði að við hefði blasað að um tuttugu þúsund hefðu farið í gjaldþrot. Um væri að ræða fólk sem hefði áfram sömu eða svipað- ar tekjur og fyrir hrun en skulda- byrðin hefði vaxið því yfir höfuð. Hann sagði almennar aðgerðir mæta vanda þessa fólks en það væri á hendi bankanna að veita sértæk úrræði þeim sem þau þyrftu með. Unnur Brá Konráðsdóttir Sjálf- stæðisflokki harmaði að ríkis- stjórnin hefði ekki farið að tillög- um flokks síns frá í sumar. Sagði hún mikilvægt að allir kæmu saman að lausn mála og til hlið- sjónar yrði meðal annars sú ríka hefð að Íslendingar byggju í eigin húsnæði. Lilja Mósesdóttir VG sagð- ist berjast fyrir leiðréttingu höf- uðstóls lána og um leið afnámi verðtryggingar. Um leið yrði að efla leigu- og kaupleigukerfi húsnæðis. Margrét Tryggvadóttir Hreyf- ingunni sagði boðaðar aðgerðir skref í rétta átt en stíga þyrfti stærri skref. Undir lok umræðunnar þóttist Guðmundur Steingrímsson greina samhljóm meðal þingmanna og ítrekaði þá skoðun sína að lækka bæri höfuðstól húsnæðislána. Auk þess að gagnast heimilunum myndi það koma sér vel fyrir efnahags- lífið. bjorn@frettabladid.is Ríkið hirðir ábatann af lægri greiðslubyrði Þingmenn allra flokka eru sammála um nauðsyn aðgerða til að mæta snarauk- inni greiðslubyrði vegna húsnæðislána. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar eru taldar ganga of skammt. Áform stjórnarinnar um skattahækkanir éta upp ábatann. HÚSNÆÐISMÁLIN Í BRENNIDEPLI Guðmundur Steingrímsson vill að höfuðstóll hús- næðislána verði lækkaður. Auk þess að það gagnist heimilunum kæmi það sér vel fyrir efnahagslífið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA TRYGGVI ÞÓR HERBERTSSON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.