Fréttablaðið - 08.10.2009, Page 11

Fréttablaðið - 08.10.2009, Page 11
FIMMTUDAGUR 8. október 2009 HAUSTÚTSALAN er hafin í Smáralind með fullt af frábærum tilboðum á nýjum vörum. Markaðsstemning er í göngugötunni þar sem boðið er upp á úrvalsvörur á góðu verði. Gerðu hagkvæm jólainnkaup á stærstu haustútsölu ársins! ÚTSALA Opið til kl. í dag Óskað eftir tilnefningum/ umsóknum Fyrirtækja Skóla og fræðsluaðila Félagasamtaka og einstaklinga Starfsmenntaverðlaunin eru veitt þeim aðilum sem vinna framúrskarandi starf í fræðslumálum og starfsmenntun. Veitt eru verðlaun í flokki: Tilnefningar/umsóknir skal senda á sérstökum eyðublöðum sem eru á slóðinni www. starfsmenntarad.is Frestur til að senda inn tilnefningar/umsóknir eru til og með 3. nóvember nk. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Starfsmenntaráði, Hafnarhúsi v/Tryggvagötu, 101 Reykjavík, sími 515 4800, www.starfsmenntarad.is Starfsmenntaverðlaunin 2008 Í flokki fyrirtækja: Samskip hf. Í flokki skóla og fræðsluaðila: Fræðslusetrið Starfsmennt vegna verkefnisins Járnsíða sem unnið er í samstarfi við Sýslumannafélag Íslands. N NI R AP A KS AF O TS A G NIS L G U A 2009 STJÓRNMÁL Rekstrarkostnaður sendiráða, fastanefnda og aðalræðis manna lækkar um 67 milljónir, eða þrjú prósent á milli ára, samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. Nemur hann 2.429 millj- ónum króna á næsta ári. Starfsemi verður hætt á þremur póstum; sendiráða í Róm og Pret- oríu og fastanefnd í Strassborg. Mestur kostnaður er af sendi- ráðinu í Brussel, til þess renna 200 milljónir króna. Starfsemi fasta- nefndar Íslands í New York kostar 190 milljónir. Starfsemi íslenska ríkisins á níu stöðum til viðbótar kostar yfir 100 milljónir; sendiráðanna í Berl- ín, Kaupmannahöfn, Lundúnum, Moskvu, París, Washington og Peking og fastanefndanna hjá Nató og í Genf. Innan við 100 milljónir renna til starfseminnar í Osló, Stokk- hólmi, Vín, Ottawa, Tókýó, Hels- inki, New York, Nýju Delhí, Þórs- höfn og Winnipeg, þar sem hún er ódýrust, kostar 38,5 milljónir. Í fyrra var áformað að selja dýra sendiráðsbústaði í eigu ríkisins og kaupa aðra ódýrari í staðinn. Til verksins voru ætlaðir tæpir tveir milljarðar króna á fjárlögum og gert ráð fyrir tekjum á móti. Þessi áform hafa verið lögð til hliðar þar sem eftirpurn á fasteignamarkaði í viðkomandi borgum hefur verið dræm. - bþs Kostnaður við sendiráð lækkaður um þrjú prósent: Sendiráðin kosta tæpa 2,5 milljarða BERLÍN Norðurlandaþjóðirnar starfrækja sendiráð sín í Berlín í sama húsi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.